Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1936, Síða 24

Ægir - 01.10.1936, Síða 24
250 ZE G I R um lélega og alls ófullnæg'jandi varðbál við Yestfirði burtu yfir haustmánuðina, sem er sá tími, er togarar leita mest i landhelgi, og hve seint er lirugðið við, þótt kvartanir eða kærur komi um yfir- gang togara við smábáta og ásælni í landhelgi, enda er það fullkunnugt, að liin lélega landhelgisgæzla, undanfarin tvö haust, hefur ált mikinn þátt í því, hve vertiðir þessar hafa brugðisl. 2. Þar sem sala varðskipsins Óðins, var samk. yfirlýsingu Alþingis, gerð með það fyrir augum, að fyrir andvirði hans yrðu keypt smærri skip til stöðugrar og fyllri landhelgisgæzlu, og verndar fyrir smærri fiskiílotann, skorar fundurinn á ríkisstjórn og Alþingi að sjá um, að nú þegar verði haldið hér uppi slíkri starf- semi, svo að gagn sé að, en til þess tel- ur fundurinn nauðsynlegt: a) Meðan ekki eru smíðaðir sérstakir varðbátar, verði fengnir til gæzlunnar hraðskreiðustu og hezt útbúnu vélbát- arnir, sem hægt er að fá, en ekki not- aðir gangtregir, lílt útbúnir og ótraustir bátar, eins og nú er. b) Að gæzlunni sé haldið uppi allt ár- ið og auk varðhátsins, sé Ægir eða ann- að varðskip látið koma liingað til gæzlu, sem oftast frá 1. sept. til 1. jan. ár hvert. e) Sökum vaxandi ófriðar með fiski- lóðir manna á gæzlusvæðinu og veiðar- færataps af völdum togara, einkum við Isafjarðardjúp, sé varðhát og varðskipi einnig ætlað að vernda bátamiðin og vera bátum til aðstoðar jafnframt gæzlunni. Dömsmálaráðherra var og sent sérstakt skeyti viðvíkjandi landhelgisgæzlunni. Samþykkt í einu hlj. 9. Rækjuveiðar. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að láta vinna ötullega að aukinni sölu á ísuðum og niðursoðuum rækjum, þar sem rækjuveiðar geta orðið nota- drjúgar og arðvænlegar, einkum fyrir smáútgerðina, og veila tiltölulega mikla vinnu í landi, sem getur að nokkru kom- ið sem upphót þeirrar vinnu til kvenna og unglinga, sem missist með minnk- andi saltfisksverkun. Samþ. í einu hljóði. 10. Hafnarbætur í Siigandaíirði. Fundurinn er eindregið meðmæltur hafnarbótum í Súgandafirði, og skorar á þing og stjórn, að veita á næsta Ál- þingi íé lil framkvæmdanna, svo hægt verði að hyrja á verkinu næsta sumar. Samþ. í einu hlj. 11. Geng'ismálið. Það er öllum sem lil þekkja vitanlegt, að útgerðin hefir verið rekin með stór- tapi mörg undanfarin ár vegna þess, að ekki hefir verið fáanlegt á heimsmark- aðinum það verð, sem samsvarað hefur kostnaði við öllun fiskjarins. Hinsvegar má öllum vera það ljóst, að gengi ísl. krónu er nú og hefir verið um mörg andanfarin ár skrað langtyfir því verði, sem hún raunverulega hefir í viðskipt- um við aðrar þjóðir. Meðal annars vegna þessa hágengis, hafa framleiðendur lit- flulningsvara: útgerðarmenn, sjómenn (hlutamenn) og hændur fcngið, miklum mun minna fyrir framleiðslu sína, en réttmætt er. Má fullyrða að gengi krón- unnar sé nálega 40°/o of hátt, Þar sem fyrirsjáanlegl er, að útgerðin er komin að þrotum, og þá ekki sízt vegna rangr- ar gengisskráningar, skorar fundurinn á Alþingi og rikisstjórn að færa gengi isl. krónu niður um allt að 30°/o. Sé þá jafnframt gert ráð fyrir, að dýr- tíðarupphót á launum embættis- ogstarfs- manna rikisins, hækki ekki frá því sem nú er. Samþ. með 7:2 atkv.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.