Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 10
96
ÆGIR
þar til greina, sem orsakar þvi. — Ægir
vill ráða mönnum til að lesa þessa
merku bók um leið og hann óskar
bæði Hafnarfjarðarbæ og höfundi bók-
arinnar til hamingju með verkið. Er
vonandi, að fleiri bæir vorir, fari að dæmi
Hafnarfjarðar og láti skrá sögu sína áð-
ur en margt af því gamla, sem enn er
varðveitt i minnum manna, er fallið í
gleymsku og dá.
Svbj. Egilson.
Skýrsla
frá fiskifulltrúanum á Spáni.
Barcelona 20. febr. 1934.
Avenida Victor Hugo, 4—5.
Markaðurinn hér á Spáni hefur verið
óvenjulega daufur i febrúar, og gengið
því ver, sem lengra hefur liðið á mán-
uðinn. Vita menn ekki hverju þetta sæt-
ir. Nokkuð er þvi kennt um að veðrátt-
an hefur verið óvenju hlý og gróðurþví
þotið upp og nóg af grænmeti, þó aftur
hafi kólnað síðustu tvo dagana og snjóað
i nótt hér í Barcelona. Aðrir kenna þessa
deyfð því, að hér séu óvanalega miklar
birgðir fyrirliggjandi. Eru þær taldar
vera um 4400 lestir og munu duga fram
í júni þó ekkert bætist við. Reikni smá-
salarnir þvi með verðfalli og dragi við
sig kaup.
í opinberri skýrslu um innflutninginn
af saltfiski til Spánar síðastliðið ár, er út
kom í fyrradag, sést, að innflutningurinn
hefur verið hér um bil alveg sá sami
og árið áður, 56.841 lestir árið 1933, en
56.777 árið 1932. Hefur Island helming-
inn af öllum innflutningi eins og áður,
28.336 lestir, en 28.474 árið 1932. Af-
gangurinn skiptist á sömu lönd og þá
og nam sem hér segir fyrir hvert þeirra,
en magnið fyrir 1932 er sett í svigum:
Danmörk 10.001 lest (10.203), Frakkland
400 (373), Bretland 680 (633), Noregur
6.717 (7.072), Newfoundland 10.384 (9.936)
en önnur lönd 259 lestir (150).
1 Ítalíu hækkaði verðið fram að miðj-
um mánuði, en hefur fallið aftur síðustu
dagana. Er því kennt um, að þar sé
nokkuð af slæmum labra, er spilli sölu
á öllum fiski, því enginn sé óhultur um,
að verði seldur einhverjum keppinaut
hans fyrir lítið verð, og muni þvístöðva
sölu á öðrum fiski á meðan verið er að
koma honum út.
Aftur á móti er heldur gott hljóðið í
Portúgalsmönnum. Raunar er lágt verð
á fiski frá Newfoundlandi í Oporto og
lítil eftirspurn eftir, nema smæsta og ó-
dýrasta fiskinum þaðan, svo stærsti fisk-
urinn, sem seldist fyrir360—420 escudos
í desember, er nú kominn ofan í 280
escudos. 1 Lissabon er talin góð eftirspurn
eftir íslenzkum fiski, sérstaklega siðan
Norðmenn hækkuðu lágmarksverðið á
sinum fiski. Ganga sögur um, að þeir
hafi tapað töluverðu fé hjá innflytjend-
um, sem ekki reyndust borgunarmenn
fyrir skuldum sínum.
Siðan Grikkir tóku að heimta full-
komna vöruúttekt til greiðslu á innflutn-
ingi þangað, hefur gríski markaðurinn
verið lokaður fyrir okkur. Hafa Frakkar
unnið markað þann, sem við höfum haft
þar áður, og nam innflutningur þeirra í
janúar 4.547 lestum. Gátu þá engir selt
þangað aðrir, nema Rússar, er seldu
þangað 32 lestir. í febrúar hafa Frakkar
selt 500 lestir til Patras og er það í fyrsta
skipti sem þeir hafa getað selt nokkuð
á suður-gríska markaðinum, nú í lang-
an tíma, því þar var hætt að seljastnokk-
uð nema fiskur frá Labrador og íslandi.
Auk þess hafa þeir selt 675 lestir af ó-