Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1927, Síða 18

Ægir - 01.07.1927, Síða 18
150 ÆGIR Fiskiveiðar Norðmanna. Vorvertíðin endaði á Finnmörk hinn 22. júní og mátti heita rýr, en afli þó meiri en árin 1916—1923 og 1905 og 1906. Þó svo væri talið, að vertíðin væri á enda, héldu margir áfrain veiðum frá Vardö og Vestur-Finnmörk með góðum árangri, og eru um 2000 bátar, sem halda áfram veiðiskap fram eftir sumrinu. Afli alls á vorvertíðinni á Finnmörk er talinn 36.529.243 kilo af þorskfiski, eða Al'Iinn alls í Noregi 1927 Talið í miljónum . . 66.8 Þar af hert ...... 27.7 — - saltað ...... 36.7 Gufubr. Ivsi, hektol. 71.997 Lifur — — 8.072 Hrogn — — 67.904 13.529.350 stykki, af því er hert 7.918.330 stykki og saltað 4..883.520 stykki. Gufubrætt meðalalýsi hefir orðið 10.793 hektol. og auk þess lifur til ann- ara tegunda lýsis 2720 hektol. Árið 1926 var al'Iinn 37.942.000 stykki og 1925 24.715.000 stykki. Fiskverð var mjög lágt í byrjun vertíðar, en hækkaði er áleið og komst upp í 10 aura kilóið. 1926 1925 1924 80.1 60.1 69.9 41.8 23.0 31.4 43.7 34.6 36.0 120.954 94.453 115.286 17.071 11.232 19.976 67.577 57.627 53.042 (Fiskeren). Matvæli á hinum stóru farþegaskipum. Þegar farþegaskip af líkri stærð og „Franconia“ og „Carinthia“, sein hingað hafa komið, leggja á stað í ferðir, þá veit britinn ekki fyrirfram er hann kaupir mat- væli til ferðarinnar, hversu margir farþeg- ar verði á skipinu, en hvernig sem á stend- ur, verða þau að hafa nóg, af bestu tegund og alt til reiðu, sem hin fullkomnustu hótel á landi geta framreitt. Það sem tekið er til einnar ferðar af þvi nauðsynlegasta er: 110.000 pund af allskonar kjöti, auk þess 15.000 pund af fiski, 6.000 pund af reyktu fleski, 1800 pund af söltuðu fleski, 4.800 fuglar og hérar. Um 13.000 pund af smjöri, 2.500 pund af osti, um 50.000 egg. Svo er mjólk, hveiti, grænmeti og sykur eftir því. — 20 smálestir af is er venjulegt að taka. Allskonar ávextir bæði nýir, þurkaðir og í dósum eru teknir svo, að enginn þurð geti orðið, hversu margir sem farþegar eru. Allskonar áfengi, dýr vín og likörar eru á boðstólum. 24.000 flöskur af gosdrykkj- uni eru teknar til ferðar, 15.000 flöskur af öli og porter og 9000 pottar af lageröli. Svo koma vindlar, vindlingar og reyktóbak af allskonar tegundum og gæðum. Öllum þessum kynstrum er þó ekki eitt á einni ferð, en almennt er reiknað, að 75% sé framreitt og á borð borið, en þó fer það eftir farþegafjölda. Á skipunum eru brauðgjörðahús og þar bakað alt brauð og allskonar kökur, sem að gæðum gefa ekki eftir því albesta, sem á landi fæst. S. E.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.