Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 16
f 156 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi janúar — júlí 1926. Um mörg undanfarin ár, hafa vetra- mánuðirnir verið ákaflega eftirtekjulitlir fyrir sjómenn í veiðistöðvunum hjer nær- lendis. Þótt menn hafi haft ráðna skips- höfn i Bolungavík, Hnífsdal, Álftafirði, svo og Súgandafirði, þá hefir fyrst og fremst oft og einatt eigi gefið á sjó, nema endrum og eins, og þá oftast sártregur afli. Undantekning frá því var veturinn 1923. Þá fékst i Bolungavik og Hnífsdal góður afli í marsmánuði, en stóð skamma stund. — Menn voru því afhuga vetrarróðrum að miklu leyti, og töldu tímabilið frá nýjári til páska algerlega dauðan tima. En síðastl. vetur hefir kollvarpað þess- ari skoðun, sem betur fer. Á vetravertíðinni í ár aflaðist í Súgandafirði 446 skippund fiskjar i stað 153 skpd. í fyrra; í Bolunga- vík 660 skpd. i ár, en einungis 197 síðastl. ár. I Álftafirði eru og svipuð hlutföll, en í Sljettuhreppi (Aðalvík) var sjór mjög lit- ið stundaður. í vetur voru og lögð upp um 1450 skpd. togarafiskur í Dýrafirði; á Patreksfirði um 1300 skpd. og hjer á ísa- firði um 1200 skpd. togarafiskur. Auk þess fengu og stærri bátarnir hjeðan um 100 skpd. fiskjar, áður en þeir lögðu af stað á vertíðina suður í Faxaflóa. í. 5. tbl. „Ægis“ er að finna skýrslu um aflafeng þeirra þar. Hjer verður, eins og undanfarin ár, vor- aflinn dreginn saman í veiðistöð hverri, og jafnframt getið um tölu fiskveiðiskipa, og stuðst við upplýsingar kunnugra manna um aflabrögðin. Tölurnar í svig- um aftan við aflaupphæðina, merkja vor- aflann 1925. Syðsta útvegsplássið i fjórðungnum, Flatey á Breiðafirði, fellur burtu að þessu sinni. Þar hefir nú engin fleyta verið gerð út á þorskveiðar í ár. Líklega hefir nú hátt upp í öld verið gerð út þilskip úr Flatey, og er því hér um athugavert afturkast að ræða, sem vonandi rætist úr aftur von bráðar. Flatey-ingar voru og um langt skeið at- hafnamenn miklir og forgangsmenn í þeiin efnum, sem öðrum, svo sem alkunn- ugt er, og vert væri að minnast á. Er og nokkuð vikið að því, i hinni fróðlegu grein Arngr. Bjarnarson í apríl-blaði ,,Ægis“. Vikur í Rauðasandshreppi eru næstu verstöðvarnar. Þaðan gengu í vor: Frá Látrum 2 bátar, úr Breiðuvík 1, úr Kolls- vík 10, úr Hænuvík 5, svo og úr Patreks- firði vestanverðum 3 bátar, samt. 21 bát- ar. í fyrra-vor gengu þarna 23 bátar alls. Róðrar hófust um miðjan maí, en fiskur sagður genginn á miðin þarna nokkru fyr. Aflafengur til 10. júlí, um 390 skpd. (430). Aflabrögðin því hlutfallslega betri en s. 1. ár, og mega teljast óvenju góð. Pntreksfjörður. Útvegur þaðan i vor og sumar 5 þilskip, 6 vélbátar (nokkur þeirra á færaveiðum) og um 10 opnir bátar (sum- ir með vél), svo og togarinn „Leiknir". í fyrra var skipatalan: 4 þilskip, 2 vélb. um 15 lesta og 10—12 smáir bátar. Afli frá 1. apríl til 1. júli í ár um 3600 skpd. (1200). Af þvi er togara-aflinn tal- inn uin 1300 skpd. Togaraaflinn á vetrar- vertíð er og' um 1300 skpd. Aflabrögðin eru yfirleitt talinn í allra-besta lagi. Hefir vist aldrei jafn mikill afli fengist frá Patreks- firði. Tálknnfjörður. Þaðan gengu í vor 12 ára- báttar, en 11 voru taldir þar í fyrra. Afla- fengur talinn hinn sami og þá, um 400 skpd., og sagt í besta lagi. Arnarfjörður. Þilskipa-útgerðin frá Bíldudal var stöðvuð fyrst i vor, vegna verslunarhrunsins á Bildudal í vetur. En

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.