Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1930, Blaðsíða 10

Ægir - 01.07.1930, Blaðsíða 10
156 ÆGIR enda er hann þar minni, og afbragðsgóð- ur samt, þegar þess er gætt, að beituleysi liefir verið þar meira til l)aga en annars- staðar, einkum í seinni tíð. Framan af liöfðu allir frosna beitu (síld) og bar ekki á öðru en fiskurinn befði góða lyst á lienni, að minnsta kosti fengu sumir Siglufjárðarbátarnir milli 20 og 30 skpd. i róðri á liana, og einn 20 smál. bátur fékk 100 skpd. full i 3 róðr- um. Varð eitt útgerðarfélag þar að senda báta til Akureyrar til þess, að fá aðgerð á fiskinum, svo mikið barst að, og befir það aldrei icomið fvrir fyrri. Um mánaðamótin maí og júní fékkst talsvert mikið af vorsíld á Akureyri, en tæpast mun það eins notadrjúg beita og frosna síldin, sérstaklega þegar flytja verður það langan vcg, tollir ])á illa á önglunum. Frá því um miðjan júní til mánaðar- loka var alstaðar lítið um beitu, en nú er rekneta- og herpinótasíldin komin fvrir nokkru, svo væntanlega er nú ekki að ótt- ast beituskort, fyrst um sinn, en fiskur er nú mikið minni og óverulegri en áður, meira af ruslfiski. Trúlegt mætti nú virðast, að reynsla þessa árs og margra undanfarinna ára opnaði augu manna fyrir þeirri nauðsvn, að eiga alltaf til frosna sild til beitu, að minnsta kosti til júniloka, en trevsta aldrei á vorbeituna, sem þráfaldlega l)regst, og bersýnilega getur aldrei full- nægt hinum sívaxandi flota. Það er dýr bver dagurinn, sem flotinn verður að liggja athafnalaus. En bér er ekki nema ein úrlausn, þ. e. vönduð frystihús, nægi- lega stór og nægilega víða, á lientugum stöðum, til þess að geta sint allri beitu- þörf ])ess svæðis að minnsta kosti, sem bverju þcii’ra er ætlað að ná til. Samtímis mætti með einfaldri béraðssamþykkt og y r ð i líklega að lögbanna notkun nýrrar beitu á miðunum, fram að þeim tíma, er hafsíld fer venjulega að aflast, því engin meining er i, að allur fjöldinn líði stór- tjón árlega, fyrir hagsmuni fárra einstak- linga, sem oft selja nýju beituna við ósanngjarnlega báu verði.1) A ferðum mínum i vor hefi ég lialdið fundi þar sem því varð við komið og skýrt þar fi'á störfum síðasta Fiskiþings, og eins í viðtali við einstaka menn, en að öðru leyti liafa umræðuefnin mest verið sérmál binna einstöku deilda og veiði- stöðva á hverjum stað, eins og vanalega. Nú eru menn i óðaönn að búast til síld- veiðanna og sum skipin farin og byrjuð veiðar. Hin fyrstu fóru með reknet en eru nú bætt reknetaveiðinni og bafa tekið bei’pinætur i staðinn, og bafa suin ])egar fengið töluvert af síld á þann bátt. Til beitu hefur fyrst og fremst farið ])að, sein þörfin befur krafist, en bitt mun bafa farið til bræðslu. Sagt er að síldin sé ó- vanalega feit á þessum tíma, og munu sumir veiðendur vilja fá að salta nú þeg- ar, af því þeir spá síldai’þurð seinni liluta veiðitímans. Sanivinnufélag sjómanna á Akureyri befur leigt tvö línuveiðagufuskip og gerir þau út á síldveiði. Þá Iiafa 2 menn þar keypt í félagi línuveiðarann „Langanes“ og er mælt að þeir selji afla lians til fryst- ingar á Akureyri, en ekki veit, ég sönnur á þvi. Eg man nú ekki eftir fleiru, sem ástæða sé til að skrifa um, að þessu sinni, og læt því bér staðar nuinið. Svalbarðseyri, 9. júli 1930. Páll Halldórsson. * Um þessa uppástungu verða að líkindum skiftar skoðanir. — Ritstjórinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.