Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 7
ÆGIR 93 Friðrik Ólafsson fyrverandi skipstjóri 60 ára. Það er gamall og góður siður að minn- ast þeirra manna, er með atorku og dugn- aði hafa unnið að heill og framför þjóð- arinnar og meðal þeirra manna má telja Friðrik ólafsson fyrv. skipstjóra. Friðrik er fæddur á Kjalarnesi 5. jan. 1874, og ólst hann upp hjá föður sínum, ólafi bónda Eyjólfssyni að Hofi á Kjal- arnesi. Árið 1888, þá 14 ára gamall, fór Frið- rik að hugsa til sjóferða á þilskipum. Réðist hann þá sem matsveinn til Jóns Jónssonar,hinns alkunna dugnaðarmanns í Melshúsum, en hann var þá skipstjóri og eigandi hinns happasæla skips »Njall« er hann hafði þá nýlega keypt í Dan- mörku. (Njáll er enn við líði á Bíldu- dal). Var hann síðar háseti á því skipi til 1893, er hann réðist til Jóhannesar Hjartarsonar skipstjóra, er þá var með »Kómet« og síðar var hann með honum á þilskipínu »Kristófer«, er aflaði ágæt- lega eða með aílahæztu skipum á þeim tima. Árið 1899 lauk Friðrik stýrimanns- prófi og var næstu 3 árin stýrimaður með Jóhannesi, á kútter Kristófer. Mun hann á þessum árum hafa feng- ið góða þekkingu og reynzlu hjá þess- um ágætismönnum, er seinna varð hon- um að góðum notum, eftir að hann tók við skipstjórn. Hann varð fyrst skipstjóri á kútter Ró- bert 1902 og siðan nokkur ár með kútt- er »Svan« og kútter »Haffara« fyrir Sig- urð Jónsson i Görðunum og aflaði prýð- is vel. Árið 1907 réðist hann sem skipstjóri bjá 0. Olafsen (H. P. Duus), er hér hafði þá mesta útgerð á Suðurlandi og var hann skipstjóri á skipum hans nær 20 ára tíma og lengst af með þilskipið »Ásu«, er var mikið happaskip. Pað bar strax á því að Friðrik var heppinn fiskimaður, því oftast var hann viss með að fá fisk, þó mjög væri lítið um drátt hjá öðrum mönnum, og eftir að hann varð háseti var hann lengstum langhæztur í drætti á skipinu og hið Friðrik Ólafsson. sama kom einnig i Ijós eftir aðhanntók við skipstjórn; var hann um langt skeið hæztur með afla af öllum þilskipum hér Suðurlandi. Dugnaður hans og þrautseigja við fisk- veiðarnar var með afbrigðum, og sóttust menn eftir að komast í skiprúm hjá honum, þar sem honum brást eigi afli. Það lætur að líkindum, að með jafn- mikilli sjósókn, hafi Friðrik stundum komist í krappan dans við Ægi; er til þess tekið, að eitt sinn, er hannvarmeð Ásu, lenti hann i ofviðri og stóráföllum fyrir sunnan land og tók hann þá tví- vegis út af skipinu, en komst sjálfur upp

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.