Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1930, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1930, Blaðsíða 4
150 ÆGIR aflann á land í Reykjavík. Afli svipaður og í fyrra: 7548 skpd. (1929: 7221). Garður og Leira: Þar var mjög lítil út- gerð, aðeins 4 opnir vélbátar, en 12 i fyrra. Afli 150 skpd. (1929: 469). Við Gerðavör var unnið að liyggingu skjól- garðs i fvrra og er verkinu haldið áfram í sumar. Keflavík og Njarðvíkur: 24 vélbátar gengu úr Keflavík og Njarðvíkum i vetur, sem voru þar heiinilisfastir og 8 bátar frá Vestmannaeyjum, sem héldu lil i Njarð- vik nokkurn hluta vertíðar. - 1 vélbátur ])ættist við i apríl, kom þá nýsmíðaður frá Noregi. — Eftir lokin veiddu nokkrir Kéflavíkurbátar í Sænska fryslinúsið og öfluðu ágætlega. Afli varð 9568 skpd. (1929: 10543). Vatnsleysuströnd og Vogar: Þaðan gengu nú 12 opnir vélbátar, en 16 í fyrra. Afli tiltölulega betri: 464 skpd. (1929: 439). Hafnarfjörður: Þar varð sú brevting á útgerðinni að Hellver Bros í Hull hætlu þar alveg útgerð. Einn nýr togari, „Ven- us“, bættist við togaraflota Hafnarfjarðar skömmu fyrir áramótin, svo þeir urðu 7 togararnir, sem þaðan gengu á vertíðinni. 10 línugufuskip gengu þaðan allan tim- ann, 8 heimilisföst og „Sæfarinn“ frá Eskifirði og „Pétursev" frá Reykjavík. Línuveiðarinn „Namdal“ var scldur frá Reykjavík til Hafnarfjarðar fyrir ára- mót. Nokkur önnur skip lögðu einnig afla á land i Hafnarfirði, að nokkru eða öllu leyti. Afli á togara ágætur, 29.492 skpd. til júníloka á 7 skip, en 27.512 á 12 skip í fyrra. Línugufuskipin öfluðu vfir- leitt vel eftir að veðrátta tók að batna seint í felirúar og var afli þeirra mun mun meiri en í fyrra, 19.218 skpd. (1929: 15.861). 1756 skpd. voru keypt af erlend- um skipum, en 2754 skpd. í fyrra, og er sá fiskur talinn með afla línuskipanna. Reykjavík: Engin breyting varð á tog- araflotanum frá i fyrra. 11 línugufuskip, sem voru heimilisföst í Reykjavík gengu til fiskjar i vetur, en 7 í fyrra. Allmörg að- komuskip lögðu afla hér á land, eins og vant er. Afli lóðaskipanna var vfirleitt góður, þó mun afkoma þcirra, einkum gufuskipanna vera mjög erfið, hjá sum- um liefir orðið tap á útgerðinni á vertíð- inni. Beitu- og veiðarfærakostnaðurinn er svo óhemju mikill, að gey])iafla þarf til þess að skila hagnaði, þegar fisk- og lýsisverð er jafnlágt og í vetur. Afli línu- skipanna 40767 skpd. (1929: 48454): Mik- ið minna var keypt af erlendum fiski nú en í fyrra, 13.544 skpd. (1929: 20.780). Qpnir vélbátar úr Reykjavik öfluðu á- gætlega um tíma i vor, en er togurum fjölgaði í flóanum dróg skjótt úr veiði þeirra. A togarana mátti heita að væri uppgripaafli frá marzbyrjun til aprílloka á Selvogsbanka. Einstöku togarar fengu þar jafnvel góðan afla til 9. maí Við Austurland var reitings afli framan af mai, en tregðaðisí fljótt, fóru togararnir þá vestur á Hornbanka og Húnaflóa og var þar reitingsafli frameftir júní, en flestir togararnir hættu veiðuni fyrri hluta júm. Afli togaranna til júniloka: 114,180 skpd. (1929: 77.170). Nokkrir togaranna veiddu i Faxaflóa nokkra daga eftir að þeir hættu saltfisksvciðum og lögðu aflann i Sænska frvstihúsið. Akranes: 2 nýir vélbátar yfir 20 smá- lestir bvor voru smíðaðir á Akranesi s.l- sumar og 1 erlendis, en 2 innlendir bátar voru keyptir þangað. Gengu þaðan nú 18 vélbátar, en 13 í fvrra, og 2 línugufuskip, en 1 í fyrra. 1 vélbátur strandaði á vcr- tíðinni. Afli tiltölulega minni en í fvrra: 9450 skpd. (1929: 9017). I vor hófu Akur- nesingar undirbúning undir hafnargerð við Krossvík og hafa síðan unnið að ])Vi verki af mikhun dugnaði. Lögin um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.