Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1932, Qupperneq 14

Ægir - 01.06.1932, Qupperneq 14
148 ÆGIR Ferðamannalönd. Flestar þjóðir álíta svo, að heirasóknir hópa ferðamanna eða ferðamannastraum- ur, sé tekjulind og afkoma ýmsra borga t. d. París, Nizza, Mentona, auk ileiri bæja á Miðjarðarhafsströndinni, Se.hweiz og víðar, sé að nokkru leyli háð þvi, hversu margir framandi menn koma í heimsókn og til dvalar. Pegar nú um tekjulind er að ræða, er ekki að furða, þótt menn reyni að halda henni við og helzt að auka hana. Þess vegna er leitast við að gera allt sem auð- ið er til þess, að aðkomumönnum líki dvölin og þeir bendi vinum sinum og öðrum á þægindi og annað, er hænt gæti menn tii hinna ýmsu staða. Að reyna að féfletta útlendinga er ferðast, hefur víða verið reynt í byrjun, en hvervetna gefist illa og ekki framkvæm- anlegt til lengdar að sýna í búðarglugg- um muni, sem kosta 40-50 kr., þegar leiðsögumenn og túlkar geta vísað þeim á, sem kaupa vilja slíkt, jafngóða vöru fyrir 7—8 kr. Ekki er það heldur bú- hnykkur þegar ferðamenn komast að því að bílar þeir, sem þeim eru útveg- aðir, eru dýrari en aðrir jafngóðir bilar i sama bæ. Milljónamæringarnir, sem eru í hóp þeirra ferðamanna, sem verða að spara, hafa vissulega vit á, hvort verð á þvi, sem þeir ætla að kaupa, er rán- verð eða sanngjarnt og þótt þá t. d. munaði ekkert um að greiða hundrað dollara fyrir einhvern hlut eða bílferð, þá láta þeir ekki fara í kringum sig hvað verð snertir. því oftast er það svo, að peningamenn kunna að kaupa. Fegurð íslands á sumrum er víða róm- uð og það getur eins orðið ferðamanna- land og önnur lönd, en kunnum við að taka á móti gestum og hvað er hér yfir- leitt gert til þess að hæna þá hingað? Eru nokkrar skýrslur til, sem sina hve mikil viðskifti þeirra eru, sem nú orðið koma hingað á hverju sumri, um 1600 —2000 manns eða jafnvel fleiri? Er nokkur, sem athugað hefur hverskonar varning ferðamenn kjósa helzt, ef um viðskifti þannig löguð er hugsað og er verði á munurn, sem landsmenn vilja selja, stillt við hóf? í Californiu. sem að vísu hefur ýmis- legt fleira upp á að bjóða en Island, hafa menn komist yfir að halda greinilegar skýrslur um viðskifti ferðafólks við lands- menn. og er ein slík skýrsla sett hér og er fyrir árið sem leið (1931). Þá var tala ferðamanna 1.251.746 og þeir eyddu 105 milljónum dollara með- an á heimsókn stóð; var dvalartími hvers ferðamanns að meðaltali, 23 dagar. Hinir svo nefndu Auto-campers, þ. e. þeir, sem héldu til i sinum eigin bílum, eyddu hver 3 dollurum á dag, en þeir voru 15°/o af öllum gestum, en 85°/o af ferðafólkinu eyddi 7,75 dollurum (sjö dollurum 75 cent) á dag, hver maður. Þetta skiftist sem hér segir: Máltíðir............... 31 af hundr. Gisting................24,6 — — Flutningar og akstur . 11,6 — — Fatakaup .................8,2 — — Bílaviðgerðir og olia . 9,0 — — Leikhús, sport og Bío . 4,3 — — Myndavél.filmur, framköll.7,7— — Önnur eyðsla gesta . . 3,5 — — 100 af hundr. Þessi skýrsla er ekki tekin saman út i loftið, heldur til þess að sýna viðskifti ferðamanna við land það, er þeir heim- sækja. Á henni er svo byggt hvað gera skuli til þess að tekjulind þessi aukist. Hér er talað um að ísland sé sjálfkjörið ferðamannaland, eins og eflaust er rétt,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.