Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 7

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 7
ÆGIR 27 þrátt fyrir, að ýmislegt hefir verið gert til að vekja þá og á þeim 12 árum hafa um 800 menn farið í sjóinn (það er vænl þorp út á landi) og bendir sú tala á, að tími er fyrir löngu kominn lil að hefjast handa, en það hefir dregist, en nú hefir Fiskiþingið sýnt fylgi sitt i orði og verki. Rað hefir farið góðum og upp- örtandi orðum um skýrsluna, sem fram- lögð var og veilt riflegt fje til þess, að framkvæmdir geli orðið og allir aðstand- endur sjómanna munu þakka þeirri samkornu, sem hefir sýnt, að hún viil láta vinna að, að sem fæstir fari í sjó- inn og draga úr tölu ekkna og munað- arleysingja, sem ávalt verða við sjóslys. Nefndarálitið er of langt mál til þess það verði birt í Ægi, en það er prentað aft- an við skýrslu Fiskiþingsins, sem bráð- lega kemur út og verður send Fiskideild- um eins og venjan er. Föstudaginn 19. mars kom nýtt sjó- mannablað hér út í fyrsta sinni. Eftir því sem ritstjóri blaðsins hefir sagt mér, verða þar rædd ýms mál sjómanna og björgunarmálið ekki sísl og má því vænta að ýmislegt verði þar tekið fyrir og al- menningr birt, er um glannaskap sjó- manna ræðir, þar sem það kemur út vikulega og viðburðir gleymist ekki eins fljótt og þegar verið er að geyrna þá í heilan mánuð, því þá hefir oft annað horið við, sem meira þykir um vert að hirta. Blaðið heitir »Aldan« og eru út- gefendur nokkrir sjómenn, en ritstjóri Jónas Jónasson frá Flatey cand. phil. Form blaðsins er hið myndarlegasta. Einnig er vonandi að stefna þess verði sú að berjast fyrir þvi, að heiðursmerki verði þeim veitt, sem bjarga mönnum úr sjávarháska og slík verk verði melin að verðugleikum. Útlendingar senda hingað gjafir og heiðursmerki þegar við hjálpum þeirra mönnum, en hið íslenska ríki lætur slanda á sér. Um það mál hefi eg skrifað í Ægir og önnur blöð, en þar sem nýir vendir sópa best, gæti svo farið, að þetta mál fengi áheyrn. Ægir óskar liinu ngslofnaða fgrsia sjómannablaði góðs gengis. Ritstjóra og útgefendum vil eg gefa gott ráð, sem vel getur heppnast, þótt örðugt sé í því landi, þar sem alt er nefnt pólitík; það er pólitík að kaupa matvæli í einhverri sérstakri búð, pólitík að riða út með einhverjum sérstökum manni, pólitík að reykja sérstaka tegund tóbaks og yfir höfuð alt er pólitík, en það er hægt að rita svo í blöð, að eng- inn keimur af pólitík sje i skrifum; fylgið þið þeirri braut, þá verður blað ykkar vinsælt. Að lokum vik eg orðum mínum lil Ríkisskipaskoðunar og spyr framkvæmda- menn hennar: Er ekki auðið að láta smiða slár til þess að leggja yfir lúkur á mótorbátum sem haldi þeim föstum þótt sjór ríði yfir bát og til þess ekki sé hægt að afsaka sig með, að þær týn- ist, er þá ekki auðið að festa járnlykkjur framan á mótorhúsið þannig lagaðar, að slinga mætti gegnum þær slánum og þær þar geymdar, þurfi ekki að nota þær? Er ekki kominn tími til að hætta að negla þær þegar hvessir, eða að grobba af að hafa lausar lúkur í stormi, á hafi úti. Háseta vil eg minna á, að þeir eru meiri menn þegar þeir gefa upp nafn þess skipstjóra, sem lætur sig muna um að strengja linur milli vanta og fram að stefni þegar menn eru að vinna á þilfari, til þess að gefa hásetum og öðrum færi á að grípa i eitthvað þegar bátur tekur sjó. Nöfn slíkra yfirmanna!! á að skrá- seta öðrum að varnaði og yfirleitt nöfn allra þeirra sem leyfa sér að stofna í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.