Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1916, Síða 6

Ægir - 01.10.1916, Síða 6
126 ÆGIR Vitum fjölgar óðum hjer á landi, og er það eitt hið mesta framfarastig, en til þessa hefur lítið verið hugsað um að merkja leiðir með duftum, en það mun einnig koma á sínum tíma. Næsta óskiljanlegt er það, að enn skuli eigi komið klukkudufl við Helluboðana fram af Siglunesi við Siglufjörð. Það er ýmislegt, sem mælir með, að því væri lagt þar hið bráðasta. Siglingar inn og út fjörðinn munu hinar mestu hjer við land; þokur eru tíðar og þá er lóðið, sem dýpið er stikað með, oft hið eina, sem farið verður eftir, og dýpi fyrir framan Siglufjarðarmynni er svipað og sumstaðar á Skagafirði, og frá Haganesi að Dalatá er ekki að reiða sig á komp- ásinn, svo sjómennirnir, sem um þetta svæði fara í þoku, verða viltir. Vanalega er stefnan sett rjett frá fiski- miðum á fjörðinn, en skelli þoka á áður en inn er komið, þá getur verið hættu- legt að balda áfram, en það getur orðið dýrt, að liggja lengi í þoku með góðan afla innanborðs, auk þess, sem kolum er eytt. Að staðurinn sje hættulegur sýna skip- strönd þau, er þar hafa orðið. Klukkudufl á þessum áðurnefnda stað mundi koma að hinum mestu notum. Ef vildi mætti taka það upp á haustin og leggja því á vorin, og dýpið, sem það lægi á, væri um 11—12 metrar, V2 sjó- mílu í VNV af Siglunesi. Hljómur klukk- unnar mundi heyrast greinilega yfir um fjörðinn að Lambanesi. Á stað eins og Siglufirði ætti slíkt leiðarmerki síst að Vanta. Væri því lagt á áðurnefndum stað, benti það um leið á hvar grynst má fara fyrir Helluboðana, þegar stormur er og sjór úfinn. Jeg átti tal við hr. Þorstein Gíslason á Meiðastöðum um þetta, mun hann einna kunnugastur manna í kringum Garðskaga og telur hann vist að klukkudufl kæmi að notum. Sumir halda að slíkt duft geti ekki legið þarna vegna sjávargangs. Það hjeldu menn einnig um vitaskipið við Hornsrev, en það liggur þó. Rvík, 14. okt. 1916. Sv. Egilson. Mótornámskeið. Áhugi manna virðist óðum vaxa, að sækja námskeið þau, er hr. Ólafur Sveins- son vjelfræðingur Fiskifjelagsins heldur uppi og sýnir það, að mönnum fer að verða það ljóst, að hjer er um atvinnu að ræða, sem útheimtar sjerþekkingu. Námskeið þessi standa venjulega yfir 6 vikna tíma, sumum þykir það nóg, helst til of langt; aðrir eru á þeirri skoð- un, að þeir geti ekki aflað sjer nægilegrar reynslu og þekkingar á þessum 6 vikna tíma og virðist því tíminn of stuttur, sem á að fullkomna þá til að taka að sjer vandasamt verk. Þegar á alt er litið, þá virðist nú kom- inn tími til, að eitthvað verði gjört í þá átt að koma hjer upp skóla fyrir vjel- gæslumenn á mótorbátum. Hjer er að ræða um skip, sem eru 30—40.000 kr. virði og vjelin, sem í þeim er, er of dýr til þess að liún sje afhent hverjum, sem vera vill til meðferðar. Til þessa hefur verið nóg, að mótormaðurinn hafi gengið á námskeið og stundum nóg, að hann aðeins segi frá, að hann kunni með vjel að fara, án þess hann þurfi að leggja fram skírteini fyrir að svo sje. Víðast í heiminum, er það algild regla,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.