Ægir - 01.07.1927, Qupperneq 6
138
ÆGIR
Til minnis.
1 kvintal = 50 kíló í Bilbao, Vigo, San
tander, Cartagena og Malaga
1 kvintal = 40 kiló í Barcelona og Tar-
ragona.
1 kvintal = 60 kíló í Portúgal.
í einum fiskkassa til Havana og Buenos
Ayres eiga að vera 45 kiló en 58 kiló í
sendingum til Bio de Janeiro. 1 engelskt
pund er 0,45 kíló; 1 þýskt pund er 0,5 kíló.
svo sjór eða vatn, sera í skip kynni að
koma, nái honnm síður og skemmi.
Þegar farmrúm er þurt og hreint og
skip á að ferma kaupmannsvöru (Styk-
gods), þá eru undirlög lögð þannig á farm-
rúmsgólf, að þau með millibili liggi þver-
skips, til þess að sjór er í skip kynni að
koma, hafi greiða rás að kjölsvíni og aft-
ur með því að dælunum. Næsta röð und-
irlaga er lögð eftir lengd skipsins, næsta
þverskips og þannig hygt upp, eða gólfin
hækkuð þar til þykt þeirri er náð, sem
hæfileg þykir eða samningar ákveða. Fram
með kjölsvíni og samhliða því eru horð
eða plankabútar lagðir. Nokkuð er það
undir því komið hverrar tegundar farrn-
ur er, hve hátt þarf að raða undirlögum;
ö—7 þumlungar er álitið hæfilegt á miðju
farmrúmsgólfi í járnskipum og 12 þuml-
ungar við helginn; í tréskipum er þetta
haft 2 þumlungum hærra (eða þykkra).
Að þyktin verður að vera meiri við belg
skipsins, stafar af því, að þegar skip hall-
ast á siglingu og sjór er í skipinu, þá nær
hann ekki að renna að dælunum og þá
er hætt við að hann nái til fannsins. Sé
athugunarlaust lcítið í skip, getur sno far-
ið, að ein vörutegund skemmi allan farm-
inn.
Þegar um nefndan l'lutning er að ræða,
verður að vera fyrsta verk stýrimannsins
að fá lista eða skrá yl'ir alt það, er skipið
á að flytja og gera sér ljóst, hvernig hann
geti haganlegast komið vörunum fyrir,
svo þær rúmist sem hest í skipinu og liggi
þannig, að stöðvunin þ. e. þungavaran
komi á botninn, þó ekki til endanna. Gæta
verður þess að brjóta ekki aðrar vörur
meðan þungavaran er látin í skip, t. d.
kassa, hrothættar steypujárnvörur, rúðu-
gler, körfuhrúsa o. s. frv. einnig að láta
ekki saltpoka, sóda eða þesskyns liggja
ofan á járnvörum, eða þurrum vörum,
vefnaðarvöru, pappír o. þ. 1., sem skemst
getur er raki kemst að. Steinolíu, terp-
entínu og allskonar tjöru verður að forð-
ast að hafa nálægt matvælum, því hin
sterka lykt getur eyðilagt þau. Fljótandi
vörur í tunnum má aldrei geyma ofan á
þurrum vörum. Öll merki á sendingum
eiga að snúa upp í farmrúmi. Sömuleiðis
er tunnum raðað svo, að spons snúi upp.
Finnist ekki til sponsins, segja naglar á
gjörðum til hvað upp á að snúa.
Þegar kol á að flyta á skipi, er öllum
við (undirlögum) staflað upp fremst og
aftast í farmrúmum og geymd þar til
næstu farmar verði þesskyns, að undirlög
þurfi. Frá tunnum verður að ganga þann-
ig í farmrúmum, að öll spons snúi upp,
að bumhan snerti ekki farmrúmsgólf eða
tunnur er undir lcunna að vera, en til
þess verður að lilaða smákubbum undir
tunnuendana. Þar sem oflítið rúm er fyrir
tunnu er þeim hefir verið raðað þvert og
endilangt, verður að fylla upp með spít-
um eða einhverju slíku, til þess að skorða
tunnuraðir sem hest. Undirlög undir tunn-
ur eins og áður umgetur, eru ekki höfð,
en þær eiga að snúa fram og aftur i
farmrúmnm og bumban má hvergi koma
við. Gjarðir á tunnum heita: Endagjörð,
hálsgjörð og búkgjörð.
Síldartunnur, steinolíuföt, tjörutunnur
og víntunnur. Byrjað er á að raða tunn-