Ægir - 01.05.1939, Page 9
Æ G I R
109
ii
Félagsmaður, sem fer úr félaginu, eða bú
þess, sem deyr, ber ábyrgð samkvæmt þessari
grein á skuldbindingum félagsins, er á því
livíldu, er liann gekk úr, þó eigi lengur en tvö
ár frá næstu áramótum eftir úrgöngu, nema
risið hafi mál út af skuld, er stofnuð var á
meðan hann var í því, er bíði úrskurðar dóm-
stólanna.
5. gr. í hlutarútgerðarfélagi skulu skipverj-
ar og aðrir fastir starfsmenn ráðnir gegn á-
kveðnum hluta af afla, og skal hlutúr vera full
greiðsla fyrir vinnu þeirra. Fyrirkomulag hluta-
skiptanna skal ákveðið í samþykktum félagsins.
Veiðarfæra- og beitukostnaður, kol, olia og salt,
greiðist af óskiptum afla.
6. gr. í varasjóð hlutarútgerðarfélags greið-
ist árlega 1% af óskiptum ársafla. í varasjóð
skal greiða árlegan tekjuafgang félagsins, og
skulu ársvextir Iagðir við liöfuðstólinn. Tekju-
lialli, sem verða kann hjá hlutarútgerðarfélagi,
greiðist úr varasjóði.
Fé varasjóðs má nota sem veltufé i þarfir
félagsins.
7. gr. í samþykktum hlutarútgerðarfélags
skal vera ákvæði um tryggingarsjóð, er hafi
það markmið að tryggja félagsmönnum, sem
vinna hjá félaginu, lágmarkstekjur, eftir nán-
ari ákvæðum i reglugerð, sem félagið setur.
Skal sú reglugerð samþykkt af bæjar- eða sveit-
arstjórn, þar sem félagið á heima, og staðfest
af rikisstjórninni. Tekjur sjóðsins skulu vera
þær, sem liér segir:
f. Árlegt gjald, 1% af óskiptum ársafla fé-
lagsins, miðað við verð afla upp úr skipi.
-• Árlegt tillag frá hlutaðeigandi bæjar- eða
hreppsfélagi, er nemi jafnhárri uppliæð
og gjald samkvæmt tölulið 1 verður árlega.
Heimilt er að ákveða, að tillög í sjóðinn
skuli vera hærri en að framan greinir, ef þurfa
þykir, enda sé það samþykkt af hlutaútgerð-
arfélaginu og viðkomandi bæjar- eða sveitar-
stjórn.
rryggingarsjóður skal ávaxtaður í banka
e®a annari tryggri peningastofnun, og skulu
vextir af honum lagðir við höfuðstólinn um
hver áramót.
Hlutarútgerðarfélag eða stjórn þess getur
ekki ráðstafað innstæðu tryggingarsjóðs, og ó-
heimilt er að skerða sjóðinn til lúkningar
skuldum félagsins, en hætti félagið störfum,
skal sjóðurinn ávaxtaður áfram á nafni hlut-
aðeigandi bæjar- eða sveitarfélags, sem getur
ootað innstæðu hans til að greiða tillög i trygg-
ingarsjóði annara hlutarútgerðarfélaga, sem þar
starfa.
8. gr. Fjárreiðum hvers einstaks skips hlutar-
útgerðarfélags skal haldið aðgreindum í bók-
um félagsins.
9. gr. Félagsfundur liefir æðsta vald í mál-
efnum hlutarútgerðarfélags. Einn aðalfund skal
halda árlega, og aukafundi þegar félagsstjórn
telur þess þörf. Ennfremur er félagsstjórn skylt
að boða til aukafundar, ef M félagsmanna
krefst þess skriflega og greinir fundarefni.
. Dagskrá skal jafnan greina i fundarboði.
Atkvæðisrétt á félagsfundum hafa allir með-
limir félagsins. Félagsfundir eru lögmætir, ef
helmingur félagsmanna er mættur. Sé fundur
ekki lögmætur sökum fámennis, skal boða til
nýs fundar, og er hann þá lögmætur án til-
lits til þess, hve rnargir eru mættir. Á fund-
um ræður meiri hluti atkvæða úrslitum mála,
nema öðruvísi sé ákveðið i samþykktum fé-
laganna. Til funda sé boðað með minnst viku
fyrirvara.
10. gr. Á aðalfundi skal kjósa stjórn og
endurskoðendur og varamenn þeirra, sem allir
séu félagsmenn. í samþykktum félags skal á-
kveða tölu stjórnarnefndarmanna og kjörtíma
þeirra. Stjórnin kýs sér formann og varafor-
mann. Stjórnarfundur er lögmætur, ef meira
en helmingur stjórnenda er á fundi, og ræður
afl atkvæða úrslitum mála, en séu atkvæði
jöfn, ræður atkvæði formanns. Stjórnin fer með
málefni félagsins milli funda, samkvæmt lög-
um þessum og samþylcktum félagsins, og bera
sjórnendur ábyrgð fyrir aðalfundi, einn fyrir
alla og allir fyrir einn, nema sá, er látið hefir
bóka ágreiningsatkvæði í gerðabók félagsins.
Endurskoðendur skulu sannprófa, að reikn-
ingum félagsins beri saman við bækur þess,
enda liafi þeir aðgang að öllum bókum og
skjölum á hvaða tima sem er, og er stjórninni
skylt að veita þeim þær upplýsingar, sem þeim
eru nauðsynlegar við framkvæmd starfsins.
Ennfremur er það skylda endurskoðenda að
liafa eftirlit með starfrækslu félagsins yfirleitt.
Nú verða þeir varir við misfellur, er þeir álita,
að félaginu stafi hætta af, og skulu þeir þá
lilutast til um, að bót verði á ráðin svo fljótt
sem þörf krefur, en takist það eigi, skulu þeir
kveðja til fundar í félaginu og bera málið þar
upp til úrlausnar. Endurskoðendur bera ábyrgð
fyrir aðalfundi.
Á aðalfundi skal árlega leggja fram endur-
skoðaða reikninga fyrir næstliðið reikningsár