Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 12
ÆGIR 32 Línuveiðaskip greiði sama gjald og mót- orbátar. Togarar, skip Eimskipafélagsins og ríkis- sjóðs, svo og innlend vöruflutningsskip greiði einnig björgunarsjóðsgjald, og skal nánara kveðið á um þessi gjöld þeirra í reglugerð, er stjórn Björgunarsjóðsins sem- ur en Stjórnarráðið staðfestir. Aurabaukar skulu og settir í alla fiski- báta landsins, öll farþegaskip og flutninga- skip þau, er náð verður til. Fyrst um sinn og þar til fullkomin björgunarskip verða bygð, ætlast nefndin til, að skipinu »Þór« frá Vestmannaeyjum og vitamálaskipinu »Hermóði« verði falin björgunarstarfsemi fyrir Suðurlandi á vetr- arvertíðum og skal skipið útbúið eftir föngum til björgunarstarfanna, svo og einu skipi fyrir Hornafirði og syðri Austfjörð- unum. Þór annist Vestmannaeyjar ásamt veiði- stöðvunum austanfjalls, samhliða land- helgisgæzlunni, eins og undanfarið, en Hermóður hafi svæðið við sunnanverðan Faxaflóa og að Krísuvíkurbergi, svo og við Snæfellsnes. Hinu nýja landhelgisvarðskipi skal og falin björgunarstarfsemi, jafnframt land- helgisgæslunni, en vér teljum ekki unt að ákveða staðbundið björgunarsvæði handa því skipi. Ennfremur sé Þór falið björg- unarstarf frá ísafjarðardjúpi fyrst um sinn / frá 1. okt. til 31. desember samhliða land- helgisgæzlu þar. Forstaða björgunarmálanna sé fyrst um sinn falin þessum mönnum: Forseta Fiski- félagsins, yfir-skipaskoðunarmanni ríkisins og forstjóra Samábyrgðar ísl. á fiskiskip- um. Um skipasmiðar og kaup erlendra skipa. Nefndin leggur eindregið til að selt séu lagaákvæði um að skip, er innlendir menn eða félög kaupa, og sem ætluð eru til flutninga umhverfis ísland eða frá landinu, skuli eigi lakar smíðuð en flokkunarreglur alment ákveða, sé skipið af þeirri stærð, að það sé flokkað. Einnig gerir nefndin að tillögu sinni, að bannað sé að kaupa frá útlöndum eldri skip en 21 árs. Þó skal jafnan fylgja vottorð flokkunarfélags eða ríkisskoðunar- manns þaðan, sem skipið er keypt, um að það sé traust og vel útbúið. Nefndin er sammála aðalfundar-nefnd- inni um að settar verði lögboðnar reglur um skipasmíði innanlands, líkt og tíðkast á Norðurlöndnm. Þá gerir nefndin það að tillögu sinni, að inn í tilskipun um öryggi báta og skipa sé bætt ákvæði um að öllum skip- um minni en 90 smálestir sé gert að skyldu, að hafa rekakkeri meðferðis í hverri sjóferð. Ákvæðin um skipabyggingar og skipa- kaup frá útlöndum eru svo rækilega skýrð í áliti aðalfundar-nefndarinnar, að eigi er ástæða til að bæta þar miklu við. Það er alkunnugt, að skip þau er ís- lendingar hafa látið smíða erlendis, hafa verið misjöfn að smíði og öllum frágangi. Þeir hafa orðið að kosta eftirlitsmann af sinni hálfu við smíðið, og þó einatt átt í þrefi við skipasmiði um að samnings- ákvæðum yrði fylgt, og smíðin oft ver af hendi leyst en áskilið var. Sjálfsagt er því að lögbjóða, að öll þessi skip hlýti þeim reglum, er flokkunarreglur tiltaka, séu þau flokkuð, en annars háð eftirliti rikisskoð- unarmanna. Þá er það eigi síður kunnugt hvílíkt tjón menn hafa þrásinnis bakað sjálfum sér og þjóðinni yfir höfuð með því, að kaupa í blindni gömul skip og slitin frá útlöndum. Er brýn nauðsyn til að taka þar rækilega í taumana til að firra menn fjártjóni og minka slysahættu þá, sem stafar af slíkum skipum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.