Ægir - 01.07.1927, Side 25
ÆGI R
157
komin vegna ferðalags „Buttercups“, sem
maður sá var á, sem hér skýrir frá.
(Tekið úr „Dimmalætting 22. júni 1927, und-
irritað af Alfred Petersen í Klaksvík 15. júni).
Þessi frásögn þarf ekkert að veikja trú
þeirra, sein þegar hafa sett þennan merki-
lega fvrirburð í sambandi við spádóma
Kronströms og hafa ef til vill gert ein-
hverjar áætlanir, en við hinir erum ekk-
ert undrandi, þótt á skipi gleymist 2—3
pund af grænsápu eða fata og menn snúi
við, er ekki er komið lengra áleiðis en að
Gróttu, til þess að ná í það, sem ekki má
án vera á skipsfjöl.
Hraðskreið skip.
Hið finska fjórsiglda seglskip „Herzogin
Cecilie“ lagði á stað frá Port Lincoln í
Australíu 4. febr. .s 1. og kom til Queen-
stown á írlandi eftir 88 daga útivist. Leiðin
var fyrir Horn á Suðurameríku. Skip
þetta er 25 ára gamalt og heitir skipstjóri
þess Reubens D. Claux; hefur hann sýnt,
að enn má komist um hafið á seglskip-
um. Meðalferð þessa leið er talin
100—140 dagar. Árið 1853 fór siíipið
>,Lightning“ þessa sömu Ieið á 03 dögum;
var það tréskip 2090 smálestir að stærð.
Árið 1885 fór „Cutty Sark“ þessa leið á
67 dögum og 1887 sama skip tvisvar á
árinu, á fyrri ferðinni var það 70 daga
en 69 á hinni síðari.
Þegar skipið „Flying Cloud“ fór fyrstu
ierð sína frá New-York til San Francisko
á 89 dögum, var tekið á móti skipstjór-
anum sein konungur væri. Borgarstjórinn
hjelt honum dýrindis veislu og honum var
færður að gjöf borðbúnaður úr silfri. —
I5að var árið 1851, sem hann setti það
niet. 1854 sigldi hann sömu leið á sama
tíma og hið einasta skip, sem þvi meti
hefur náð var „Andrew Jackson“, árið
1860.
Skipið ,,Lightning“, sem áður er hér get-
ið, hefur farið flestar sjómílur á ein-
um sólarhring, sem menn vita til. Það var
á Atlantshafinu 1. mars 1854 á 52° 38'
Nbr. og 22° 45' v. 1. um hádegi, að at-
lmgað var hve margar sjómílur skipið
hefði farið, siðan á hádegi 28. febrúar
eða 24 stundir og reyndust þær að vera
436. í dagbókinni stendur svo: Stórviðri,
mistum frammerssegl og klýver. Logguð-
um oft og fundum hraða skipsins 18—
18% sjómílur á klukkustund.
Iiinn 27. febrúar 1855 sigldi skipið
„Donald Mc Kag“ h21 sjómílu á sólar-
hring.
í febrúar sama ár sigldi skipið „James
Baines“ 420 sjómílur og 18. mars 1853
lor skipið „Sovereign of the Seas“ 411
sjómílur á 24 tímum .
Öll þessi skip voru frá sama lelagi.
(The black ball Line).
Um sama leyti og „Herzogin Cecilie“
lagði á stað frá Australíu létu þaðan
10 skip í haf, öll hlaðin kornvöru; með-
al þeirr var danska skólaskipið „Köben-
havn“.
„Herzogin Cecilie“ skilaði farmi á Eng-
landi og héll síðan áleiðis til Finnlands.
Nýtt blað.
í Kaupmannahöfn er farið að gefa út
blað, s,em heitir „Nordisk Havfiskeri
Tidsskrift“. Er hr. Matthías Þórðarson rit-
stjóri þess.
Rit þetta hóf göngu sína í byrjun júní-
mánaðar og' voru þá liðin rétt 22 ár frá