Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1939, Qupperneq 13

Ægir - 01.05.1939, Qupperneq 13
Æ G I R 113 inn, því Spánverjar vildu ekki leyfa aðr- ar vörur til að greiða með saltfisk. í júní í fjTrra var leyfður einkavöru- skiptasamningur við Noreg. Vildu þeir fá annan samning í októberlok í fyrra og selja þá saltfisk fyrir £ 100.000, en alls norskar vörur fyrir £ 241.000. Höfðu Norðmenn ýmsar vörur að bjóða, sem talið var að Spánverjum væru nauðsyn- legar, svo sem sink, viðarmauk og salt- pétur. Samningar liafa þó ekki gengið greiðlega og var talið, að aðalerfiðleik- arnir bafi stafað af saltfiskinum. Nú fyrir tveimur dögum var leyfður vöru- skiptasamningur og nam hann £ 135.000. Var þar levfður saltfiskur fyrir £ 17.500, hrogn fyrir £ 20.000 og lýsi fyrir £6.500, að því að sagt er. Fyrir afganginn er fluttur inn trjámaukur og sink. Vildu Spánverjar ekki lála aðrar vörur en ban- ana fyrir fiskinn, en Norðmenn töldu sér það óhentug kaup, þar sem þeir væru all að 20% dýrari en bananar frá Jama- ica. Yfirleitt er verðlag á spönskum vörum talið óhagstætt og 10—20% dýrara en verðlag á heimsmarkaðinum fyrir sam- bærilegar vörnr. Gerir Jietta mjög erfitt fyrir með verzlun, sérstaklega til Jieirra landa, sem hafa frjálsa verzlun og engin köft, og geta því naumast beint kaupum sínum í vissa átl. Þar sem Spánverjar viðurkenna, að verð á vörum þeirra sé 10% yfir heimsmarkaðsverði, leyfa þeir verðhækkun, sem því svarar á innflutn- ingsvörum sínum. Hafa því innflytj- cndafélög, t. d. í Sviss, komið sér niður á því fyrirkomulagi, að útflytjendur þar Sreiða þessi 10% í uppbót til þeirra, sem kaujia þar vörur, dýrari en þær eru fáan- legar annars slaðar. Þess ber þó að gæta, að sumar vörur eru ekki fáanlegar i vöruskiptum, ncma með miklu yfirverði, og er t. d. talið að viðarolía kosti 30% yfir heimsmarkaðs- verði í frjálsum gjaldevri, ef hún er látin í vöruskiptum og sama gildi um fyrsta flokks appelsínur, þó lélegri tegundir séu fáanlegar í vöruskiptum. Útflutningur þessara vörutegunda, og annara, sem miklu skipla í útflutningi Spánar, er í höndum sérfróðra nefnda. Ennþá hafa Spánverjar ekki gert neina verzlunar-samninga við nokkra þjóð, þó að íslenzk hlöð muni liafa nefnt ofan- nefnda vöruskiptasamninga slíku nafni. Er naumast l)úist við að þeir geti byrjað á því fvrr en með liaustinu, því þangað til hefir spanska stjórnin i mörg horn að llta' Helgi P. Briem. Togaraútgerð ítala. Viðskipli þjóða á milli liafa um nokk- urt skeið legið eftir óeðlilegmn rásum og svo virðist, að enn séu litlar horfur á breytingum, er geti örfað viðskiptalífið og fært það í viðunanlegt liorf. Flestar þjóðir hafa hlaðið um sig tollamúra og beitt fyrir sig úr því vígi innilokunar- stefnunni svonefndu. Úr flestum áttum liefir kveðið við sama tón: Vér ætl- um að verða sjálfum oss nógir. Þessi boðskapur liefir verið prédikaður svo að segja um lieim allan, sumstaðar með tals- verðum árangri, en áhrifa hans hefir gætt í ýmsum myndum í alþjóðlegu viðskipta- lífi. Um þessa stefnu er vitanlega margt gott að segja, en lienni má þó beita um of og er þegar víða farið að brydda á þvi. Ýmsir þekktustu viðskiptamálasérfræð- ingar heimsins eru þeirrar skoðunar, að verndartolla- og innilokunarstefnuna hljóti að bera upp á sker í þeirri mynd, sem hún birtist nú. Hafa fjölmörg gild

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.