Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1939, Síða 7

Ægir - 01.05.1939, Síða 7
Æ G I R 107 unum, sem lána fé til sjávarútvegsins, mest fjárhagslegt öryggi. Með frumvarpi um lilutarútgerðarfé- lög, sem birl er liér á eftir, er byggður grundvöllur til að reisa á félagsleg samtök um fiskveiðar og aðra starfsemi í sam- handi við þær, með almennri þátttöku þeirra, sem að því starfa. Gert er ráð fyr- ir, að allir, sem að útgerðinni vinna hjá slíkum félögum á sjó og' í landi, séu fé- lagsmenn, en þó gert ráð fyrir, að um undantekningu geti verið að ræða að því er snertir ráðningu skipverja um stund- arsakir í forföllum annara. Ábyrgð fé- lagsmanna á skuldJjindingum félagsins er takmörkuð við 300 krónur. Þá er svo á- kveðið, að allir fastir starfsmenn félags- ins og skipverjar á skipum þess skuli ráðnir gegn ákveðnum hluta af afla, en ekki fyrir fast kaup. Með þessu er að því stefnt, að allir, sem að útgerðinni vinna á sjó og landi, sjómenn, verkafólk, sem vinnur að verkun aflans í landi, skrifstofu- menn, framkvæmdarstjórar og stjórnend- ur, fái vinnu sína greidda með aflahlut í stað fastra launa. Er þetta því miklu víðtækara hlutaskiptafyrirkomulag held- ur en áður hefir tíðkazt, þar sem nú munu það eingöngu vera sjómennirnir, sem taka aflahlut fyrir vinnu sína. Verður það að teljast réttast skipulag i útgerðar- málunum, að allir, sem i þeirri atvinnu- grein starfa, taki laun eftir því sem aflast, °g verður það ekki betur tryggt á annan liátt en þennan. Með þessum liætti verður það hagur þeirra allra hlutfallslega jafnt, þegar vel aflast og verð afurðanna er liátt, og aftur á móti leggjast byrðarnar ®f aflaleysi og lágu afurðaverði hlutfalls- lega jafnt á alla þátttakendur í útgerðinni, en ekki aðeins á nokkurn hluta þeirra, eins og nú tíðkast. Því hefir verið haldið fram, að eigi niyndi unnt að koma við hlutaskiptum að því er snertir þá menn, sem vinna að verkun og hagnýtingu aflans i landi. Þetta mun þó auðvelt, ef vilji er fyrir hendi. Yerður að teljast vel hægt fyrir landverka- fólk að taka þátt í slíkum félagsskap og taka að sér fiskverkun gegn ákveðnum hluta af aflanum í verkunarlaun, og vrði sá aflahlutur mismunandi stór, eftir því á hvaða verkunarstigi fiskurinn yrði seldur. í frumvarpinu er ákvæði um stofnun tryggingarsjóðs, i þeim tilgangi að tryggja félagsmönnum lágmarkstekjur. Á síðustu árum hefir það farið í vöxt, að sjómönn- um, sem ráðnir eru fyrir aflahlut, hafa verið tryggð lágmarkslaun yfir útgerðar- tímann, venjulega allmiklu lægri en kaup fastlaunaðra sjómanna. Þó að þessi trygg- ing sé ekki miðuð við hátt kaup, eru þess dæmi, að mjög erfitt hefir orðið fyrir einstaka útvegsmenn að uppfylla þessar kröfur um lágmarkskaup, þegar illa árar, því að þá er af engu að taka lijá útgerð- inni. Er þess því mikil þörf að koma þess- um tryggingum þannig fyrir, að viðráð- anlegt sé fyrir útgerðarfyrirtækin, en þó nokkurt öryggi um afkomuna fyrir sjó- mennina. Er hér ákveðið, að leggja skuli í tryggingarsjóðinn ákveðið liundraðs- gjald af verðmæti aflans, miðað við verð hans upp úr skipi, og að hæjar- eða sveit- arfélag, þar sem hlutarútgerðarfélagið á heima, skuli leggja jafnháa fjárhæð í sjóð- inn á móti tillagi félagsins. Þetta ákvæði er byggt á því, að rekstur útgerðarinnar sé svo þýðingarmikill fyrir viðkomandi bæjar- eða sveitarfélög, að réttmætt sé að leggja á þau nokkra kvöð til að tryggja þeim mönnum, sem að útgerðinni vinna, lágmarkslaun fyrir unnið erfiði. Má benda á, að vafasamt er, að hér yrði um raun- verulega útgjaldaaukningu að ræða fyrir bæjar- eða sveitarfélögin, þar sem þau yrðu sennilega að veita fé til atvinnubóta

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.