Ægir - 01.07.1927, Page 26
158
ÆGI R
því M. Þ. byrjaði útgáfu og ritstjórn
„Ægis“ (fór fyrst i pressu í Gutenberg
10. júlí 1905).
í riti þessu verða greinar á íslensku,
ensku og spönsku, en aðallesmálið er
danska.
Hvernig ritstjórn verður hagað sést best
á eftirfarandi kafla, sem tekinn er úr
hinu fyrsta tölublaði ritsins, er hingað
barst:
„Rit það sem hér kemur fyrir almenn-
ingssjónir er skrifað í þeim tilgangi með
sem fæstum orðum og stuttu millibili að
birta yfirlit yfir fiskiveiðar í norðurhöf-
um, skýra frá framförum er verða á því
sviði og á verkun og hagnýting afurð-
anna, eins og lika verslunin m. fl. verð-
ur gjörð að umtalsefni eftir því sem kost-
ur er á.
Venjulega mun í hverju tölublaði verða
birt stutt grein eða athugasemd snert-
andi íslenskar fiskiveiðar. Þetta mun þó
ekki geta orðið nema mjög Iítið. Rúm-
ið leyfir ekki nema fáorðaðar athuga-
semdir, er þó ættu að geta gefið tilefni
til ihugunar.
Sem einn lið í þeirri viðleitni að styðja
islensk fiskiveiðamál mun blaðið á sama
hátt birta smágreinir á spönsku um versl-
un á fiski til hinna spansktalandi landa
og þannig greiða fyrir þeirri hlið málsins
er snýr út á við.
Fiskiveiðarnar eru orðnar svo stórfeld-
ar, hagnýting afurðanna svo margbrotin og
verslun með fisk svo mikilvæg og víðtæk,
að hér er ekki um staðbundin smáat-
riði að ræða, heldur alþjóðamál sem fram-
leiðandi, seljandi og kaupandi eiga allir
jafnan hlut, að þeir þurfa að finna hver
annan og skilja hver annan“.
Blaðið er prýðilega úr garði gert og
má búast við, að það færi lesendum
ýmsan fróðleik.
Hiö nýja Grænland.
Hinn 14. júní s. 1. var félag stofnað í
Kaupmannahöfn og nefnt „Hið nýja
Grænland".
'rilgangur félagsins er að afnema ein-
okunarverslunina á Grænlandi, að gera að-
gang að landinu frjálsan dönskum og is-
lenskum ríkisborgurum, svo og, að nokkr-
um mönnum sé frjáls búseta á Suður-
Grænlandi, að Danir og íslendingar
fái rétt til að stunda veiðar með
ströndum fram, og að auka atvinnu Græn-
lendinga.
Stjórn félagsins skipa: Formaður er
umsjónarmaður O. Bendixen, varform.
sjóliðsforingi Gotfred Hansen, fram-
kvæmdastjóri Anton Petersen, kaupmað-
ur Matthías Þórðarson, prófessor Knud
Berlin, rithöfundur Harry Söiberg, rit-
höfundur Jöí'gen Frantz Jakobsen frá
Færeyjum og hæstaréttarmálafærslumað-
ur Stein.
Aðra má hér nefna, sem mjög hafa
hvatt til þessarar félagsstofnunar svo
sem: yfirréttarmálafærslumann Peter
Poulsen, fyrverandi lækni á Grænlandi
St. Barchania, kaptein í flotanum C. G.
Scack, prófessor Valtý Guðmundsson, rit-
höfund Gunnar Gunnarsson, jarðfræðing
dr. phil. Nordmand, fyrverandi lækni á
Grænlandi Th. N. Krabbe og fleiri inerka
menn.
Félagsskapur þessi býst við megnri
mótstöðu af hendi þeirra, sem stýra ein-
okuninni og veit, að þeir muni leita allra
bragða til að vinna móti öllu því, er fé-
lagið hefur á dagskrá.
Félagið ætlar að varast alla pólitík, og
láta hvorki danska flokkapólitík eða ís-
lensk-danska pólitík, komast inn í málið,
því tilgangur þess er sá einn, að öðlast
rétt til notkunar þeirra gæða, sem eru í
Grænlandi og við, og gera íbúana hlut-