Ægir - 01.10.1916, Side 12
f 132
ÆGIR
andófsstundan iðkar frí
ungur Gísli hugarfrí.
8. Brynjólf Jónsson seggir sjá
sitja í fyrirrúmi;
sónar- kynja leirga -lá
lætur dynja vörum frá.
9. Firðar líta fleinavið
i fyrirrúmi lika,
Guðmund nýtan Guðmunds nið,
garp ei þrýtur hæglyndið.
10. Miðskipsdrengur Magnús er
mögur Jóns ókvíðinn;
glaður mengi gaman tjer,
um gedduengi vaskleik ber.
11. Enn er Gunnar aldraður
ólafsson miðskipa;
ráðum unnir röggsamur
að röskleik kunnur liðsmaður.
12. Grímur arfi Guðmundar
garpur ör og fljótur
á það starf að ausa far,
ekki þarf að fría par.
13. Hlynur gefni hvarmdaggar
hinn i austurrúmi
Þorkels hefnir Þorsteinn snar,
þorska efnir veiðarnar.
14. Vigfús situr Vigfús bur,
valinn fjelagsdrengur,
uppi’ á bita öflugur,
ötull, vitur, geðspakur.
15. Vænn unglingur metast má
Magnús Jónsson Bergmann;
hálfdrættingur hermist sá
happaslingur bita á.
16. Öðling hæða alla þá
annist mildilega
landi bæði og legi á.
Lykta kvæði þar með má.
Athugasemd.
Grein sú, sem hjer er prentuð eftir
»Austra«, er ekki til þess að fylla Ægir
með einhverju, hún er sett til að sýna
hvað Bretar meta mannslífið, hvernig
sem stendur á og hver sem í hlut á.
Það er svo margt, sem vantar til þess
að sú hugsun sje nógu sterk hjá oss og
það sýnir sig ljósast og best, hve lítið er
að gjört til að forðast slys á sjó. — Það
er ekki nóg að láta prenta heila laga-
bálka, sem enginn sldlur og enginn fer
eftir þar sem eftirlitsleysið er eins og það er.
Hjer verður eitthvað að gjöra sem dug-
ar, til þess að koma í veg fyrir hinar
mörgu drukknanir, sem * eru það tiðar,
að þjóðin þolir það ekki til lengdar, þótt
eigi væri á annað að líta.
Heima.
Ráðunautur hr. Matth. Ólafsson
er nú (26/w), að búa sig í ferð austur
í Selvog og fer um leið að likindum til
Eyrarbakka og Stokkreyrar og máski
viðar.
Vjelfræðingur hr. ól. Sveinsson
heldur nú námskeið á ísafirði; næsta
námskeið verður haldið í Reykjavík.
Skipskaðar
fara nú að verða tíðir. í þessum mán-
uði sökk »Skallagrímur« eign h./f. Kveld-
úlfs hjer á Reykjavikurhöfn.
»Resolute« (Duus) strandaði í Grinda-
vík, og »Mars« hið góða gamla skip,
strandaði við Gerðahólma innanvert við
Garðskaga.
Um atvik eða orsakir til hins mikla
tjóns sem þetta er og hefur í för með
sjer, getur »Ægir« ekki skýrt frá.
Prentsmiðjan Gutenberg.