Ægir - 01.10.1936, Qupperneq 21
Æ G I R
247
er þar meira, einkum þar sem vænta
uiá lúðu, og svo er ísinn. En því verða
fiskimenn að venjast, eí' þeir vilja sækja
þangað sjóði. Þá má benda á, að Græn-
landshafið gæti haft hina meslu þýðingu
fvrir hval- og selveiðar, en þar væri efni
í aðra ritgerð. Á. F.
Fundarg’erð.
Öagana 4.—6. nóvember 1936 var sam-
kvaemt fundarboði fjórðungsstj. fiskid.
Vestfjarða, haldinn fulltrúafundur út-
gerðarmanna, í húsi Hjálpræðishersins
ísafirði.
Þessir fulltrúar mættu á fundinum:
Ur Dýrafirði: Jón Fr. Arason, Hvammi,
Jóhann Jónsson, Haukadal. Úr Súganda-
fii'ði: Friðbert Guðmundsson. SturlaJóns-
son. Ur Bolungavík: Einar Guðfinnsson,
Benoný Sigurðsson. Úr Hnífsdal: Einar
Steindórsson, Páll Pálsson (og síðar Ingi-
mar Finnbjörnsson í stað Páls). Af ísa-
firði: Arngr. Fr. Bjarnason, Eiríkur Ein-
;il'sson, Jón Kristjánsson, Ólafur Magn-
hsson. Frá Átftfirðingum: Jón A. Jóns-
s°n alþm.
Ennfremur mætti á fundinum, erind-
(eki Fiskifélagsins í fjórðungnum, Krist-
•lan Jónsson frá Garðsstöðum, og voru
k°num einróma veitt fulltrúaréttindi.
k undarstjóri var kosinn Kristján Jóns-
son og til vara Friðbert Guðmunsson;
i'itarar Ólafur Ma gnúss. og Slurla Jónss.
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar
a fundinum:
E Verðlag' á útgerðarvörum.
E Fundurinn væntir þess, að nefnd
Sn sem skipuð hefir verið til þess að
lannsaka verðlag á kolum, salti og olíu,
skili álili sínu hið allra fyrsta, og í sið-
asta lagi um áramót og krefst þess, að
Alþingi og ríkisstjórn — að því fengnu
— geri víðtækar ráðstafanir lil þess, að
þessar nauðsynjavörur útgerðarinnar,
verði ekki óeðlilega dýrari héi' en í ná-
grannalöndunum, og selji á þær há-
marksverð, ef nauðsyn krefur. Jafnframt
telur fundurinn nauðsynlegt, að eftirlit
sé haft með gæðum olíu og salts, sem
notað er í landinu.
2. Fundurinn álítur sjálfsagt, að veið-
arfæri séu, undir núverandi kringum-
stæðum, unnin i landinu sjálfu, að svo
miklu leyli sem unnt er, en telur hins
vegar nauðsynlegt, að opinbert eftirlit sé
liaft með því, að ekki verði notað í veið-
arfærin lélegl eða ónothæft efni, og að
verðið sé ekki liærra á hverjum tíma
en í nágrannalöndunum.
Að sjálfsögðu er það ekki tilætlun lög-
gjafans að gefa þessum iðnfyrirtækjum
tækifæri til þess að skatlleggja útgerðina
með of háu verðlagi á þessum vörum
vegna þeirra verndartolla, sem settir hafa
verið.
Ef ekki er unnt að kippa þessu í lag,
verður að krefjast þess, að óhindraður
innflutningur veiðarfæra verði leyfður
og tollar á þeim afnumdir, eða, að rík-
issjóður greiði þennan mismun til út-
gerðarinnar að öðrum kosli.
2. Stuðningur til veiðarfæralcaupa.
Þar sem útgerðarmenn eru nú svo að-
þrengdir vegna allaleysis síðustu ára, svo
og hinnar miklu sölutregðu og þess lága
verðlags, sem verið hefir á afurðum
þeirra, að fyrirsjáanlegt er, að fjöldi
þeirra getur ekki aflað sér nauðsynlegra
veiðarfæra fyrir næs.tu vetrarvertíð, þá
skorar fundurinn á ríkisstjórnina að gera
nú þegar ráðstafanir lil þess, að vest-
firskir útgerðarmenn verði styrktir af
opinberu fé til veiðarfærakaupa.