Ægir - 01.10.1917, Page 16
148
ÆGIR
þessir nái engu sambandi við land, og
skipverjum því bannaðir allir vegir til
þess að koma boðum til ástvina sinna,
þrátt f\rrir það þótt innborðs séu ef til
vill flöggin, sem ætluð eru til hinna al-
þjóðlegu bendinga (signalflögg), en þau
þýðir ekki að draga upp vegna þess, að
enginn á þeim slóðum kann að lesa
merkin.
Með góðum vilja og litilli fyrirhöfn
mætti bæta þetta svo, að fréttir frá bát-
um, sem úti liggja og geta ekki náð
sambandi við land væru færðar ástvin-
um þeirra, en til þess þarf merkjabók
(signalbók) og mann sem kann að lesa
hin gefnu merki eftir þeirri bók og ættu
slikir menn að vera i aðalveiðistöðum
landsins og helst i þeim öllum.
Hjer væri ekki að ræða um neinn út-
búnað til samtals, heldur að eins það,
að ein bók væri til og maður í veiði-
stöðinni sem kynni að slá upp i þessari
bók til þess að taka á móti þeim boðum,
sem sjóhraktir menn kynnu að þurfa að
koma i land, hvort heldur skilaboð til
sinna eða beiðni um einhverja hjálp.
Slik bók kostar 8—10 kr. og greindur
maður mundi á fáum dögum geta kynt
sér hvernig úr merkjum eigi að lesa; er
hér hvorki um skólavist né mikla örð-
ugleika að ræða. Mörg af mótorskipun-
um munu nú hafa merkjaflögg ogkæm-
ist þessi aðferð á, mundu flestir bátar
eignast þau, þvi fæstir munu það harð-
brjósta að vilja ekki hugga sina nánustu,
sem hræddir biða heimkomu vina sinna.
Fyrir eigendur báta geta slikar fréttir
einnig komið sér vel. — Sendimaðurinn,
sem ber fréttirnar áleiðis er nú orðinn
eins ábyggilegur og þeir, sem áður voru
gerðir út til slíkrar farar í tvisýnu veðri,
en það er landsíminn. Greinar hans eru
nú orðnar það margar að boðum mun
hægt að. koma.
Framkvæmdir á þessu yrði þannig:
Bátur, sem úti fyrir er gefur merki, —
nafnið og heimilið fyrst, síðan t. d. sím-
ið heim hvar eg er staddur, eða annað
þessu likt. Sá sem tekur á móti merkj-
unum simar svo fréttirnar til þess staðar,
sem merkin segja til og sendir síðar bátn-
um reikning, ef þætti taka þvi, — en helst
er eg á þvi, að landssíminn flytti slík
skeyti endurgjaldslaust og léti þegar
festa upp fyrir utan stöðvarnar svo allir
gætu lesið og flýtt fyrir fregninni. —
Reykjavik 12. okt. 1917.
Svbj. Egilson.
Fáein orð um áskoranir.
Sem ritstjóri tímarits Fiskifélagsins,
hefi eg nokkrum sinnum skorað á menn
að láta frá sér heyra og vil eg hér fyrst
nefna áskorun þá í ritinu, að formenn
sendu þvi lendíngamið úr hinum ýmsu
veiðistöðum sunnan og austanfjalls, til
þess að fá mið þessi i eina heild og öllu
safnað í lítið kver, sjófarendum til leið-
beiningar. Að eins eitt sjóþorp hefir látið
frá sér heyra, að eins formenn i einni
veiðistöð, sem skildu um hvað hér var
að ræða og það voru Eyrbekkirigar. Þeir
sendu sín lendingamið. Önnur áskorun
var sú, að menn segðu frá, hvernig
Sandgerðisvitarnir væru litir. Kom sú á-
skorun af munnlegri lýsingu manna, sem
ekki bar saman við hinn upphailega á-
kveðna lit, sem lýst er i sjóalmanakinu.
Getur ónákvæmni r þessu atriði valdið
skipstrandi og þess vegna var fyrirspurn-
in gerð, sem svara mátti á 5 aura bréf-
spjaldi, en þar eð nú bráðum er liðið ár
siðan áskorun þessi birtist og enginn
hefir fundið sig knúðan til að sinna
henni, þá er ekki að furða sig á neinu,