Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1936, Page 13

Ægir - 01.10.1936, Page 13
Æ G I R 239 láta fara fram rannsókn á því, hve mik- ið væri til hér af fjörugrösum, og hvort ekki gæti borgað sig að safna þeim hér i stórum stíl, til útflutnings, ef komist yrði upp á lag með það að þurka þau, eða það lært af þeim, sem kunna. Um þetta hefi ég rætt við núverandi búnaðarmála- stjóra, og befur hann verið mér sam- mála í því, að slík rannsókn væri æski- leg. Yæri vel ef að einhverjum jurta- fræðingi væri falið það starí' á komanda sumri. Á. F. Mb. »Úlfur Uggason« S. I. 34. Stærð 8 lestir brt. Vél Hein, 12 hö., ísett 1925. Hér fer á eftir grein um hrakning háts- ins, eins og blöð hér syðra, hafa frá hon- um skýrt og því hætl við, að vélarhilun hafi verið í þvi fólgin, að vélin var laus á fundamenlinu, að því er sögur herma hér, en sé það ranghermi, er velkomið i'úm i Ægi til að leiðrétta það. Þegar Yél losnar á undirstöðunni, þá verður vart gert við það á hafi úti, og er þá ekki um vél að ræða, þá eru það að eins seglin. Blöð hér skýra svo frá: »Vélb. Úlfur Uggason, sem sagt var frá ' blöðum hér 15. nóv.,að óttast væri um, er kominn fram. Fannst hann með bil- aða vél um 5 sjómílur norðvestur af Strákum. Eins og áður hefur verið frá sagt, lór Úlfur Uggason frá Sauðárkróki sl. hmmtudagskvöld og var vb. Haraldur sendur út til að leita hans. Á laugardags- kvöld kom Haraldur lil Siglufjarðar áu þess að hafa fundið Úlf. Skömmu seinna lór hann aftur að leita og fóru þá þrír aðrir bátar, eiunig að leita. Eftir stutta leit fundu þeir bátinn. Vélin bilaði í Úlf Uggasyni, er hann var kominn að Málmey. Rak bátinn þá til hafs. Síðari lduta dags á föstudag, fékk báturinn norðvestán leiði og sigldi þá upp undir land, en er hann kom upp undir land, gekk lil landáttar, og var þá bátnum sigll aftur til hafs til að forðast landkreppu. Skipverjar á Úlf Uggasyni, urðu tvis- var varir við skipaferðir, en tókst ekki að komast í samband við þau. Bátverjum leið öllum vel er báturinn fannst«. Þetta er gott dæmi upp á þörf taltækja í skip og báta og einnig um nauðsyn á starfræktun taltækja í veiðistöðvum. Fyrst fer einn bátur að leita Úlfs og mun að líkindum oft hafa verið nálægt honum, en ekki var auðið að gefa merki. Þegar þessi eini bátur finnur ekki Úlf, eftir að hafa leitað föstudag 13. nóv. og laugard. 14., kemur hann til Siglufjarðar um kveld- ið, án þess að hafa fundið hátinn, legg- ur aftur af stað og auk hans 3aðrir bát- ar, þá eru fjórir farnir að leita. Á heim- ilum skipshafnar Úlfs er ótti og kviði, sömuleiðis hjá leitarmönnum, því dauða- leit er alvarleg ferð, og að lokum er kostnaðarhliðin, sem hér, að vísu, heíir varla orðið mikil, er leitarmenn brátt fundu bátinn, en gat orðið það, befði það dregist. Þessa er getið hér, til að henda á, hve taltæki eru nauðsynleg í báta, ekki sízt í þá er annast ílutninga, því oft vill þar verða svo, að fleiri en einn hiðja um far milli hafna. Hefði háturinn haft talslöð og starf- ræktur talsími er á Siglufirði, þá hefði ])egar mátt koma bátnum lil hjálpar eft- ir hans eigin tilvísun.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.