Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1927, Síða 7

Ægir - 01.07.1927, Síða 7
ÆGIR 139 um samsíða kjölsvíni og gæta þess vel, að tunnulögg snerti ekki eða hvíli á botni á næstu tunnum. Sé ekki auðið að koma þeim svo fyrir, að lögg sé við lögg, verð- ur að láta spítur milli botna. Næsta tunnu- röð verður eftir endilöngu farmrúmi, við hlið hinna fyrstu o. s. frv. Að bumban sé á lofti er áriðandi til þess að forðast leka. Þegar fyrsta botnlagi er raðað og allar holur, sem kunna að vera eru fyltar með spítum, þá er byrjað á öðru lagi eða röð, sem staflað er ofan á hið fyrsta. Er því raðað þannig, að laggir tunnanna, séu þar sem sponsin eru á næstu röð fyrir neð- an; hvílir þá hver tunna í efri röðinni á fjórum tunnum. Spítur verður að hafa milli tunnanna og lyfta endum upp, svo humban sé ávalt og hvervetna á lofti. Hættulaust er álitið, að raðir séu sex, hver upp af annari, af fullum tunnum, er inni- halda sild, steinoliu, tjöru og vín, eður annan vökva, sem fluttur er í tunnum af líkri stærð. Mjöl- og korntunnur og ílát af líkri stærð, er innihalda léttar vörur, er óhætt að hafa í átta röðum hver upp af annari. Um flutning sprengiefna vísast til 10., 11. og 12. gr. í „Tilskipun um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra“, 1922. 1‘ar eð töluverður vöruflutningur á mótorbát- um er hér hafna milli, pykir rétt að drepa á betta hér og um leið minna á, að sé farmur pess- kyns að skipstjórar eða stýrimenn hafi eigi flutt hann fyr og virðist athugaverður, að þeir ])á leiti sér allra upplýsinga, sein fáanlegar eru og álíti sig ekki minni menn vegna ]>ess. Sendandi ætlast til, að farmur komist óskemdur til móttakanda, uann ætlast til hins satna og yfirmenn flutnings- skipsins komast lijá óþægindum ])egar þeir skila farminum i góðu lagi. Vörutegundir sem skip flytja, eru svo mismunandi og margskonar, að ógern- iugur er að fara út í það, en geta má þess, að reglur eru um, hvernig beri að flytja t. d. laust korn og búa um svo hvergi haggist. Kunnáttu og æfingu verð- ur stýrimáður sá að hafa eigi litla, sem tekur við timburfarmi i sltip, kemur hon- um laglega fyrir og dregur ekki af hagn- aði skipseiganda eða kaupanda með hol- um hér og þar, en slíkt er ekki hægt að nema af bók. Sameiginlegt fyrir alla er taka að sér vöruflutning, hvort heldur á 10 þúsund tonna skipi, eða 10 tonna bát, er hrein- læti og gera sitt ítrasta til, að skila vör um í því ásigkomulagi er þær voru, þeg- ar móti þeim var tekið i skip. Sé um saltflutnincj að ræða, verður að gæta þess, að rgð komist hvergi að þvi. Sé um saltflutning milli landa að ræða, er reglan að tvíkalka farmrúm og vefja stoð- ir og styttur með mottum. Sé um kolakauj) til skijjs að ræða, þá látið ekki hjá liða að hafa mann frá skip- inu til að skrifa upp það, sem þvi er sett og gerið gkkar til þess, að skipið fái það, sem þvi ber og greitt er fyrir. 2. júlí 1927. Svbj. Egilson. Tilkynning til Fiskifélagsdeilda. Samkvæmt 17. gr. c. í lögum Fiskifé- lags íslands ber deildum félagsins: Að gefa stjórn Fiskifélagsins árlega skýrslu um starf sitt og þær breytingar, er verða á stjórn, félagatölu og lögum deildar- telagsins“. Mjög margar deildir úti um landið vanrækja þetta tilfinnanlega, og á því félagið verra með að fylgjast með i þörf- um og áhugamálum hinna einstöku deilda, en annars væri, auk þess sem Fiskifé- laginu er ókunnugt um hvort allar þær deildir eru enn þá við líði og starf-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.