Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1916, Síða 5

Ægir - 01.10.1916, Síða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 9. eykjavik. Október, 1916. Nr. 10. Klukkudufl. I dag las jeg þá fregn í Morgunblað- inu, að á laugardaginn hafi vjelbáturinn »Baldur« strandað við Garðskaga og brotnað mjög. Garðskagariflð eða ílösin iiggur NV frá Skaganum og nær fram 1 sjómílu. Miðið er: Keilir um vitann, en sjáist Keilir ekki, þá á Útskálakirkja að vera lítið eitt fyrir norðan vitann, og í þeirri linu er rifið og stefna þess. Það ber ekki oft við, að skip reki sig a þarna, en komið hefur það fyrir og þegar þess er gætt, hversu mörg skip og lleytur eru á ferð um þetta svæði, þá virðist svo, sem öllu sje óhætt eins og er. Væru staðhættir eins í öðrum löndum °g hjer við Garðskaga, mundu þó vera gerðar einhverjar ráðstafanir til þess að sjófarendum væri bent á hvar ílúðin endar; hvar hún byrjar vita menn. Sjó- uienn vita einnig, að hún liggur í norð- Ur °g vestur og er ein sjómíla á lengd, en að mæla slíkt i snatri er oft örðugt, þess vegna er ekki hugsað um annað en að vera nógu djúpt af henni, og það kostar oft vinnu og kol. í Faxaflóa getur komið þoka; það ®5'ndi sig dagana 16.—18. ágúst i sumar. eiðin kringum Garðskaga er fjölfarin °g er nokkurs konar þjóðbraut. Far eð slys hafa komið fyrir á þess- uni stað, og búast má við að það geti lent oftar, einkum þar eð bátum fjölgar óðum, sem stunda veiðar á þessu svæði, þá virðist svo, að hjer þurfi eitthvað til þess að leiðbeina og benda mönnum á, hvar óhætt sje að fara fyrir flúðina, og yrði hið auðveldasta og ódýrasta, að þar væri lagt klukkuduíl, líkt og við rifið á Akurey. Til slikrar klukku heyrist langar leiðir þegar veður er slilt, og í dimm- viðri og þoku, væri hljómur hennar góð bending sjófarendum. Jeg hef heyrt til Jdukkunnar á Akur- eyjarrifi á bryggjunni i Viðey, og er sú fjarlægð um ein dönsk míla. Til sömu klukku hef jeg heyrt, er jeg kom upp úr Fossvogi á leið frá Hafnarfirði, en það var um nótt í blæjalogni. Hljóm- urinn heyrist þvi langt og er hvervetna hin besta bending. Eílaust munu flestir halda, að fyrir utan Garðskagaflös geti ekkert dufl legið til lengdar vegna foráttu, en svo getur það verið í laginu og festar það öruggar, að slíkt þurfi ekki að óttast. Umferð í kringum Garðskaga er nú orðin það mikil, að þar ætti að gera leiðina hina öruggustu. Menn sigla ekki upp á Skaga- ílösina að gamni sínu, heldur af þvi, að þeir ætla að fara hina skemstu leið, álíla sig vera nógu langt undan landi lil að komast fyrir hana, en áætlunin er röng, því þeir hafa ekkert við að styðjast nema sjónhendingu eina, og hún er venjulega ónákvæmt mál. Þess vegna virðist þörf á að eitthvert merki sje sett þar, sem sá hættulegi staður hefur endamörk sín.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.