Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1936, Page 19

Ægir - 01.10.1936, Page 19
Æ G I R 243 Fiskimið í Grænlandshafi. A ferðum minum með Þór síðastliðið sumar, varð mér ljóst, hve auðugt dýra- líf er í Grænlandshafi, þ. e. hafinu milli íslands og Grænlands. Víða var þar mergð af krabbadýrum í yfirborði (Amphipoda), en við botninn voru allskonar ládýr, auk margra fisktegunda. Þarna var nokkuð af stórhveli (steypireiður) og mikið af fugli. Eftirtektarverðast var slæðingur af stórþorski, sem auðsjáanlega var þarna allt sumarið, þarna var haglendið, sem hann notaði, í stað landgrynnisins við V- N- og A-land. Þennan stulta tíma sem við vorum í Grænlandshafi, gátum við litlar veiðitilraunir gert, en urðum að láta okkur nægja að taka fyrir lítil svæði og gera þar mælingar og hráða- hirgðar rannsóknir fyrir seinni tímann. A hinn bóginn hafa Norðmenn gert fiski- tilraunir víðs vegar um hafið, bæði ár- ið 1931 og 1933, og mér fmnst árangur tilraunanna svo merkilegur, að lesendur Ægis verði að kynnast honum. Heimild sú, sem eg fer eftir, er nýútkomin bók, eftir kapt. Thor Iversen, sem heitir Syd- östgrönland og Jan Mayen, Bergen 1936. Arið 1933 hefur höfundurinn gert fiski- tilraunir á rúml. 40 stöðum, og vil eg nú telja þá helztu, þar sem um merki- legan árangur var að ræða frá báðum úi'unum. 26.-27. júlí 1931 (66° 58’ N 29° 56’ V), voru lagðir og dregnir 2430 önglar (lína) á 168—191 faðma dýpi. Beita lryst síld. A þetta veiddust 443 stórþorskar, 1 lúða (6 kg), 8 smáskötur, og auk þess nokk- uð af öðrum flski. 90 önglar voru lagð- ú' sem llotlóð á 25—75 metra dýpi, og veiddust 7 þorskar á þá. A 1800 öngla, sem lagðir voru 28.— 20- júlí 1931 á 150—151 faðma dýpi (66° 58' N 29° 01' V) veiddust m. a. 351 þorsk- ur (63—103 cm). Á 540 öngla (65° 43' N 32° 25' V) veidd- ust 31. júlí 1931 78 þorskar (60—108cm) og 1 lúða (38 kg slægð). Beita fryst síld. Á 900 öngla veiddust (65° 31' N 33° 35' V) sama dag 159 þorskar. Dýpi ca 130 faðmar, heitl frystri síld. 3. ágúst 1931 fengu 8 menn 751 þorska á færi (65° 22' N 37° 35' V). Þarna var dýpi 767 metrar, en fiskurinn var dreg- inn nppi við yfirborð. ísröndin var þarna alveg við skipið. og þorskurinn sást vera að synda á milli jakanna. Daginn eftir fengust á sama stað á færi 442 þorskar. Af því drógu flmm menn 250 á klukku- stund, um morguninn, aðeins á 3—30 föðmum undir yfirborði. 5. ágúst drógu fimm menn 568 þorska á 34/2 klst. (65° 23' N 28° 06' V). Þarna var dýpi 335 faðmar, en fiskurinn stóð 3—15 faðma undir yfirborði. 6. ágúst 1931 fengust (65° 16’ N 37° 04' V) m. a. 2 lúður ((>1 kg) og 40 þorskar á 330 öngla haukalóð og 48 þorskar á 400 öngla þorskalóð. Beitt var fryslri sild á háðar linurnar, dýpi var 108—121 faðm. 7. ágúsl 1931 var lögð 330 öngla hauka- lóð (65° 09' N 35° 57' V), og fengust 40 þorskar og 3 lúður (108 kg). Dýpi var það sama og daginn áður. 23. júní 1932 var lögð 600 öngla hauka- lóð á 127—180 faðma dýpi (61° 19' N 41° 18' V) og fengust á hana 34 þorskar, 31 keila og 3 ílyðrur (40 kg). Sama dag var aft- ur lögð 600 öngla haukalína á lítið eitt öðrum stað (61° 25' N 41° 33' Y) og nokk- uð minna dýpi (111—136 föðmum). Á hana fengust 6 lúður (245 kg) 73 þorsk- ar og 26 keilur. Seinna þennan dag var lagður þriðji búturinn (600 önglar) á 106-114 metra dýpi (61° 30' N 41° 31' V), og fengust þar 30 þorskar, 9 keilur og 12 lúður (104 kg).

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.