Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1927, Síða 19

Ægir - 01.07.1927, Síða 19
ÆGI R 151 Júbileum. Þar sem svo margir júbilera um þess- ar niundir, og blöðin skýra frá hverjir það séu og hvað framfari, Iangar mig að vera með og júbilera líka. 10, 25, 40 og 50 ára stúdentar hafa komið saman, glatt sig og minst burfararprófanna úr Latínu- skólanum. Þetta mitt júbileum á ekkert skylt við próf, heldur afleiðingar þess, því 1. júlí 1902 var ég í Kaupmannahöfn, skráður stýrimaður á norskri skonnert- brig, sem hét ,,Felix“ og var frá Sande- fjord; skipstjóri hét L. Hinn 27. júní var svo umsamið, að ég réðist á þetta skip, af þeirri ástæðu, að ekki var nokkurn mann með norsku prófi að finna í borginni. Ivl. tí f. h. hinn 28. átti ég að rnæta til vinnu og fiutti ég því alfarið út á skip kveldinu áður, fékk þar lítið herbergi út af fyrir mig, sæmi- lega rúmgott, grænt að lit, hvar sem á var litið og eftir því, sem ég kynntist bet- ur skipstjóra grunaði mig að „Felix“ hefði einhverntíma verið grænn að lit og leifum klínt á stýrimannsherbergið; hvað sem öðru Iíður, þá var liturinn sterkur, en sjálfur „Felix“ var gulur. Skipstjóri sagði mér, að hið fyrsta, sem ég ætti að gera væri að slá undir seglum, sem öll voru undir þiljum. Timburfarm hafði skipið l'lutt til Kaupmannahafnar og var nú tómt. Hásetar voru 4, einn matsveinn og við skipstjóri, alls 7 menn. Kjölfesta var síð- an tekin; var það sandur. Allan daginn hinn 28. júní vorum við að binda segl við rár og stög. Fyrsti mið- degisverður sem ég fékk á skipinu, voru pönnukökur og grautur, næsta dag lumm- ur og einhver súpa, þriðja daginn eða 30. júní, aftur pönnukökur og grautur. Við skipstjórinn borðuðum saman í káetu og er hingað var komið, spurði ég hvort þetta ætti að vera framtiðarfæði, þvi væri svo, skyldi hann greiða mér þriggja daga kaup um kveldið og gætum við svo skilið með vináttu, þar sein ég ekki enn hefði skrif- að undir samninga hjá norska ræðismann- inum. Þá tók skipstjóri að Iýsa fyrir mér örð- ugleikum sínum; hann var eigandinn, fraktir slæmar og svo tók hann að pré- dika og endaði með þvi, að stinga upp á því, að við syngjum sálm. Því þverneitaði ég, svar vildi ég fá, hvort nokkur von væri á kjötbita við og við á leiðinni til Finn- lands, því til Kotka var ferðinni heitið. Endaði máltíðin svo, að hann lofaði að kaupa kjöt og saltfisk, en er við kæmum til Finnlands skyldum við fá geddu eins og við gætum i okkur látið. Ég hélt áfram vinnu minni eftir mið- dag, undraðist hve léleg flest segl voru, einkum bramsegl og royalseglin, og spurði elsta hásetann hverskonar skip þetta væri. Hann skýrði mér frá, að skipstjórinn væri trúboði (en meget gudelig Mand), en ekki mætti fæði verra vera; hefði stýrimaður sá, er á undan mér var margrifist við skipstjóra út af því og að lokum rokið burtu í Kaupmannahöfn. Hinn 1. júlí um morguninn komu menn úr landi með saltkjöt, af skornum skamti þó og um vætt af þurkuðum saltfiski, lít- ið eitt af jarðeplum, en grænmeti ekkert. Fyrir hádegi skrifaði ég undir ráðningar- samning með þeim fyrirvara, að þegar við kæmum næst til Danmerkur, væri ég frjáls að fara af slcipi. Það inun hafa verið hr. Hannes Ó. Magnússon, nú á Akureyri, og Steffensen heitinn gullsmiður, sem kveldið 28. júní, fyrstir fengu að vita, að ég væri á förum, með hvaða skipi og hvar það væri i höfn- inni. Daginn eftir kom Steffensen og var að skoða skipið að utan, er ég kom auga á hann. Ég bauð honum að koma upp, en

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.