Ægir - 01.10.1936, Side 4
230
Æ G I R
1029........... 8927 sniál.
1980........... 8213
1931 ......... 8780
1932 ......... 8852
1933 ......... 7587 —
; 1934......... 10405
Fyrir árið 1935 voru skýrslur eigi full-
gerðar, eu lalið var að mundi nema um
12000 smál.
Innflutningurinn skiftist aðallega á
þessi lönd: Frakkland, New-Foundland,
Rússland, Rretland, en árið 1934 skiftist
hann þannig:
l'rakkland................... 5511 smál.
New-Foundland................ 3435
Itússland.................... 1115
Hretland...................... 248 —
Island, Noregur ogönnurlönd 90
Frakkland og sennilega New-Found-
land mundu halda velli í samkeppni við
okkur, en það mun koma einkennilega
fyrir sjónir, að Soyjel skuli hafa jafn
mikinn innílutning og raun ber vitni.
Okkur, sem árlega höfum verið í mark-
aðslöndunum og þannig gefist lækifæri
til þess að fylgjast með framleiðslu hinna
ýmsu landa, kemur þó ekkert á óvart,
því síðan um 1925 hefur rússneski fisk-
urinn verið að þvælast á íleslum Mið-
jarðarhafs mörkuðunum, jafnvel Portú-
gal líka. Fyrst sem mjög léleg vara og
eingöngu notaður í »dumping«, síðan
smám saman i)atnandi og með hækkandi
verði, þar til nú loks tvö siðnstu árin,
að liann er orðinn einhver bezti fiskur-
inn á markaðinum eftir verkunar-aðferð
en jafnframt sá dýrasti. Yerðmunur á
hezta franska fiskinum og þeim rúss-
neska var nú í Grikklandi ca. 15°/«. Hvar
sem ég kom og sá fisk, hvort heldur hjá
innllytjendum, heildsölum eða í búðum,
gerði ég rækilegan samanburð og all-
staðar með sama árangri, rússneski flsk-
urinn bar svo langt af, og sá ég ekki
einn einasta fisk, sem ekki var fyrsta
llokks, enda sögðu innflytjendur mér,
að þeir seldu nú ekki aðra ilokka, og
að þeir gætu ávallt reitt sig á bæði gæði
og vigt. Fiskurinn er verkaður sem »þveg-
inn og pressaður«, himnudreginn, og er
afskipað í kössum, sem innihalda ein-
hversstaðar á milli 100—120 kg, og er
fiskþyngd og umbúðir áletrað í tvennu
lagi á hvern kassa. Fiskurinn er hvítur,
sléttur og áferðarfallegur og það sem
mest er um vert fyrir neytendur, að hann
er afar þykkur, Í^Stmikill og stendur
sizt á sporði okkar hezfa sumar- eða
haustíisks al' ströndinni.
Talið er víst í markaðslöndunum, að
Rússar hljóti að hafa fengið góða kennslu
og drógu eigi dul á, livaðan komin væri.
Upprunalega var fiskurinn seldur að
eins undir nafninu »Klipfisk«, en síðan
gæðin urðu viðurkennd, stendur á hverj-
um kassa i sviga:
Rusikos Bakalaos
Klipfisk,
en inn í hringnum:
W. R. S. S.
Murmansk.
Innflytjendur stóðu fast á, að nafnið
»Klipfisk«, hefði sparað Rússum mikla
fyrirhöfn og auglýsingakostnað.
Af framanskrifuðu er því augljóst, að
úr jiessari áll stafar oss mest hæltan, en
svo einkennilega vill lil, að innflutning-
ur frá Rússlandi til Grikklands hefur
hríðfallið á árinu 1935 og nær enginn á
þessu ári, og kvörtuðu Grikkir undan,
spurði ég þá að, hverju sætti, og var
svarið, að Rússar heimtuðu nú of hátt
verð, scm gríski markaðurinn þyldi ekki.
Eru þetta sannarlega góðar fréttir fyi'-
ir okkur, J)ví í lófa á að vera lagið, að
taka við innflutningsmagni þeirra og
meira, til Grikklands.