Ægir - 01.06.1932, Síða 8
142
ÆGIR
Vógu 1300 pakkar, sem sendir voru til
Malaga til samans 01.844 kg. Sagði ég
móttakendunum að tiskurinn frá Græn-
landi muni hafa verið frá fyrra ári, en
að fiskur veiddur í vor mundi áreiðan-
lega hafa lézt um meira en 5°/° og mundi
fiskurinn því hafa verið sendur að heim-
an með töluverða yfirvigt til að gera
fyrir rýrnun. Játuðu þeir því en þótti
auðvitað ekki gott, að eiga að greiða
hinn háa toll af yflr 3000 kg. sem þeir
ekki fengu, en tollútreikninginn eru pakk-
arnir taldir og tolluriun miðaður við að
50 kg. séu í hverjum pakka. Hefur mót-
takandinn því orðið að greiða 2200 pe-
seta í toll af fisld, sem ekki kom til hans.
Þessi rýrnun spillir mjög mikið fyrir sölu
á íslenzkum fiski og lendir að lokum á
okkur, svo nauðsynlegt er að senda ekki
fisk sem ekki er fullstaðinn, til að tryggja
að engin óeðlileg rýrnun komi á leiðinni.
Töldu menn að hægt mundi að selja
töluvert meira af íslenzkum fiski, á þessu
sviði, en riú er gert og að okkur mundi
mögulegt að útrýma egta labranum mik-
ið til. Að kaupmenn vilja heldur egta
labrann kemur aðallega til af þvi að
hann er allur seldur í umboðssölu, og
fá menn þvi gjaldfrest og fleiri hlunn-
indi í sambandi við sölu hans, og einn-
ig geta kaupmenn varist við umboðssöl-
una stærstu ókostum islenzka fiskjarins,
rýrnuninni á léttverkaða fiskinum og
rauða jarðslaganum illræmda. Var all-
staðar kvartað undan honum þar sem
ég kom, og vildu kenna matinu um að
það væri ekki tryggt og að ríkið greiddi
skaðabætur fyrir skaða þeirra á islenzk-
um fiski, sem eyðilegðist af roða. En þó
ríkið greiddi ekki skaðabætur, er þessi
rauði jarðslagi landinu til stórskaða á
hverju ári, því það er skiljanlegt, að menn
sem fá ef til vill fjórða hluta fiskjarins
eyðilagt, reyni að varast slíka vöru í
framtíðinni. En það liafði komið íyrir
einn innflyljandann í Alicanti. Mun ég
bráðlega senda ráðuneytinu skýrslu um
hvers ég hef orðið visari um vágest
þennan.
Helgi P. Briem.
t
Jón Brynjólfsson skipstjóri.
Hinn 18. maí þ. á., lézt á sjúkrahúsi
ísafjarðar, Jón Brynjólfsson fyrrum skip-
stjóri, einn af elztu þilskipaformönnum
hér vestra. Hann var 67 ára að aldri,
fæddur 17. mai 1865 að Bæ í Súganda-
firði, flultist hann ungur til ísafjarðarog
átti þar heima síðan, að tveim síðustu
árunum undanskildum.
Jón gerðist á ungum aldri skipstjóri á
fiskiskipum frá Isafirði, er hann álti þá
i- félagi við Albert bróður sinn. Fyrir
aldamótin réðist hann í ásamt nokkrum
mönnum að kaupa þilskipið »Bacilia«,
er þá var eitt af stærstu fiskiskipum, er
gengu frá Vestfjörðum. Var hann síðan
fyrir því skipi þar til það rak í land á
Isafirði í ofsaveðri veturinn 1905, og ö-
nýttist algerlega. Skipið var óvátryggt,
eins og gerðist um þær mundir. Biðu
þeir Jón og félagar hans við það mikið
tjón. Að þvi loknu gerðist Jón heitinn
skipstjóri á póstbát, er gekk á Eyjafirði.
Síðan fékkst hann við útgerð smáfæra-
skipa, og jafnframt sildveiði með vörp-
um í félagi við Brynjólf son sinn. Höfðu
þeir feðgar fluzt að Uppsalaeyri við Seyð-
isfjörð fyrir tveim árum og áttu þar
heima síðan. Var Jón heitinn þannig
reyndur í sjómennsku og útgerðarstarf-