Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1926, Blaðsíða 18
1. ár, og má teljast talsvert betri en i með- allagi, en hvergi nærri jafn góður og í veiðistöðvunum hér nærlendis. — Geta má þess, að flestir vélbátanna héðan lögðu eigi á veiðar fyr en eftir miðjan apríl, og sumir eigi fyr en í mai. Álftaförður. í vor gengu þaðan 7 smærri vélbátar og 2 vélb. 30 lesta, svo og gufu- báturinn „Þuríður sundafyllir“. í fyrra gengu þaðan áðurnefndir 7 vélb., og 4 stærri vélbátar. Afli frá april-byrjun til júni-loka 1927 skpd. (1783). Ágætisafli á smærri vélbát- ana, eins og í Bolungav. og Hnífsdal, stærri bátarnir munu hafa aflað svipað og þeir isfirsku. Ögurncs. Þaðan gengu í vor einungis 6 árabátar flest, svo og 4—5 bátar úr Ög- urvík og nágrenninu. í fyrra gengu frá þessum slóðum rúmir 20 bátar. Fiskkaup féllu niður i Ögurnesi um miðja vertíð svo færri bátar stunduðu róðra en ella, og sumir hættu. Róðrar byrjuðu fyrir miðjan apríl. Var þá þegar mokfiski í Mið-Djúpinu, og er það einsdæmi, þvi fiskur hefur eigi geng- ið hér í Djúpið fjrr en i maí og júní. Sami ágætisaflinn hélst alt vorið, en róðrar hættu fyr en áður. Aflafengur á þessum slóðum til júní- loka eru 370 skpd (400). Snæfjallaströnd. Þaðan gengu 10—12 róðrarbátar i vor, og er það svipuð báta- tala og s. 1. ár. Aflafengur frá páskum til júni-loka um og 340 skpd (200). Má það, eins og í Ög- urnesi, teljast ágætis afli. Sléttuhrcppur. Úr Aðalvík gengu i vor alls 11 vélbátar, voru 3 þeirra frá Jóh. J. Eyfirðing & Co. héðan af ísafirði, og að- eins eins 1 árabátur. Ennfremur 4 ára- bátar af Hornströndum og einn vélbátur af Hesteyri. í fyrra gengu úr hreppi þessum 9 vélbátar og 6—7 árabátar alls. Afli frá páskum til 30. júní um 1330 skpd (810). í Aðalvík hafa verið góð afla- ár undanfarið, en vorvertíðin i ár tekur þeim fram. Aflahæsti báturinn (Jón Guðnason), sami og í fyrra, fékk um 55000 kg., ca. 138 skpd. í verkuðum fiski. Á Gjögri var byrjaður góður afli í júni. Þar eru nú mjög fáir bátar. Sömuleiðis hófust róðrar i Steingríms- firði í bvrjun júli, og gott útlit með afla, en skýrslur hefi ég ekki fengið enn þá úr þessum stöðum. Eins og framanskráðar skýrslur og upplýsingar bera með sér, hefir undan- farið vor verið eitthvert bezta aflavor i fjórðungnum yfirleitt. Margir gamlir fiskimenn hér vestra halda því fram, að meira fiskmagn hafi aldrei í þeirra tið í ísafjarðardjúp gengið. Vetraraflinn var og ávalt frá febrúar byrjun mjög góður, þegar til fiskjar var farið, eins og áður er getið. I byrjun april var tekið að róa i Djúpið, en Hklega hefir fiskur þá fyrir alllöngu verið genginn þangað. Þegar venjuleg fiskganga hefir komið i Djúpið áður, hefir jafnframt ávalt fengist gnótt af smásíld í vörpur í Djúp-fjörðunum. Nú fengust um 440 tn. af sild alls, smárri og magurri. Voru þó tvö sildarúrhöld í síld- arleit hér á fjörðunum alt vorið. Á Jón Brynjólfsson önnur sildveiðaáhöldin, og fékk hann nærfelt 300 tn., en Guðjón L. Jónsson hafnsögumaður hin, og fengu hans menn nálægt 150 tn. Síldin veiddist á Isafirði( innra). Hefði fiskverð verið sæmilegt, mundi vertiðin haf orðið ágæt i vor. Nú var verð á blautum fisk með hrygg: stórfiskur 18 aura kg, smáfiskur 14 aura og ýsa, sem reyndar er ekki um að ræða i vor- vertíðinni hér í ár, 10 aura kg. Um hvíta- sunnuleeytið lækkaði þetta verð um 2 aura

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.