Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1927, Side 27

Ægir - 01.07.1927, Side 27
ÆGIR 159 takandi í almennri menningu, sem þeir eins og nú stendur á og verið hefur, fara á mis við. (Nordisk Havfiskeri Tidsskrift, júlí). Nýlega er látinn á Hjalteyri Tryggvi Jónasson skipstjóri frá Látrum. Hann var 73 ára gamall er hann lést. Hafði hann búið á Látrum á Látraströnd mest- an hlut æfi sinnar. Hann var álitinn ineð bestu skipstjórum við Eyjafjörð og orð- lagðúr dugnaðarmaður. Hvaladráp. Frh. 2. Bréf hins konungslega heilbrigðis- ráðs til dómsmálastjórnarinnar, dags 18. febrúarmánaðar. í bréfi 11. þ. m. hefir hið heiðraða stjórnarráð skýrt heilbrigðisráðinu frá, hvað fram hefir farið út af því, að danska fiskifélagið ætlar sér, eftir því sem það segir í auglýsingu í blaðinu Þjóðólfi, er kemur út í Reykjavik, að brúka eitur í skeytum þeim, sem ætluð eru til að drepa hvali með, og vegna hættu þeirrar, er menn eru hræddir um að búin sé mönn- um og skepnum, þeim er neyta kjötsins af hvölum, sem drepnir eru á þenna hátt, hefir stjórnarráðið beiðzt álitsskjals frá heilbrigðisráðinu um málefni þetta. IJm leið og heilbrigðisráðið sendir aftur skjöl þau, er það fékk, skal þess getið, að í eiturblöndu þeirri, sem á að nota við hvalaveiðarnar samkvæmt skýrslu félags- ins er að vísu ekki svo mikið af aðalefn- inu, strykníni, í samanburði við líkams- stærð dýra þeirra, sem eiturblandan er ætluð, að neinn háski geti verið búinn af að neyta kjötsins af því dýri, sem drep- ið væri með þessu eitri, og meira að segja, menn mundu varla kenna eiturs- ins að neinum mun, ef búizt yrði við, að það samlagaðist alveg likama dýrsins og dreifðist um hann allan. En hér er svo varið, sér í lagi vegna aðferðar þeirrar, sem á að hafa til að koma eitrinu inn í líkama hvalanna, að engin vissa er um, að það samlagist á þenna hátt og dreif- ist um hvalinn, það er jafnvel líklegt, að meiri hluti eitursins haldist saman sum- staðar, og þá einkum í sárinu sjálfu og i kringum það, og eftir lögun þeirri, sem búast má við að verði á sárinu, sem púð- urkúlan myndar þegar hún springur, er engan veginn víst, að sjórinn skoli alt eitrið burtu úr því. Það getur því orðið jafnvel mjög svo hættulegt að neyta kjöts- ins af dýrinu þar sem það er svona eitr- að, og menn geta ekki reitt sig á, að remmubragðið verði æfinlega nógu frá- hverfandi. Hitt efnið í eiturblöndunni, kúrare, er mjög háskalegt eitur fyrir þann, sem sker í kjöt, er eitrað er með því, og mönnum er enn ókunnugt um, hversu lítið þarf af því, til þess það verði þeim manni banvænt, er meingast af því. Þó að menn hafi ekki fengið fregnir frá ströndunum á Kamschatka, Kaliforníu og Ástralíu, þar sem menn vita til, að þessi aðferð hafi verið höfð, um að hún hafi haft neinar háskalegar afleiðingar, þá er vitaskuld að það er engin sönnun um, að hún sé hættulaus, og ekki er heldur nægi- leg trygging í því boði félagsins, að gjöra fyrst tilraunir á nokkrum hvölum; það mundi þurfa langa runu af tilraunum og mjög yfirgripsmikla reynslu til að kom- ast að fastri niðurstöðu í þessu efni. Heilbrigðisráðið hlýtur því að skora á stjórnina, að gjöra það sem í hennar valdi stendur til að stemma stigu fyrir, að þessi veiðiaðferð verði höfð um þær stöðvar, þaðan sem húist verður við að

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.