Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1930, Blaðsíða 19

Ægir - 01.07.1930, Blaðsíða 19
ÆGIR 165 Hornafirði voru 7 yfir 12 tonn, cn hinir voru frá 7 til 10 tonn. Djúpavogur og Berufjörður: Þar var lítil útgerð, aðeins 2 vélbátar voru gerðir ])ar út í marzmánuði, og var annar þeirra af Seyðisfirði en hinn heimilisfastur þar. Þeir öfluðu lítið, sem stafaði bæði af ó- gæftum og beituleysi. Stöðvarfjörður: Þar var gerður út yfir inarzmánuð einn vélbátur, og aflaði lítið. Fáskrúðsf jörður: Þar voru gerðir út yf- ir marzmánuð 13 vélbátar, sem aJlir eiga þar heima. Einn af þeim bátum var smíð- aður þar i vetur, og er um 10—11 tonn að stærð. Af þessum bátum eru 5 yfir 12 toim að stærð (frá 12—23 tonn). hinir frá 8 til 12 tonn að stærð (flestir 10—12 tonn). Bátar þessir eru flestir nýir eða nýuppgerðir, með nýjum vélum, og prýði- lega útbúnir að öllu levti, og óefað er hvergi liér á fjörðunum eins góð og vel samræmd öll útgerð eins og á Fáskrúðs- firði. Afli var með ailra minnsta móti á Fá- skrúðsfirði vfir marzmánuð, enda ])ótt vél- bátar væru 3 fleiri en i fvrra (10 bátar í fyrra, en 13 í ár). Aflinn á þessa l)á ta var nii rúm 630 skpd. á móti 1500 skpd. í fyrra á sama tíma. Afli á opna vélbáta frá þess- nm þrem síðast töldu veiðistöðvum, var alls enginn í þessum mánuði. A fjörðunum i'yrir norðan Fáskrúðs- íjörð aflaðist ekkert, enda þótt re\nt væri fvrir fisk, nema lítilsháttar á Norðfirði. Síld byrjaði að veiðast í net snemma í feljrúar i vetur, á Seyðisfirði, Norðfirði og Fáskrúðsfirði, og veiddist dálítið við og' við eftir það. Síld þessi var yfirleitt stór °g sæmilega feit, sérstaklega framan af, °g veiddist aðallega inn við fjarðarbotn- ana. Mikið af henni var með hrognum, og alitu menn að liún mundi gjóta hér í fjörðunum. á erð á fiski er ekki að tala um á þessum tíma árs, því úfgerðarmenn hér selja sjaldan eða aldrei aflann fyrri en annað- hvort úr salti eða þá fullverkaðan Lítils- háttar mun þó hafa verið selt af fiski úr salti á Hornafirði, en það varð ekki fyrr en síðar. Sevðisfirði 26. júlí 1930. Herm. Þorsteinssson. Fiskigöngur. Fyrsta sönnun fyrir að þorskur gangi af Grænlandsmiðum að ströndum íslands. Árið 1924 byrjaði „Fiski- og Hafrann- sóknarnefndin danska“ að merkja þorslc við Vestur-Grænland og siðan hefir árlega verið merkt töluvert af þorski á þeiin slóðum, eitt árið einnig lítilsháttar við Angmagsalik við Austur-Grænland. Af þorski þeim, sem merktur var við Austur- Grænland, hefur enginn veiðst aftur, en af fiskum þeim, sem merktir voru við Yest- ur-Grænland, liafa veiðst ár frá ári nokkr- ir fiskar, sem til þessa dags teljast vera 62 þorskar af þeim 1978, sem merktir liafa verið þar. Merkingar þessar sýndu ekkert óvænt fyrstu árin; fiskurinn veiddist aftur á söniu slóðum þar sem honum var sleppt, en nú liafa fyrir skömmu veiðst merktir fiskar, sem vekja mikla eftirtekt. Fins og' sést af meðfylgjandi skrá, liafa 6 fiskar farið frá Vestur-Grænlandi til íslands- stranda og liafa veiðst þar, aðallega út af norðvesturströndinni. Það er einkum at- hyglisvert, að þótt fiskar liafi verið merkt- ir við Veslur-Grænland árlega írá 1924— 1929, þá virðist svo, að það sé fyrst nú, að lireyfing sé komin á fiskgöngur frá Grænlandi til Islands, því af þeim 6 fisk- um, sem þar hafa veiðst, veiddust 5 síð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.