Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 26
166 ÆGIR heimilum. Það verkar á börnin og þeirra framtíð miklu meir en menn alment gera sjer ljóst, þegar faðirinn, sem vann fyrir þeim og ætlaði að reyna að gjöra þau að mönnum, í'ellur frá. Formaður veðurstofunnar, hr. Þorkell Þorkelsson, hefur í huga að koma upp á næstunni, merkjum í veiðistöðum sunnan- lands, sem eiga að benda á, að stórviðri sje í vændum. Verða þau að líkindum þannig, að keilur eða kúlur eru dregnar á stönd að degi til, en ljós sýnd í dimmu. Veður- breytingar eru snöggar á íslandi, og vel getur svo farið, að merki verði sýnd og ekkert verði úr veðri, en slíkt má ekki fæla menn frá að fara eftir þeim aðvörunum, sein veðurstofan sendir út. Þegar merkin eru dregin upp, mun varla fara hjá því, að formenn tali saman og þar komi fleiri til skjalanna að tala um útlit en meðan hver potar sjer, fer þegar honum líst á sjó og ráðgast ekki um við neinn; er slík sam- vinna ávalt kostur og getur stundum af- stýrt slysum. Eitt má ávalt reiða sig á, og það er: þegar Veðurstofan hefur spáð stormi og merki koma upp, þá er stormur i nánd. Loftstraumar geta gjört það að verkum, að hann nær ekki þangað, sem alt benti á, að hann mundi ná, en það er ekki Veðurstofunni að kenna. Sunnlend- ingar kannast við, að norðanrok getur ver- ið í Reykjavik og öllum Faxaflóa en á Hafn- arfirði út að Hliðsnesi er sunnankaldi; en svo getur hann einnig runnið þar heim, og orðið hvass á norðan. Það má telja vist, að merki þessi, sem áður eru nefnd, munu verða fiskimönnum til hins mesta gangs og afstýra slysum er tímar líða og menn venjast þeim. Að líkindum verða stormmerki gefin i helstu veiðistöðum Sunnanlands þegar á næstu vertið, en þau verða bráðabirgðar- merki, sein ættu þó að koma að miklum notuni og verða undirbúningur til frekari aðgjörða. 20. ágúst 1926. Sveinbjörn Egilsson. Eldingu lýstur niður á togara. Undarlegur atburður skeði á togaran- um „Búrgermeister Stammann" eign út- gerðarfélagsins „Cuxhavener Hochseefis- cherei“ í vetur. 8. jan. s. 1. var skipið á veiðum norðarlega í Norðursjónum. Skall þá á þrumuveður og laust eldingu niður í framsigluna, mölbraut siglutoppinn svo brotin féllu niður á þilfarið. Stefna skips- ins var S.t.V. þegar eldingunni laust niður snjerust kompásnálarnar bæði á stýris- og miðunarkompásnum frá S.t.V. til V.t.S. og stóðu þar kyrrar, hvernig sem skipinu var snúið. Skipstjóri og stýrimenn skipsins stóðu agndofa yfir þessu fyrirbrigði. Þeir leituðu allra bragða, en það kom fyrir ekki. Kompásarnir stóðu kyrrir á V.t.S. Nú voru góð ráð dýr, því kompáslaust skip er jafn nauðulega statt liti á reginhafi og blindur maður maður í eyðimörku. Að lokum tóku þeir það ráð að flytja stýriskompásinn aft- ur i káetuna; þá loks tók hann sönsum, sýndi þó 4—5 stryka ,,deviation“ til vest- urs. Skipstjórnin var eðlilega bæði óþægileg og ónákvæm, því að kalla varð stefnuna frá káetunni fram í stjórnpall. Eigi var hægt að framkvæma stjörnuathuganir vegna dimmviðris, en dýpið var stikað iðu- lega og var góður styrkur að því. Skipið fiskaði nokkra daga með kompásinn í káet- unni og með ýtrustu aðgætni og árvekni af hálfu yfirmanna þess, náði það höfn heilu og höldnu með allgóðan afla. Eiga yfir- menn skipsins lof skilið fyrir frammistöð- una. Maður sá í Cuxhaven, sem annast leið- réttingu kompása, kvað þetta vera eins- dæmi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.