Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1927, Qupperneq 14

Ægir - 01.07.1927, Qupperneq 14
146 ÆGIR Mesta deyl'ð var yfir markaðnum allan mánuðinn og mun mega fullyrða, að tals- vert af því, sem hér er talið selt, hafi legið í geymsluhúsum hjá smásölum, eða m. ö. o. að neyslan hafi ekki verið eins mikil og umsetning heildsalanna. fíilbao: Birgðirnar voru taldar þar i apríllok kringum 1100 smál. eins og segir í síðustu skýrslu minni. Innflutningur í maimánuði hefir samkv. skýrslum ræðis- mannsins numið kringum 3150 smál. alls. Þar af hefir komið beint frá íslandi eða yfir Hamborg eitthvað kringum 2200 smál. Ennfremur kom nokkuð frá Færeyjum og frá Englandi, og frá Noregi kom af nýj- um l'iski eitthvað milli 200 og 300 smál. Birgðirnar í mánaðarlokin eru taldar hafa verið ca 1750 smál. Samkv. þessu hefir neyslan eða salan í maímánuði hafa átt að nema kringum 2500 smál. og er það talsvert meira en ég hafði talið líklegt að rétt geti verið, eftir þeim fréttum, sem hingað hafa komið um söluna í Bilbao. Verðið hélst nokkurnveginn óbreytt fram eftir mánuðinum, i kringum 60—65 pes. pr. 50 kg. fyrir nr. 1 Faxaflóafisk (28—32 sporðar), alt eftir því hvort mik- ið var keypt í einu. Seinni part mánaðar- ins fór nýi fiskurinn að koma á markað- inn, þó lílið væri, nokkuð af íslenskum og nokkuð af færeyskum og norskum. Var nýi íslenski fiskurinn seldur á ca 64—68 pes., norskur kringum 65, en færeyskur á ca 70—74 pes. Jafnframt varð vitanlega erfiðari salan á gamla fiskinum og var hann um mánaðarlokin seldur á ca 60 pes. Yfirleitt er það um markaðinn að segja á báðum þessum stöðum, hæði Barcelona og' Bilbao, að afardauft hefir verið yfir honum og innflytjendurnir liafa verið mjög tregir á að ákveða sig til að kaupa af nýju l'ramleiðslunni. Nokkuð stafaði það, eins og vant er, af því að menn ótt- uðust, að fyrningar mundu verða miklar af fyrra árs fiski og að hann mundi flækj- ast fyrir og draga niður verðið á nýja fiskinum. Þessi ótti hefir heldur ekki reynst ástæðulaus, sérstaklega vegna þess, hvað nýi fiskurinn hefir orðið snemma húinn í ár, svo að fyrir það hefir dagað uppi meira af gamla fiskinum hér á markaðnum, en annars hefði mátt húast við. Af þessum ca 1300 smál., sem hér voru í Barcelona í maílok, er á að giska ca 9—4000 smál. gamall fiskur og af þeiin ca 1750 smál,. sem talið er að ver- ið hafi á sama tíma í Bilbao, mun mest- alt hafa verið gamall fiskur, eða a. m. k. eitthvað kringum 13—1400 smál. Nokkuð af þessuin gamla fiski i Bilbao mun hafa verið skemdur, þ. e. jarðsleginn og því seldur fyrir afarlágt verð og bætir það ekki um. Hér i Barcelona hafa það aftur á móti verið mikið til góðar tegundir, sem legið hafa fyrir af gömlnm fiski og fyllilega útgengileg vera, ef markaðurinn hefði ekki að öðru leyti verið svona dauf- ur, eins og raun hefir á orðið. Valencia: Áætlað er að birgðir hafi ver- ið þar í maílok kringum 1500 smál. og líkl. þó vel það, aðallega af fyrra árs egta Labrador og frakkneskum fiski. Eru þetta afarmiklar birgðir af fyrningum, þegar þess er gætt, að ársinnflutningurinn þang- að er ekki meiri að jafnaði en uppundir 7000 sinál. Verðið var kringum 50 pes. pr. 50 kg. Genova: Innflutningurinn þangað var mjög lítill allan maimánuð og kom þang- að ekkert af íslenskum fiski og aðeins smásendingar frá öðrum löndum, Eng- landi, Frakklandi o. fl. En auk þess var um mánaðamótin von á farmi af norsk- um fiski, kringum 150 smál. af þurkuð- um og pressuðum fiski og votfiski og er það nýlunda þar á markaðnum. Salan var afardauf allan mánuðinn, en

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.