Ægir - 01.10.1916, Page 7
ÆGIR
127
að prófaðir menn nái í best launaðar
stöður. Margir gamlir kyndarar eru ef til
vill miklu betri vjelamenn, en vjelstjór-
arnir sjálíir, en þó liafa þeir miklu minna
kaup en hinir prófuðu menn, sem geta
lagt fram sldrteini, sem sanna að þeir
hafi eytt tíma og fje til þess að fullkomna
sig i sinni grein, — og vegna þess hlýtur
kaupið að vera hærra.
Hjer er kaup það, sem mótorvjelgæslu-
mönnum er greitt, orðið það hátt, að
heimta mætti prófaða menn, færa til als
er að vjelinni lýtur, fyrir það.
Vjelgæslumennirnir eru nú orðnir það
margir hjer, að það fer að verða stjett
sjer.
Iíaupið ætti að vera fast ákveðið svo
prófaðir menn ættu það aldrei á hættu,
að hver sem vildi gæti bolað þeim í
burtu, með því að bjóða sig fyrir minna
kaup.
Öll lán hljóta að ganga greiðara út á
bát, sem hefur duglegan og ábyggillegan
mann til að gæta vjelarinnar, sem nú
má heita að alt sje undir komið að sje í
lagi og er orðin það, sem allir reiða sig
á, eigi að eins skipshöfnin og þeirra fólk,
heldur eigendur og þeir, sem fje leggja
út til þess að þessar dýru fleytur verði
keyptar og ekki sízt þeir, sem eiga að
borga tjón ef illa fer.
Iíæmist skóli hjer á stofn, sem sendi
frá sjer færa og ábyggilega vjeigæslumenn
þá er spor stigið, sem yrði útvegnum til
þrifa, atvinnan er orðin það víðtæk og
arðsöm, og flotinn of stór og dýr til þess
að ekkert sje aðhafst i þessu máli, og
margur skólinn sem hjer er stofnaður
er ónauðsynlegri en þessi virðist vera.
í sambandi við það, sem á undan er
sagt, vil jeg fara fáeinum orðum um
kyndarastarfið. Skulu menn ekki taka
það svo, að jeg sje að rýra verk þeirra
hjer, sem þá atvinnu stunda, því jeg
þekki ekki þeirra verk, en jeg ætla að
minnast á þessa stöðu yfirleitt, þvi þótt
jeg ekki hafi unnið við vjelar, þá hafa
stór og mörg gufuskip verið heimili mitt
í mörg ár og heimilismenn vita talsvert
um, hvað fram fer í húsinu.
í*að er alment álitið að þessi stjett
manna sje kærulaus og draslfengin og
sje einhver órói eða áflog á gufuskipi, er
gengið að því vísu, að nú sjeu kyndar-
arnir komnir á kreik og þeim er kent
um margt, sem þeir eru saklausir að,
en hrottamenni eru meðal þeirra og ber
margt til þess.
í þessa stöðu ráða sig oft gjöreyðilagð-
ir og spiltir menn, sem halda það, að
kyndarastaðan sje aðeins innifalin í því,
að þola hitann og moka kolum. í þess-
ari stöðu sigla og hafa siglt menn af öll-
um stjettum.
I bæjum svo sem, Buenos Ayres, New
Orleans, Charleston og á Vaterlands-
bryggjunni í Christiania, má sjá þessa
stjett einna margbreyttasta og mörg eru
þau skip, sem á þessum og fleiri stöð-
um ráða kyndara, sem varla komast
meira en hálfa ferð vegna vankunnáttu
þessara manna, þegar út á haflð kemur.
í þessum fjölbreytta hóp, eru þó margir,
sem ávinna sjer hylli og virðingu yfir-
manna sinna, en í slæmum fjelagsskap
njóta hinir duglegu sín ekki, því fari
einhver að skara fram úr öðrum, þá er
vana viðkvæðið, að hann sje að smjaðra
og koma sjer i mjúkinn hjá yfirboður-
um sínum, en sje það orð komið á ein-
hvern á skipi, þá liður hinum sama ifla.
Kyndarastaðan er heiðarlegt starf; skip-
stjórar og vjelstjórar geta best dæmt um
hinn mikla mun á góðum og ljelegum
kyndara, því hjer er um starf að ræða,
sem útheimtir dómgreind og kunnáttu.
Sem dæmi upp á það, vil jeg geta þess,