Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1922, Side 8

Ægir - 01.12.1922, Side 8
166 ÆGIR innan við bæinn valið til þessa, og stend- ur brautin spölkorn frá Vikings-húsinu gamla. I ágústmánuði 1917 var svo byrjað á verkinu og unnið að því fram í nóvem- ber. Var þá lokið við að slétta landið, grafa skui’ði undir brautarteinana, steypa undirstöðu undir vélahúsið og í’eisa það og búið að smíða vagninn að nokkru leyti. Næsta ár var nær ekkert unnið að verkinu, vegna ýmissa ófriðar-örðugleika En i byrjun júnímánaðar 1919 var aftur tekið til starfa og unnið fram í október- lok. Var þá lokið við að leggja brautar- teinana nema nm 20 metra fremst, er þó að nokkru leyti var búið að grafa fyrir. Árið eftir (1920) var aftur kyrstaða með verkið, mest vegna fjárskorts og örðugrar aðstöðu forgöngumannanna. Upphaflega hafði ísafjarðarkaupstaður og allir eigendur ífirsku vélbátanna lagt fé til fyrirtækisins, en nú var það fé upp etið i þessu skyni, og um áramótin var brautin, eða það sem unnið hafði verið að byggingu hennar, boðið til kaups. Gerðust þeir síðan eigendur braut- arinnar Sigurjón Jónson kaupmaður, Jóhann P. Jónsson og Bárður Tómas- son skipaverkfræðingur. í maí-lok í fyrra voi’, var svo að nýju tekið til stax’fa, og verkinu lokið að fullu í lok septembermánaðar 1921. Þá var lokið víð skurðinn fyrir fx-emstu teinunum, vagninn smiðaður og hliðarbi’autir fyrir 2 skip til stæi’i'i viðgeiða eða vetrar- geymslu. Þann 5 old. var svo fyi-sta skipið, vélbáturinn »Eir« eign Karl J. Jóhanns, sett á land með þessum nýju setningatækjum. Kostaði skipabrautin þá um 50 þúsund krónui'. Lýsing á skipabrautinni. Ofan við brautina er vélahús úr timbi’i, með steypugólfi. Þar er mótorvél með 10 hesta afli og dráttarvindu til þess að vinda upp skipin. Ennfremur eru geymd þar ýms tæki brautarinnar. Vagnspoi’ið er 88 metrar á lengd og samanstendur af 3 samhliða teinum með 2. meti'a millibili. Undir teinana eru grafnir skurðir um 1 meter á dýpt. Eftir endilöngum skurðunum er lögð röð af stórum steinum, ofan á þá er sett smæri’a grjót, og teinarnir siðan lagðir i stein- steypu niður að stórstraums fjöruborði. Paðan og að brautarenda eru teinarnir lagðir á tré. Til þess að fá sama halla á allri brautinni, varð að lækka landið ofan við flæðamál, fylla það upp i fjör- unni, og það sem ei’fiðast var, að fyrir Iremri enda brautai’innar þurfti að grafa nær 2. metra gröf niður í leirinn, og ennfremur 15 metra langa rennu svo skipin gælu flotið upp í bi'autai'- vagninn. Renna þessi er um 1 meter á dýpt næst gi’öfinni og um x/* m. fremst. Hér á Isafirði er vanalega ekki nerna um 2, metra munur stórstraumsflóðs og fjöru, svo fremstu 30 metrana af tein- unum þurfli að leggja á tré, og þurfli að fraxukvæma allan gröftinn á floti, og varð að búa til sérstakt áhald, til þess að vinna að því verki. Einnig varð að fá, köfunartæki til að jafna undir lein- ana. Botninn reyndist vera malarlag efst, þar næst smiðjumór, svo malarlag aftur. Gröfin virðist halda sér án þess til muna hrynji úr bökkunum, smiðjumór- inn er svo þéttur, enda á okkar ísfirska lífhöfn þakkir skilið fyrir að bola nálega öllum sjógangi frá mannvirkjum og skipum sem í herini eru. Vagninn er 16 metrar á lengd og 7 metrar á breidd, er hann að mestu úr tré (pitchpine) og hvilir á 38 hjólum, 30 á miðteinunum, og 4 á hvorum hliðar- teini. Þar eð ekki er nema 1 teinn undir miðjum vagninum, varð að tengja saman

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.