Ægir - 01.09.1920, Side 8
96
ÆGIR
rúðurnar, en við vitum allir, að vilji það
til á nóttu, þá er enginn nálægt til að
koma hinni minstu bilun í lag, og leiðar-
merkið hverfur, og að í stað sparnaðar
getur orðið miljóna tap.
Vitaverðir eru ómissandi i hina meiri
annesvita. Þeir ættu að vera sjómenn,
þannig launaðir, að þeim liði vil og gætu
haft þægindi i einverunni, en ekki illa
launað útslitið fólk, einmitt illa launað
af þvi. Við eins áriðandi vita og Port-
landsvitinn er, ætti að vera duglegur,
áhugusamur maður. Þeir íinnast einnig
hér, séu þeir teknir sem menn og verða
varir við, að þeim sé trúað, en ílestir
eru svo, að þeir njóta sin ekki. sé þeim
vantreyst. Sjómaður sem vitavörður,
skilur og veit hvað félagarnir úti á sjón-
nm vænta aí honum á dimmri óveðurs-
nóttu og bregst þeim ekki. Aðeins það,
að vitavörður hins stærsta vita landsins
er sviftur því að hafa síma, sem svo
auðvelt er að leggja nú, gerir alla að-
stöðu hans verri, sé hann áhugasamur
maður. Hann finnur hve lítið er um
hann hugsað, hvað honum er meinað,
þvi verk hans er karlmansverk og hann
vill vera maður, en á eyðimörku er
honum haldið og kaupstaðir sviftir því
gagni, sem þeir gætu af honum haft,
sem væri miklu meira i peningum, en
þó að 100 símaspottar væru lagðir út á
Reykjanes. — Hefir annars nokkrum
þeim, sem notið hefir góðs af starfi hins
einmana vitavarðar dottið í hug, að
gleðja hann með þvi t. d. að senda
börnum hans jólatré fyrir jólin, eða eigi
hann engin börn, þá honum eða heimili
hans einhvern glaðning.
Sé nú þetta sílogandi svenska patent
eins ábyggilegt og látið er — hvers vegna
er þá vítavörðnr í t. d. Kullen og fleiri
sænskum vitum, hvers vegna eru þá
Englendingar að kosta vitaverði á stói'-
vitum sinum t. d. Bell Rock, sem við
margir þekkjum. Skyldu menn vilja skilja
Ushant eða Cap Finisterre eftir mann-
lausa, með svenska patentinu; hvað
mundu allar siglingaþjóðir heimsins segja
þá, væri sú ráðstöfun tekin. Eru Eng-
lendingar, Frakkar, og Danir ekki full-
komlega eins miklir búmenn og við;
því taka þeir ekki upp það, sem er
ódýrara og betra, ekki eru þeir hræddir
við að hætta við úrelt, dýrt húmbug;
hvers vegna er þetta fyrirmyndar ljós
sem sparar gæslu ekki komið í Hanst-
holmen, Hirtshals, Jótlandsskagavita, Ry-
vingen og fleiri? Einkum ættu þessar
þjóðir að hugsa um sparnaðinn, sem
ekki að eins Iauna afskektum vitavörð-
um sínum vel, heldur fara með þá sem
menn, sem mikla ábyrgð hafa, ofþreyta
þá ekki með oflangri dvöl í einu í ein-
verunni, hafa þvi menn til skiftanna, sjá
um sendingu nauðsynja þeirra, klæða og
bóka m. fl. Þvi öðrum þjóðum er Ijóst
hvað vitavörður er, en okkur er sýnt að
til þess starfs hér þurfi ekki annað en
einhvern, með t. d. 3.—400 króna árs-
launum til þess að gefa auga, ekki hvernig
logi, það er svo sem ábyggilegt, heldur
hvenær slokni, en komi það fyrir, þá
yrði að sækja verkfræðing úr Reykja-
vík austur á öræfi til þess að kveikja,
eins og þegar dó á týrunni á Akranesi
í fyrra — og Dyrhólar slóu klikk. — Nú
er þetta antomtiska Ijós komið á hina
hættulegustu staði landsins, þar sem
leiðin er hin fjölfarnasta. Vetrarsiglingar
eru orðnar tíðari á seglskipum en voru,
vegna kolaverðs. Skip sem úr hafi koma
verða að leita að vissum merkjum á
landi, til þess að geta óhult haldið ferð
sinni áfram með hafnalausri náströnd;
merki þau, sem hið kaldranalega land
hefir upp á að bjóða eru ótrygg og
benda ekki á ströndina í tíma, því við