Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ISLANDS. 19. árg. Rannsóknirnar á Dönu hér við land í sumar. Eins og kunnugt er, var Dana hjer við rannsóknir í suraar og er það í þriðja skift- ið, sem hún hefir komið hingað: Fyrst kom hún hingað 1924 og var hér nærri 2 mánuði, eins og skýrt var frá í 9. tbl. Ægis 1924. Svo kom hún hjer við í ágúst í fyrra, á heimleið frá Grænlandi, eins og eg gat um i 8. tbl. Ægis 1925, en hafði stutta viðstöðu* 1). Nú var hún hér aftur til lengri dvalar, því að hún kom hér undir land (að Ingólfshöfða) 10. júní og var hér til 2. á- gúst. Það stóð til, að Dr. Johs Schmidt (sem nú er orðinn prófessor) veitti rann- sóknunum forstöðu, eins og áður, en hann kom ekki heim úr Nýja-Sjálands för sinni fyrri en í júnilok og hætti þá við að koma hingað, og var því mag. Vedel Táning aðal-rannsóknarforinginn og síðar bættist mag. P. Jespersen við og stjórnaði hann síldarrannsóknunum. Til aðstoðar við fiskirannsóknirnar var íslenzkur náttúru- fræðisnemi, Árni Friðriksson, stud mag. °g um sjórannsóknirnar sá danskur stú- dent, Thomsen að nafni. Frá Ingólfshöfða hélt skipið austur og norður um land, alla leið til Reykjavikur °g kom þangað 17. júní. Á þeirri leið voru 1) Prentvilla hefir slæðst inn í þá grein i 21. 1. a. o. i 2. dálki, á 140 bls.: mest i stað minst. Nr. 8. gerðar jöfnum höndum sjó- og sviflifs- rannsóknir og leitað að fiskaseiðum og eggjum. Hafði eg í bréfi um vorið skýrt mag. Táning frá ýmsum þeim fyrirbrigð- um í fiskalífi hér við N- og A-ströndina, síðastliðinn vetur, sem virtust benda á meiri sjávarhita, en vant hefur verið, svo sem þorsk með miklum hrognum við Grímsey í apríl, og beðið hann að leita vel að svífandi þorskeggjum og seiðum fyrir NA-landi, ef svo hefði verið, að þorskur hefði hrygnt þar og egg og seiði svo borist austur með. Þetta var gert, en engin egg né seiði af þessu tægi fundust fyrir austur- og norðurströndinni fyrri en á Skagagrunni; þar fengust 3 fyrstu þorsk- seiðin, 11—12 mm löng (15. júní). Getur því ekki hafa verið um neina verulega hrygningu þorsks að ræða við Norðurland, því að annars hefði seiðanna hlotið að verða vart við NA- og A-ströndina. Eftir því sem vestar og sunnar kom, fjölgaði seiðum þorsks og annara fiska, er hrygna aðeins i hlýja sjónum við S- og V-ströndina. T. d. fengust 555 þorskseiði í einum drætti i sílaháfinn við Horn og 5295 við Látrabjarg. Seiði þessi voru 5—20 mm löng (hin smæstu nýklak- in) og sýna þessar tölur, hve mikil er mergð þeirra í sjónum (enda þótt straum- arnir í Látraröst hafi ef til vill þjappað þeim saman þar á blettum), því að háfur- inn er aðeins 2 m á vídd og dreginn 15 mínútur í einu. Þegar lengra kom suður fækkaði þorskseiðunum aftur. Annars var, eins og vant er á þessum slóðum, margt Reykjavik, Ágúst 1926.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.