Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.1926, Blaðsíða 25
ÆGIR 45 Skýrsla. Eítir beiðni, herra erindreka Páls Hall- dórssonar, Svalbarðseyri. Tók ég að mér að kalda mótornámskeið á Akuieyri frá 10. degi nóvembermánaðar til 16. janúar. í þvi skyni komum við saman á Akureyri 9. nóvember s. 1. ár, og voru þá 16 nem- endur, sem hug höfðu á að njóta tilsagnar við námskeiðið, komnir á vettvang. í*ann dag noluðum við erindrekinn sem best máttum til að fá húsnæði fyrir nám- skeiö og fleira. Til verklegra æfinga feng- um við hús, bja verslun Snorra Jonssonar, en til bókiegrar kenslu, fengum við eina kenslustofu Gagnfræðaskólans, fyrir góð- vild og alorku skólameistarans Sigurðar Guðmundssonar. Mér til aðstoðar við kenslu í stærðfræði og íslensku, útvegaði skólameistari mér, cand. theol. Pál Þor- leifsson. Pann 10. nóvember var síðan námskeiðið sett og voru nemendur þá alls 19 að tölu. Skömmu eftir miöjan desem- ber kom sá tuttugasti, og va^ konum veilt- ur aðgangur, sökum þess að hann hafði um nokkurra ára skeið verið vélamaður á mótorbátum, og var kunnur erindreka að dugnaði á því sviði. Til verklegra æfinga haföi ég tvo tólf hesta mótora, annar þeirra tvígengismótor (H. M. G. semídiesil) og hinn fjórgengis Hein-mótor. Til verklegra æfinga fóru til jaínaðar sex stundir á dag, og var nem- endunum skift í tvær deildir, og kent frá níu til tólf fyrir hádegi, og eitt til íjögur eftir hádegi. Hvorutveggja vélarnar voru bátamótorar, með öllu tilheyrandi. Sömu- leiðis höfðum við til áfnota skrúfstikki, og nokkur nauðsynlegustu verkfæri, svo sem sköfur, þjalir, lóðningaáhöld og fl., sem venja er að fylgji stærri vélum. Nemendur voru æfðir í að skafa legur, laga þær ef með þurfti, og fella þær saman svo vel færi. Einnig var þeim kent að slípa öxla, ef þeir höfðu mætt harðhnjaski eða riðgað. Nemendur voru látnir setja vélarnar niður. og gera við allar minni- háttar bilanir og slit, sem á voru, slípa inn ventla, afbrenua eirrör, smíða pakn- ingar, tinkveikja og harðlóða, o. s. frv. Yfir höfuð var áhersla á lögð að .gera nemendurna glöggskygna á hverskonar galla, sem á vélum geta orðið, og jafnframt kendar nauðsynlegustu ráðstafanir til að vinns bót á þeim, og halda vélum í góðu og öruggu ástandi. Sömuleiðis fengu svein- ar æfingu í að taka vélar í sundur, og setja aftur saman rélt og ábyggilega, og var það mjög fyrir þeim brýnt hve mikils þar væri um vert, og einnig þá bent á, hvað það væri sem mönnum sérstaklega hælti til að vanrækja. Einnig voru þeir látnir laga og finna galla, sem orsakast af sliti, ofmikilli keirslu og illri meðferð, og yfirleilf ýmiskonar gangtruflanir sem fyrir geta komið við vélagæslu. Yfyrleitt var í hvívetna áhersla á það lögð, að nemendur skildu byggingu og gang vélanna, svo ljóslega að þeir sjálfir mættu finna og ráða bót á alskonar göll- um og misbrestum, sem á kynnu að verða. Til þess kom bókleg fræðsla að góðu liði. Var það fljótt auðséð, hve mikil stoð hún var þeim. Fyrirlestra um alt sem lítur að smiði, hirðingu og stjórn véla, flutti ég og skrif- uðu nemendur hjá sér það helsta úr þeim, og voru þeir svo látnir endursegja þá siðar. Heimaslíla og smá ritgerðir voru nemendur einnig látnir gera, um standsetn- ing, gangsetning hirðing og bygging véla o. fl. í íslensku var stund á lögð, að nem- endur lærðu rétta stafsetningu, og yrðu færir um að semja ritgerðir um létt efni. í reikningi var aðal áhersla lögð á almenn brot og tugabrot. Eðlisfræði sú sem notuð var við kenslu er eftir Valdimar Valveson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.