Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 16
102 ÆGIR þar lítið af loðnu og varð því að flylja síld frá Austfjörðum suður þangað til beitu. Hefði átt að vera auðgert aðflytja sildina nýja eftir hendinni, því að þá veiddist oftast eða alltaf næg sildáAust- fjörðum. Þessu var þó ekki að heilsa þá, því að farkost vantaði til stöðugra beitu- flutninga. Sama endurtekur sig nú í marz. Fram eftir þeim mánuði var næg síld á Eskifirði, en bátar á Hornafirði og Djúpa- vogi urðu þá nokkrum sinnum að vera í landi vegna beituleysis. Það er alger- lega ófullnægjandi, þótt bátar, sem aðra flutninga stunda, flytji beitu til þessara staða — með höppum og glöppum — þegar þeir eiga ferð þessa leið. Lang- hentugasta og hagkvæmasta leiðin væri sú, að sæmilega góður og hraðskreiður bátur annist þessa beituflutninga ein- göngu, eða fyrst og fremst beituflutninga. Margur kann að segja, að síldina megi frysta eystra og flytja hana síðan til Hornafjarðar og Djúpavogs og annara veiðistöðva, þar sem beituþörf er ogláta hana á íshús þar. Þetta er vitanlega hægt að gera, en með þessu móti verð- ur síldin þrefalt eða fjórfalt dýrari, en þegar hún er flutt ný til veiðistöðvanna. Auk þess er mögur vetrarsíld léleg beita þegar hún hefur verið geymd lengi í frosti. Hitt er aftur á móti ekki hægt að afsaka að menn skuli treysta svo ein- vörðungu á möguleikana fyrir því að geta stöðugt fengið ferska beitu, að menn ekki frysti nokkuð af síld áður en ver- tíð byrjar — til vara. — Þegar þess er gætt að útgerðarmennirnir sjálfir, gera engar ráðstafanir til að fersk síld sé reglu- lega til þeirra flutt, þótt hún veiðist. Eins og nú horfir við er ekki annað líklegra, en að bátar verði tepptir frá veiðum vegna beituleysis eða verði að kaupa síld frá öðrum landsfjórðungum eða út- löndum, fari síld ekki að veiðast bráð- lega aftur. Væri það næsta óviðfeldið, þar sem nokkur þúsund tunnur af síld hafa veiðst á Auslfjörðum í vetur. Þá vil ég enn minnast á einn mögu- leika til beituaflana, sem lítið eða ekk- ert er reyndur, en það er að veiða síld- ina út af Hornafirði og þar fyrir vestan í drifnet. Sannanir hafa verið færðar fyr- ir því, að síld er oft á þessum slóðum eftir að kemur fram í aprimánuð, en sáralítið hefur verið gert til að veiða hana. Eg hef sjálfur gert tilraunir i þess- um efnum og get því talað af nokkurri reynzlu. Eg skal tíl gamans geta þess, að vorið 1923 seint í april eða snemma i maí, var ég á skipi ca 22 sjómílur úti af Hornafirði. Var þá svo mikil síldargengd þar i uppivöðu, að ég minnist ekki að hafa séð öllu meiri síldarbreiður. Á sama tíma var beitulaust á Hornafirði og var þá sent til Vestmannaeyja eftir frosinni síld til beitu, sem kostaði, komin til Hornafjarðar 140 krónur — eitt hundr- að og fjörutiu kr. — hver tunna. Eng- um kom til hugar að reyna að veiða síld á þessum stöðvum. Menn rengdu jafnve!, að þetta hefði verið síld er við sáum þarna, þótt við skýrðum frá þvi, að við hefðum veitt hana og notað til beitu. Tveim árum síðar veiddi ég tals- verða sild á þessum slóðum og vestur við Hrollaugeyjar og seldi til beilu til Hornafjarðar og Austfjarða, þá urðu menn að trúa, en nú litur nærri útfyrir að þetta sé gleymt. Útfhitningur á ísvarðri síld. Einhvern merkasta þáttinn er við kemur útgerð Austfirðinga á þessu tímabili, má áreið- anlega telja það nýmæli, að nú hefur nokkuð af vetrarsíldinni verið flutt út í ís. 1 síðustu skýrslu minni gat ég um undirbúning, sem gerður var í fyrrahaust i þessum efnum og um útflutninginn til áramóta. Eftir áramót eru fluttir út 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.