Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1939, Side 10

Ægir - 01.05.1939, Side 10
110 Æ G 1 R og taka ákvörðun um þá. Nú fellir fundurinn tillögu um að samþykkja reikningana, og get- ur liann þá ákveðið, að yfirskoðun skuli fara fram, eftir þeim reglum, sem fundurinn setur. Að þeirri yfirskoðun lok’inni skal að nýju boða til fundar, sem tekur fullnaðarákvörðun um reikningana. 11. gr. í samþykktum hlutarútgerðarfélags skulu ákveðin skilyrði fyrir úrgöngu úr félag- inu og tilgreindar ástæður, er heimili brott- rekstur félagsmanns. 12. gr. Hlutarútgerðarfélag, sem er löglega stofnað, skal skrásett samkvæmt lögum þess- um, og getur það þá fyrst öðlazt réttindi á liendur mönnum með samningi og aðrir á hend- ur því. Skrásetningu annast lögreglustjóri, þar sem félagið liefir heimilisfang. Atvinnumála- ráðherra setur ákvæði um, hvernig skrásetn- ingu skuli haga, og lætur gera eyðublöð undir tilkynningar til skrásetningar. Félag skal til- kynnt til skrásetningar innan mánaðar frá stofnun þess. í tilkynningu skal greina þessi atriði: 1. Heiti félags, heimili og varnarþing. 2. Dagsetning fétagssamþykkta. 3. Full nöfn, stöðu og heimili stjórnenda og framkvæmdarstjóra. 4. Hver heimild hafi til að skuldbinda fé- lagið með samningum og livernig undir- skrift sé liagað. 5. Hvernig boða skuli félagsmönnum fundi og hirta þeim fundarályktanir eða önnur málefni, er þá varða. Tilkynningu skulu fylgja samþykktir félags- ins i 2 eintökum og lögboðin gjöld. Sé um úti- bú að ræða, slcal það einnig tilkynnt. Ef sam- þykklum félags er breytt, eða breyting verður að öðru leyti á því, sem tilkynnt hefir verið til skrásetningar, skal tilkynna lögreglustjóra breytinguna innan mánaðar. Nú vantar í tilkynningu greinargerð um ein- hver þau atriði, sem skylt er að geta, eða henni er áfátt að öðru leyti, og skal lögreglusljóri birta það tilkynnanda svo fljótt sem kostur er á, en fresta skrásetningu unz úr er bætt. Rétt er tilkynnanda að bera málið undir atvinnu- málaráðlierra eða leita úrlausnar dómstóla. Tilkynningu til skrásetningar skai lögreglu- stjóri tafarlaust birta í Lögbirtingablaðinu á kostnað tilkynnanda. 13. gr. Hlutarútgerðarfélagi skal slita, ef ályktun um það er samþykkt á 2 lögmætum félagsfundum í röð og henni eru fylgjandi eigi færri en % atkvæðisbærra fundarmanna. Skila- nefnd, kosin af félagsfundi, fer með mál fé- lagsins meðan á félagsslitum stendur. Skila- nefnd kemur í stað stjórnar félagsins og liefir samskonar vald, skyldur og ábyrgð. Meðan skilanefnd stjórnar félagi gilda reglur laga þessara um félagsfundi, reikningsskil og end- urskoðun. Félagsslit skal tilkynna lögreglu- stjóra, og skal liann þá afmá skrásetningu fé- iagsins. Sömu aðiljar, sem ráða félagsslitum, geta stöðvað þau á livaða stigi sem er, fengið fé- lagsbúið aftur afhent sér í hendur og haldið áfram starfsemi félagsins að nýju, en þar að lútandi ályktun skal vera samþykkt með sama liætti og hin upphaflega ályktun um félags- slitin. 14. gr. Gjöld fyrir störf þau, sem lögreglu- stjórum eru falin í lögum þessum, renna í ríkissjóð og eru þau, sem hér segir: a. Fyrir skrásetningu félags, sem eigi hefir verið skrásett áður, 30 krónur. b. Fyrir skrásetningu útibús 20 krónur. c. Fyrir skrásetningu breytingar eða viðauka við eldri skrásetningu 15 krónur. d. Fyrir að afmá skrásetningu greiðist helm- ingur af ofanrituðum gjöldum. 15. gr. Hlutarútgerðarfélög, sem stofnuð verða samkvæmt lögum þessum, skulu undan- þegin greiðslu tekjuskatts til ríkisins af því fé, sem þau leggja í tryggingar- og varasjóði. Heimilt er bæjar- og sveitarstjórnum að veita hlutarútgerðarfélögum undanþágu frá greiðslu útsvars lil bæjar- og sveitarsjóða. 10. gr. Hlutarútgerðarfélög, sem stofnuð verða samkvæmt lögum þessum, skulu vera undir eftirliti ríkisstjórnarinnar, sem getur falið skipaútgerð ríkisins eða fiskveiðasjóði framkvæmd þess. 17. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Norskir línuveiðarar hafa undanfarið veitt mjög vel við ísland, að því er norskar fregnir herma. Hafa þeir aðallega veitt í Breiðafirði og Reykjafjarðar- ál. Er slíkt nokkur kaldhæðni, hvað íslend- inga snertir, að erlend skip skulu telja sér feng i þvi að sækja hingað til veiða, i sama mund og íslenzka vélbáta- og línuveiðaflot- anum er lagt upp. t

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.