Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1917, Page 24

Ægir - 01.10.1917, Page 24
156 ÆGIR hvor vélanna 2600 hestöíl eða til samans 5200 hö. Hvor vél hefir 6 bulluhólka að þvermáli 25,2 þumlungar, slagið er 47,37 þumlungar; eru vélar þessar smíðaðar í New-York Navy Yard, Brooklyn. 130 snúningar á minútu knýja skipið áfram 14 e. milur á ldukkustund. A 5 mánuðum, sein liðnir eru, síðan farið var að nota þetta skip, hefir það farið 18,500 e. milur, án þess að nokkuð hafi orðið að vélunum. Eldsneytissparn- aður er mikill og eyðslan er helmingi minni en gufuskipa beirra, sem minst þykja eyða. Yélarnar eru hinar auðveldustu og væri annað ekki hent, þar eð skipið svo títt verður að leggjast að skipum og hafnavirkjum. Þungi vélanna er hér um bil hinn sami og þriþenslugufuvéla með liku atli, en vegna eldsneytissparnaðai’ins eykst rúm og hurðaraíl fyrir vörur um 7°/0. Það er þegar komið í ljós, að öll með- ferð þessara miklu véla er vandaminni og auðveldari en hinna minni Diesel- véla. Það, sem mælir með Dieselvélum i ílutningaskipum, sem hafa viðkomustaði þar sem olía er fáanleg er meðal annars: 1. Á fáum mínútum er vélin tilbúin til notkunar. 2. Skjót skifting frá fullri ferð áfram til fullrar ferðar aftur á bak. 3. Enginn reykur né kolaryk og þar af leiðandi auðvelt að halda skipinu hreinu; einkum hlunnindi fyrir far- þegjaskip. 4. Temprun skriðs skipsins auðveldari og vissari. 5. Enginn eldsneytiskostnaður þegar skip- ið er kyrt. Eyðslan byrjar og endar með hreyfmgu vélarinnar. Norsk Handels og Sjöft. 19. júlí 1917. Porskveiðar liala alls orðið í Noregi frá ársbyrjnn til 19. maí. 1917 1916 1915 Alls (miljón stykki) 23,0 46,4 58,4 Hert................. 1,0 2,7 13,8 Saltað.............. 21,0 40,3 42,5 Gufubrætt lý^si, hkt. 33,141 54,654 47,553 Lifur.............. 3,499 4,916 7,768 Gota...............28,552 62,097 52,924 I »Farmand« 26. maí 1917 er þorsk- veiðum við íslandsstrendur lýst þannig: Botnvörpuskip frá Beykjavik hafa aílað vel, kúttarar mjög vel, mótorskip og bátar í meðallagi. Mótorskip og bátar frá Seyðisfirði í meðallagi. Kúttarar frá Patreksfirði í meðallagi. Á Akureyri, Vestmanneyjum og ísafirði aflalitið. — (Samkv. skeyti 17. maí frá Be}^kjavík). Tilkynning. í stað lir. Matth. Olafssonar verður frá 1. nóvember árs Þorsteinn .Jtil. Sveinsson settur til þess að gegna er- indrekastarfi iim- anlands til nýárs. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.