Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1916, Qupperneq 8

Ægir - 01.10.1916, Qupperneq 8
128 ÆGIR að fyrir nokkrum árum átti jeg tal við fyrsta vjelstjóra á »Islands Fálk« út i Viðey; minnir mig að hann segði, að á skipinu væru 4 fastir kyndarar og væru þeir í sjóliðinu, en auk þess væru íleiri, sem væru að vinna skyldutíma sinn, en hefðu unnið sem kyndarar á verzlunar- skipum áður. Voru hinir föstu menn látnir leiðbeina hinum, en munurinn á þessum mönnum er þessi sagði hann: »Láti jeg liina föstu menn mína kynda í sólarhring og hina hinn næsta, þá fæ jeg það út, að hinir fyrri hafa sparað skipinu 1—2 tonn af kolum og þrátt fyrir þann sparnað hefur skipið farið meiri vegalengd; það sýnir, bætti hann við, að hjer er um atvinnu að ræða, sem útheimtir kunnáttu, og ekki er að- eins innifalin i því að geta mokað kol- um«. Á »Modesta« sem ílestir munu hafa heyrt getið hjer, var, meðan skipstjóri Rögenæs stýrði skipinu, gamall kyndari; hann var Iri. Jeg kyntist þessum manni í Viðey. Jeg hafði tekið eftir, að hann gaf sig að engum á skipinu og var oft- ast einn og ljek þá oft á flautu. Jeg hitti hann eitt kvöld og spurði hann, hvort honum leiddist. Hann kvað svo vera, því að hann skildi engan af sínum fje- lögum og þeir ekki sig. Jeg spurði hann þá, hvort jeg ekki ætti að gefa honum enskar bækur; hann sagði mjer, að það væri ekki til neins, því hann kynni ekki að lesa, hefði aldrei verið kent að staía, en, bætti hann við, »láttu mig samt hafa eina bók, því meðal hásetanna er einn, sem talar ensku lítið eitt. Jeg ætla að biðja hann að reyna að lesa fyrir mig, þegar á sjóinn kemur«. Síðar spurði jeg skipstjóra Rögenæs um þennan mann, þá sagði hann mjer, að í öll þau ár sem hann hefði á sjónum verið, hefði hann aldrei þekt slíkan kyndara. »Jeg kaupi«, sagði hann, »hin ódýrustu kol, og stund- um get jeg varla vænst þess, að skipið komist fulla ferð, en jeg veit altat af’ þegar Mike (svo var hann kallaður) hef- ur tekið við katlinum. Hann nær fullri ferð með hverskonar rusli sem honum er í hendur fengið, því það er fagmað- ur«, og bætti Rögenæs við og hló, »hefði jeg alla slíka, hætti jeg að kaupa kol, keypti sand«, og með virðingu talaði hann um gamla manninn, sem hafði þá siglt um öll heimsins höf i 35 ár. Kyndarastaða hjer er öðruvisi en á hinum stóru gufusldpum, þar sem ávalt er verið að skifta um menn og í gott fjelag geta komið þeir, sem eitra fjelags- skapinn. Hjer þekkja menn hvern annan, eru af góðu fólki komnir og eru siðprúðir menn. Þessi flokkur er fámennur hjer og um skóla fyrir þessa stjett er ekki að ræða, þvi sama verður hjer og annars- staðar að skólinn er skipið sjálft og ekki i annað hás að venda, en þar má líka læra það, sem þarf og betur en á nokkr- um skóla, en duglegir kyndarar eiga líka skilið, að eftir þeim sje tekið og einhver viðurkenning sýnd, þegar það sjest að þeir spara eldsneyti og skilja það, að at- vinnan er i meiru fólgin en að moka kolunum á eldinn. Sje hægt að sanna að kuunátta einhvers kyndara sje svo, að hann spari útgerðinni Vs tonn af kol- um á sólarhring, þá virðist ekki ósann- gjarnt að sá hinn sami væri ekki i sama launaflokki og þeir, sem ekki geta gert honum þetta eftir, með því væri hlynnt að stöðunni, sem er mikilfengari en al- ment er álitið, aðrir mundu herða sig og það eru peningar í sjóð útgerðarinn- ar, og stjettinni til heiðurs. Jeg veit þó, að um slíka viðurkenn- ingu eða kauphækkun mun varla að ræða. Það er ekki siður á voru landi.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.