Ægir - 01.10.1917, Page 8
140
ÆGIR
í flóann, að nokkurir bátaeigendur »slá
sér saman« um einn lítinn mótorbát, sem
dregur 2—3 Færej'jabáta, með 3 mönn-
um á, út á miðin, þar sem þeir leggja
lóðir sínar og biður svo efiir þeim að-
gerðalaus, meðan þeir eru að veiðum
(leggja 2—3 köst) og dregur þá svo með
farminum heim til lands. Retta getur
vel gengið, meðan gott er veður og slétt-
ur sjór.
Frá Vatneyri brá eg mér yfir fjörðinn
til þess að sjá Sauðlauksdal og Rauða-
saud, því að þar hafði eg aldrei komið
áður1). Sauðlauksdalur er þektur staður
síðan Björn próf. Halldórsson var þar
með sínar merkilegu ræktunartilraunir á
miðri 18. öld, þó að litlar sjáist þar
menjar þeirra nú, enda hefir náttúran
ekki verið hlífin við dalinn; hann er
sem sé undir stórskemdum af foksandi.
sem ógnar jatnvel túni staðarins með
eyðileggingu, en það hefir þó haldist
nokkurnveginn við líði alt frá tímum
séra Bjarnar. Foksandurinn er örsmár
skeljasandur, sem að likindum er kom-
inn utan með firði, skolaður af briminu
upp á strendurnar. Sauðlauksdalsáin hef-
ir stöðvað hann að mestu, og ekið hon-
um fram í breiðan odda, sem nefnist
Sauðlauksdalsoddi, úti fyrir dalsmynninu.
Þó hefir nokkuð af sandi fokið hátt upp
i hliðar dalsins báðum megin og litur
það út eins og sólskinsblettir eða lípar-
itskriður, séð frá Eyrunum fyrir handan.
Það sem eg þurfti annars helzt að at-
huga þar, var Sauðlauksdaldsvatn. Það
er eigi alllitið, nál. 1,5 km. á lengd, en
hefir eflaust einhverntíma verið lengra,
ef til vill sjávarvogur, en nú er alllangt
til sjávar (út á Oddann) frá vatninu og
1) Naut eg á þeirri ferö gestrisni og raargvís-
legs fróöleiks síra Porvalds Jakobssonar og
skemtilegrar fj'lgdar lians, vestur á Sandinn.
eintmóur sandur, og i því utanverðu er
skeljasandsbotn, og þar er það mjög
grunt (er líklega að smáfyllast af sandi,
sem bæði fýkur i það og skolast eftir
lækjum, sem i það falla). Með suðvest-
ur-landinu er það alldjúpt, alt að 4 m.;
þar er maragróður í botni. Hitinn í því
kl. 8 e. m. (eftir mjög heitan dag) var
um 15,2—16,2° í yfirborði, og 14,8—15,1°
í botni þar sem dýpst var.
í vatninu er töluverð silungsveiði, 600
—2000, að meðaltali 1600 á ári, nokkuð
af því er urriði, en mest bleikja, 1—2
pd. á þyngd. Má það heita mikil veiði í
jafnlitlu vatni. Eg sá allmargt að ný-
veiddri bleikju 35—40 cm., og voru
magar margra þeirra fullir af vatnaskelj-
um (Pisidium) eingöngu. Litur út fyrir,
að svo mikið sé af þeim þar, að þær
séu aðalfæða bleikjunnar og er það mjög
óvanalegt. Urriðinn er veiddnr fyrri part
sumars á dorg, beitta ánamaðki, á eftir
bát.
Frá Sauðlauksdal fór eg vestur á
Rauðasand, en viðstaðan þar gat því
miður ekki orðið nema partur úr degi.
Þorv. Thóroddsen hefir lýst þessari fögru
og afskektu sveit (Ferðabók II, bls. 7—
10), svo að eg þarf ekki að gera það
hér. Útræði er þar lítið, að eins skropp-
ið á sjó við og við á sumrin til þess að
fá í soðið og er það aðallega þyrskling-
ur sem fæst og beitt sandmaðki. Af hon-
um er urmull á leirunum við lónið inn
af Bæjarósi. A leirunum er á sumrin
allmikið af skarkolaseiðum á 1. og 2.
ári1). Selveiði er töluverð við ósinn frá
Bæ. Liggja selir oft svo hundruðum
skiftir uppi í ósnum og lágu nú 50—60
þar. Nokkurum dögum áður en eg kom
að Bæ, höfðu verið veiddir þar 18 full-
1) Nefnast þau á Sandinum og Vesturfjörðun-
um »skurfur«.