Ægir - 01.10.1916, Blaðsíða 11
ÆGIR
131
koma festum á «John« og hjeldu því
næst á stað með hann til Seyðisfjarðar.
Kom þá að enskur vopnaður togari og
ljet herskipið hann vísa leiðina til Seyðis-
fjarðar. Komu skipin hingað kl. 9 á
mánudagskvöld og varð uppi fótur og fit
er til þeirra spurðist í íirðinum. Þótti all-
nýstárlegt að sjá ljós þau er skipin brugðu
yfir höfnina og bæinn, því þau voru svo
björt að varla mátti í horfa. Skiluðu þau
»John« hjer inn á móts við hafnarbryggj-
uua og fóru síðan aftur.
Herskipið hjet »Chongwinale« rúmar
20 þús. smálestir að stærð. Er það miklu
stærra en nokkurt skip er hjer hefir áður
komið. Foringinn á því heitir H. Broch-
lebank. Togarinn hjet »Robert Smith«.
Mjög rómar Christensen skipstj. það,
hve Englendingar hafi sýnt mikinn áhuga,
dirfsku og ró við björgunina, og telur
foringjann á »Chongwinale« hafa stjórn-
að svo stóru skipi í stórviðrinu af frábærri
snild, og viðtökurnar um borð í herskip-
inu kveðst hann ekki getað lofað nóg-
samlega.
Ýmsar tröllasögur gengu hjer urn at-
burð þenna, þykir þvi rjett að skýra
niönnum frá sannleikanum. — Þær get-
gátur, að Englendingar hafi ætlað að
sökkva »John« eru ekki verðskuldaðar,
eins og á þessu sjest, og einnig bendir
þetta á, að ýmsar kviksögur, sem um
það ganga, hve Englendingar meti lítið
mannslífið, sjeu ekki af sem bestum rót-
um runnar þó óvinum þeirra þyki slægur
í þeim.
Á »John« voru als 6 menn, og þar
sem þrjú stór hei’skip voru heila nótt á
^ex’ði til að reyna að bjarga þessum
mönnurn, verða sennilega fáir til að trúa
Þvi, að Englendingar meti mannslífið lít-
hs, þegar öðru vei’ður viðkomið.
»Sele kom hingað á Seyðisfjörð, lá
hjer í leyni ljóslaus við bryggju, er her-
skipin komu með »John« og laumaðist
burt nóttina eftir, án þess að hitta skip-
stjórann á »John« því síður að bjóða
mönnum hans far heim. Er Christensen
minna hrifinn af frammistöðu landa
sinna í þessu efni, en Englendinga, og
verður tæpast láð það.
»Austri«.
Hásetavísur
Sæmundar Jónssonar á Járngerðarstöðum
veturinn 1867.
Eftir Brynjúlf Jánsson á Minnanúpi.
1. Finnur þorinn formaður
frá Járngerðarstöðum
japafora-jó ríður
Jóni boi’inn Sæmundur.
2. Þegar halda fleyi fer
fram um þorskagrundir,
skulu taldir skatnar hjer,
er skjómabaldri fylgja’ um ver.
3. Veitir lið með vasklegt fjör
vitur Jón i stafni;
gefur sniðug gamansvör;
Gísla niður stáls er bör.
4. Baugaveitir burðugur
á barkaþóftu situr;
Gísli heitir Hálfdáns bur,
hreysti neytir ótrauður.
5. Eldasunda ötull ver
og á barkaþóftu
Gestur kundur Ólafs er;
ávalt lundu hæga ber.
6. Við er kjörinn andþófsár
ungur Jón son Högna
allharðgjör og orkuknár
álmabör að vexti smár.
7. Haukakvíslum afl ber í
arfi Mattiasar,