Ægir - 01.06.1932, Síða 6
140
ÆGIR
raarksverð sín á milli. Jafnvel hve lágt
sem það yrði, mundum við græða á því,
bæði einstaklingarnir og landið. Þegar
innílutningurinn til Portúgal er 12000
smál, raunar shillings verðhækkun eða
lækkun landið 221500 kr., svo ekki ætti
fé það, sem um er að ræða, að draga
úr raönnum að reyna að koma á ein-
hverri samvinnu og samheldni, enda sýn-
ist hún ekki erfið, þegar eilt íslenzkt fé-
lag ræður yfir helmingnum af innflutn-
ingnum. Um Færeyinga þarf ekki að tala
hér, því jafnvel þó þeir kynnu að njóta
að einhverju leyti hærra verðs í skjóli
okkar, mundi sá fiskur, sem seldur yrði
til Portúgal draga úr framboði þeirra í
Bilbao og Barcelona og kæmi okkur ís-
lendingum ekki illa.
1 þessu sambandi vil ég geta þess, að
ég hef skrifað utanríkismálaráðuneyti
voru í Reykjavík um það hvort ekki
mundi vera hægt að fá vikulegar skýrsl-
ur um fiskinnflutning og verð í Oporto,
eins og frá öðrum innflutningshöfnum.
Getur okkur komið það vel, að fá sím-
leiðis skýrslur frá stað, sem nú er orð-
inn fjórði stærsti innflutningsbær fyrir
íslenzkan saltfisk.
Tollurinn er nú 38 esc. pr. 60 kg. af
fiski. Er gefinn afsláttur af bonum ef
fiskurinn er fluttur með skipi frá Portu-
gal, og nemur hann 30°/o af óverkuðum
saltfiski, en 8°/o af verkuðum. Pening-
arnir eru verðfestir í hlutfalli við enskt
pund eins og íslenzka krónan. Er gengið
109 — 110 esc. fjmir pundið og jafngilda
5 esc. því einni krónu.
Stjórnarfarið er einræði í höndumhers-
höfðingja eins. Eru margir óánægðir með
stjórnarfarið og hafa smá óeyrðir verið
hingað og þangað, en verið bældar nið-
ur með hervaldi. Er verið að undirbúa
að kalla saman þing, en svo sem ann-
arsstaðar reynist erfitt að hverfa aftur
að lýðræðí, frá einveldi, án þess að róstu-
samt verði í svip. Búast margir við ó-
eyrðum, þegar slakað verður til, en vona
að bylting sú, sem mörgum virðist ó-
hjákvæmileg, verði jafn friðsamleg og
farsæl sem hún hefur virst í Spáni.
Frá Portúgal fór ég til Seviila. Liggur
hún um 100 km. frá sjó, en stendur á
bökkum Guadalquivir, sem er geng fyrir
8—10.000 smál. skip og er hún þriðja
stærsta innflulningsborg fyrir saltfisk á
Spáni. Gengur hún næst Barcelona, en
Bilbao er stærst.
Með þvi að markaðurinn fyrir Sevilla,
Malaga, Alicante og Valencia er mjög
svipaður, og það sameiginlegt með þess-
um bæjum, að þar keppir íslenzkur fiskur
við fisk frá Newfoundland, þykir réttara
að tala um þessa bæi, sem eina heild.
Til samans kaupa þessir fjórir hæir
20 þús. smálestir. Selja íslendingar rétta
þriðjung af því magni, en hitt kemur frá
Newfoundland. því franskur »lavé«, sem
áður hafði allstóran markað þarna, er
nú að hverfa, en íslenzkur pressufiskur,
að koma í staðinn. Sama sem ekkert er
selt af norskum fiski, frekar en annars-
staðar á Suðurspáni. -
Fiskurinn frá Newfoundland skiptist í
svokallaðan »shore« fisk og í labrador
fisk. Er egta labrinn seldur heldur ódýr-
ari en sá íslenzki, en »shore«-fiskurinn,
sem Spánverjar kalla bacalao inglés, eða
enskan íisk, er seldur tvöfallt hærra verði
eða meira, en sá íslenzki. t*egar verðið
á íslenzkum fiski er 80 pesetar pakkinn,
er quintal af shore-fisk selt á 170 — 190
peseta.
Hér eins og í Oporto eru menn, sem
kaupa shore-fisk hvað sem hann kostar.
Er fiskur þessi afar þykkur, saltaður í
pækli, en ekki mikið, virðist lítið press-