Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 11
ÆGIR 151 við land til 2. ágúst. Kl. 7—9 að kveldi þess dags var síðasta stöðin tekin i Seyðisfjarð- ar-flóa og að því búnu tók skipið á rás til Norðfjarðar, svo að eg náði þar réttt hátt- um, því að þar ætlað eg að dvelja þar til „Esja“ færi suður um. Eg var sóttur um borð og var ekki fyr kominn niður i bát- inn sem sótti mig, en „Dana“ var snúin á leið til Færeyja, því að þar átti hún að verða nokkura daga við rannsóknir og þó vera komin heim til Hafnar 15. ágúst. Eg hefði gjarnan viljað, að skipið hefði mátt vera hér lengur, því að nóg var verk- efnið og mikið um síld við Austurland. En fé var ekki meira til útgjalda skipsins. Vísindamennirnir hefðu sennilega líka gjarnan viljað vera lengur, enda þótt þeir væru búnir að hafa langa og allstranga úti- vist, frá því snemma í mai. Þeir lágu ekki á liði sinu, fremur en skipstjóri og skips- höfn, og sannarlega munu það gleðja alla, sem unna fiskirannsóknum hér við land, að fá að sjá þá — og prófessor Johs Schmidt — aftur sem fyrst. Nóg er að gera. A Norðfirði dvaldi eg nærri 9 daga, hjá Konráði kaupmanni Hjálmarssyni, i góðu yfirlæti, og hafði gott tækifæri til að athuga fisk af ýmsu tagi, afla af mótorbátum af djúpmiðum af opnum bátum af grunnmið- um og síld úr lagnetum úr firðinum og síld veidda í snyrpinót á Þistilfirði, Bakkaflóa og út af Dalatanga. — Síld hafði verið all- an júlímánuð beggjamegin Langaness og í firðina lengra suður gekk síld i miðjum júli, eða jafnvel fyr, t. d. í Reyðarfjörð og mest var af henni þar og í Mjóafirði og daglega óð hún uppi þessa dagana í stórum torfum úti í flóanum milli Dalatanga og Barðsneshorns. Sildin, sem eg skoðaði þar og í Mjóafirði og Bakkaflóa, var af saina tægi og síldin við Norðurland; síldin sem veiddist í lagnett í Norðfirði, var blend- ingur af millisíld og stórri vorgotinni sitd; síldin, sem veiddist út af Dala- tanga (10. ágúst), var bæði millisíld, vorgotin síld og nýgotin blóðsíld (sum- argotin) og síldin, sem kom í Reyðar- fjörð fyrri hluta júlí, hafði verið full af hrognum og sviljum, sem runnu frá henni, svo að hún hefir verið alveg komin að got- um og hefir annaðhvort gotið þar nær- lendis og sjórinn þar verið nógu hlýr i þetta sinn eða, sem eg gæti fremur trúað, farið suður fyrir Hornin til þess að gjóta (í hlýja sjónum þar). Styður þetta þann grun minn, að sumar-gotsíldin gjóti með allri suðurströnd landsins. Síldin, sem veiddist á Eskifirði 9.—10. ág. var blönduð, eins og Dalatanga-síldin. Eg sá hana í tunn- um þegar ég fór þar um og blóðsíldin var fremur mögur, miklu magrari en hin. Öll var Austfjarða-sildin átulítil. Um fæðu þorsks má geta þess, að í stór- þorski, sem veiddist á mótorbát úr Norðfirði á „Gullkistu" (ca. 40 sjóm. ANA. af Dala- tanga) var mikið af hálfmeltri hafsíld, en í þorski, sem var veiddur á ýmsum öðrum miðum þar, eins og t. d. á Kolmúlagrunni, sást varla síld, enda þótt síld væði þar uppi, en í einum var nýr lundi! f fiskinum, sem veiddist á heimamiðum Norðfjarðar, var eingöngu botnfæða, aðallega trjónukrabbi. Af hvölum sá eg allmargt í sumar; en mest voru það smáhvel i og hvalir, sem ekki eru friðaðir. Fyrir norðan sá eg höfrunga, hnísur og margt af háhyrn- ur á sildarsvæðinu og einstaka hrefnur; en mjög sjaldan sáust stærri reyðarhvalir. Á leiðinni heiin var eg altaf að sjá hnísur öðru hvoru, með allri suðurströndinni, og nokkr- ar háhyrnur. í Hafnasjó voru 1 smáhópar af reyðarhvölum, sem, það best eg gat séð, voru sandreyðar, sem sumir ætla vera katt- hvelið (ekta síldarátu-hvalir) og líkir hval- ir höfðu verið sama dag á grunnmiðum í Grindavík. ísfirðingar sögðu mér í sumar, að stórhveli hefðu sjest með mesta móti í vor úti fyrir Vestfjörðum. Beinhákarl var á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.