Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 9

Ægir - 01.10.1917, Qupperneq 9
ÆGIR 141 orðnir selir og vildi svo vel til að inn- ýflin úr 8 þeirra voru enn við liði. Skoð- aði eg alla magana, 7 voru alveg tómir, nema hvað i þeim var mergð af lifandi þráðormum, en í hinum 8. var mikið af steinbítsbeinum, eftir því sem eg get komist næst heilar beinagrindur úr 5 hálfvöxnum fiskum. Sýnir þetta vel, að selirnir (og hér er um látur- eða landsel að ræða) eru ekki við eina fjölina feldir, hvað fiskmeti snertir. Eins og fyr var frá sagt, var góður afli á Patreksfirði meðan eg dvaldi þar, af þorski og ýsu á ýmissi stærð úti í fló- anum og gat eg fengið gögn til aldurs- ákvörðunar á þessum fiskum eltir vild. í mögum þorsksins, sem yfirleitt var í smærra lagi, stútungur og þyrsklingur, var ýmist sandsili eða kampalampi (Pandalus annulicornisj; eg fann i einum 90 kampalampa. Margir voru tómir eða með kúfisksbeitu að eins. Auk þess veidd- ist töluvert af skarkola, smálúðu1) og steinbít. Við Vatneyri dró eg fyrir með álavörpu og fékk í hana margt af ufsa- seiðum á 1. ári, og smáum skarkola og sandkola, en fátt af þorskseiðum á 2. ári (veturgömlum) og ekkert á 1. ári. Auk þess nokkuð af marhnút og trjónu- krabba. — Jafnframt þessi gerði eg ýms- ar athuganir á kúskel, sem mikið er af i firðinum og var nú aðalbeitan, kann- aði fjarðardjúpið o. fl.2). Aður en eg skil við Patreksfjörð, vil eg benda á það, að fjörður þessi liggur 1) Smálúður undir stofnlúðu stærð eru á Vesturfjörðunum nefndar »lóur«, en á Norður- fjörðunum »lok«. 2) Meðan eg dvaldi á Patreksfirði, gisti eg hjá gömlum bekkjarbróður mínum, Ólafi Jó- hannessyni konsúl á Vatneyri. Lét hann mér ókeypis í té alla þá aðstoð sem hann gat, bæði menn og mótorbát og votta eg honum hér með alúðarþakklæti fyrir þann greiða. flestum fjörðum hér betur við allskonar fiskiveiðuui á rúmsjó. Hann er fyrsta ör- ugga höfnin við úthafið á öllu svæðinu frá Berufirði eystra og liggur hér um bil mitt á milli Selvogsbanka og Skagagrunns- ins nyrðra, með hin breíðu Vestfjarða- grunn beint út og til beggja hliða1). Við eyrarnar, Vatne)'ri og Geirseyri er örugg skipalega og hin fyrtalda er ein hin bezta fiskverkunareyri hér á landi. Frá Patreksfirði fór eg 18. ág. í stormi og rigningu áleiðis heim með »Gullfossi«, en varð að fara krókinn til ísafjarðar og dvaldi þar altur 3 daga. Fékk eg þá ým- islegt að vita um sildveiði þar, frá þvi að eg var þar i fyrra skiftið. Var hún nú að hætta sökum illviðra. Á þessari ferð kom eg við á flestum fjörðunum vestra, í Flatey og Stykkishólmi, gerði nokkurar hitamælingar á viðkomustöð- unum og fékk ýmislegt að vita viðvíkj- andi fiskiveiðunum, t. d. var mér sagt á Þingeyri, að þar hefði veiðst í firðinum þorskur, sem vóg 57 pd. flattur og var þó magur. Hann mundi þá sennilega hafa vegið 80—90 pd óslægður, og i góð- um »holdum« ef til vill 100 pd. Lengd hans var því miður ekki mæld. Kom eg heim 26. ágúst. (Frh.). Lög verslunarráðs íslands. (Samþykt 17. september 1917). 1. gr. Fulltrúanefnd sú, er kosin er samkvæmt lögum þessum, heitir Versl- unarráð íslands. Það hefir skrifstofu og varnarþing í Reykjavík. 2. gr. Tilgangur Verslunarráðs íslands 1) Sjá kortið aftan við bók mina: Oversigt over Islands Fiske. Khöfn. 1909.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.