Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 21
ÆGÍR 107 Starf Rauða krossins í Sandgerði. _____ : L. j j 1 í Hjúkrunarkona Rauða Krossins hefur starfað í Sandgerði i vetur, eins og fyrir- farandi 8 vétrarvertíðir. Þar eru nú gerðir út rúmlega 30 mótorbátar. Ef landfólk er talið með, er þarna saman komið 4—500 manns, sem lifir við ófullkomin húsakynni og aðbúnað. Hjúkrunarkonan hlynnir að þeim, sem veikjast — og hjúkrar, eftir því sem ástæður leyfa. Auk þess leitar á sjúkrastofuna fjöldi sjómanna með handarmein og aðrar ákomur. Brýn þörf er á að koma upp sjúkra- skýli og baðhúsi fyrir sjómenn, um vetrarvertíðina. Rauði Krossinn hefur áformað að beita séf fyrir þessu og látið gera uppdrátt af húsinu. Fjársöf'nun er þegar hafin. Sjómenn hafa lagt fram nokkurt fé, en Miðneshreppur hefur heitið styrk til skýlisins. Auk þess hafa eigendur Sandgerðis heitið ókeypis lóð undir húsið, sem Kauði Krossinn reynif að koma upp hið fyrsta. Framkvæmda- nefnd Rauða Krossins fór nýlega til Sandgerðis í þessum erindum. Auglýsing um útflutning á fiski til Bretlands. Vegna þess að margir úlflytjendur van- rækje að útvega sér fyrirfram leyfitijút- flutnings til Stóra-Bretlands á nýjum fiski og óverkuðum saltfiski og vegna þess, að brezk stjórnarvöld munu framvegis krefjast þess, að slík leyfi séu komin þeim i hendur áður en skip það, seni fiskinn flytur. tekur brezka höfn.er það hérmeð alvarlega brýnt fyrir þeim, sem hlut eiga að máli, að framvegis fæst enginn nýr fiskur né óverkaður saltfiskur fluttur úr skipi, í brezkum höfnum, nema innflutn- ingsleyfi sé fyrir hendi, þegar skip það, sem flytur hann, hafnar sig. Til þess að útflytjendur geti vænzt innflutningsleyf- is i Bretlandi, verða þeir því að afhenda atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu, í síðasta lagi sólarhring áður en skip það, sem fiskinn flytur út, leggur frá landi, sundurliðaða skýrslu um fisk þann, sem þeir óska að fá leyfi til að flytja út. Mun þá ráðuneytið annast um, að innflutnings- leyfi verði veitt í Bretlandi, en búast má við, að leyfi verði aðeins veitt fyrir fisk- tegundir, sem verðmætar eru til útflutn- ings á brezkan markað. Þeir sem ekki í tíma sækja um útflutn- ingsleyfi, geta ekki búist við að fá það og fá þá heldur ekki fiskinn fluttan inn í Bretlandi. Atvinnu- og samgöngum.ráðun. 3. apríl 1934. Magnús Guðmundsson. Vigfús Eincirsson. Auglysing um sölu saltsíldar til Finnlands. Á tímabilinu frá 1. desember 1933 til 30. nóvember 1934 getum vér flutt til Finnlands 32570 kg. saltsildar, eða um 325 síldartunnur, sem ekki yrði hærri innflutningstollur á en 50 penni pr. kg. eða V* hluti af gildandi síldartolli. Samkvæmt þessu er hér með skorað á þá síldarútflytjendur, sem hafa flutt út síld undanfarin ár og kynnu að vilja notfæra sér þessi hlunnindi, að sækja til atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins um útflutningsleyfi fyrir 1. ágúst 1934. Atvinnu- og samgöngum.ráðun. 3. apríl 1934. Magnús Guðmundsson. Vigfús Einarsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.