Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1939, Síða 12

Ægir - 01.05.1939, Síða 12
112 Æ G I R rétt yfir þeim. Gat hún því ekki selt neitt af slíkum vörum til Frakklands, sem áður hafði keypt meira frá Spáni en nokkurt annað land, að undanteknu Bretlandi. Hún tók því upp þrennskonar tilhögun á utanríkisverzlun sinni. 1) Þau lönd, sem viðurkenndu stjórn- ina í Burgos, stofnuðu sérstaka ríkis- skrifstofu, sem sáu um allar milliríkja- greiðslur. Heitir þýzka skrifstofan ISMA og sér hún um kaup á spönskum vörum og sölu á þýzkum vörum. 2) Þau lönd, sem kaupa meira af Spáni en Spánn af þeim og liafa óbundna verzlun, svo sem Bretland, fengu spánsk- ar vörur með heimsmarkaðsverði gegn greiðslu i frjálsum gjaldeyri. Hinsvegar varð að nota þann frjálsa gjaldeyri til að greiða með allar nauðsynjar, sem ekki fengust nema gegn slíkri greiðslu, og var því innflutningurinn frá Bretlandi undir mjög ströngu eftirliti. 3) Öll önnur lönd verzluðu við Spán með einka-vöruskiptum (Privat-kom- pensation). Þessi einka-vöruskipti munu fyrst hafa verið notuð af ítaliu, sem varn- armeðal gegn refsiráðstöfunum, og til þess að þvinga ríki, sem vildu selja Italíu vörur lil að kaupa þaðan. Þessi einka- vöruskipti fara svo fram, að spánskur innflytjandi fær aðeins að flytja inn vör- ur frá öðrum en ofan-nefndum löndum, upp á það, að hann geti greitt þær með spönskum vörum. Verður því fyrst að fara fram sala á spönskum vöriun, eða jafn snemma. Er innflytjandi eða inn- flytjendafélag, fær leyfi lil að kaupa vöru, sem talin er nauðsynleg, er það leyfi hundið því skilyrði, að liann geti selt spánskar vörur fyrir sömu upphæð til þess lands, sem liann vill kaupa frá. Gildir það leyfi í sex mánuði, og getur liann leitað fyrir sér um útflutning á því tímabili. Eru síðan lagðir fram pro- forma samningar um kaup og sölu fyrir verzlunarmálaráðuneytið hér. Eru þeir at- iiugaðir þar með gaumgæfni, til þess að tryggja sér að verðið á báðum vöruteg- undunum sé ekki landinu í óhag, að ekki muni liægt að selja umsamdar vörur gegn gjaldeyri, og að ekki sé um meira magn að ræða en svo, að tryggt þyki að viðtökulandið geti notað það innanlands. Vilja Spánverjar þar með koma í veg fyrir, að aðrar þjóðir hjóði spánskar vör- ur teknar i skiptum, fvrir lægra verð en Spánverjar sjálfir og komi þannig raski á markaði þeirra. Innflutningurinn er í liöndum Associ- ación de Importadorce. Er sá félagsskap- ur lögskipaður, og eru í honum allir þeir > innflytjendur, sem fluttu inn saltfisk á síðustu fríverzlunar árunum þreniur, 1931 lil 1933. Þeir kjósa sér formann og ritara, sem verzlunarmálaráðuneytið samþykkir. Formannsstöðunni gegnir nú Don Francisco Sainz, aðaleigandi firm- ans Trueha y Pardo, en Don Emiliano Padró er ritari. Hver innflvtjandi fær lilutfalls tölu i samræmi við innflutning t hans á áðurnefndum þremur árum, og hækkar hún eða lækkar, eftir þvi sem innflutningsmagnið er ákveðið frá ári til árs. Þar sem ríkisstjórnin kaupir mjög mikið af fiskinum handa hernum, liefir hún látið innflytjendafélagið sjá um þau kaup og geyma fiskinn þar til hann væri notaður. Sú verzlun, sem fram hefir farið við Danmörku og Noreg hefir verið með vöruskiptum. Var leyfður vöruskipta- samningur við Dani þann 5. des. siðast- liðinn upp á £ 215.000. Nam saltfiskur- inn £ 150.000, en allskonar aðrar vörur, aðallega vélar og lyf £ 65.000. Siðan hafa aðeins verið gerðir nokkrir smávægilegir vöruskiptasamningar við Danmörku. Tóku Danir banana og tómata fyrir fisk- i

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.