Ægir - 01.05.1939, Page 17
Æ G I R
117
við það, að stofn sumra hvaltegundanna
minnki nú mjög ört, hefir einnig verið
reynt að ná samkomulagi um að skjóta
ekki livali undir ákveðinni láginarks-
stærð.
Japanir hafa verið mjög ófúsir til sam-
komulags um bæði þessi atriði, einkum
þó það fyrra. Norðmenn segja svo frá,
að í vetur liafi Japanir skotið mikið af
livölum, sem skolhátar annara þjóða litu
ekki við, vegna þess að þeir voru undir
þeirri lágmarksstærð, sem Bretar og
Norðmenn halda sig við.
Hvalveiðimenn eru mjög liræddir mn,
að stofn steypirevðarinnar liafi rýrnað
mjög verulega undanfarin ár. Árið 1936
gerði steypireyðurin um 57% af heild-
artölu veiddra hvala, en 33% 1938. Aftur
á móti liefir veiði langreyðarinnar aukizt
verulega, en hún er ekki eins eftirsótt,
því að tvær langreyðar eru taldar jafn-
gilda að verðmæti einni steypireyð.
Hvalveiðarnar í ár gengu miklu ver en
síðastl. vertíð. Eftir þeim upplýsingum,
sem nú liggja fj'rir, er hvallýsisframleiðsl-
an í Suðurliöfum um 2 650 þús. föt, eða
um 442 þús. smál., og er það um 108 þús.
smál. minna en fyrra ár. Þegar litið er á
það, að nú tóku þátt í veiðunum 3 verk-
smiðjuskipum og 25 hvalbátum fleira, en
á vertíðinni 1937—’38, þá er auðsýnt, að
vertíðin hefir verið frekar rýr.
Danskir sjómenn á þýzkum togurum.
Nú nýverið hafa 120 danskir sjómenn fengið
skiprúm á þýzkum togurum, er stunda sild-
veiðar í Norðursjónum. Mánaðarkaup þeirra er
116.50 ríkismörk, að frádregnum 10% skatti.
Helmingurinn af kaupinu er greiddur í þýzkri
mynt. Auk Dana hafa margir Hollendingar feng-
ið skiprúm á þýzkum fiskiskipum.
Mörg hundruð dönskum stúlkum hefir verið
boðin vinna í þýzkum niðursuðuverksmiðjum.
Markaðshorfur á Spáni.
Um það bil sem Franco var að ljúka
við að leggja undir sig Spán, voru sendir
þangað tveir menn fyrir hönd íslands,
þeir Helgi P. Briem, verzlunarerindreki
og Kristján Einarsson, framkvæmdar-
stjóri S. í. F., og áttu þeir að athuga,
iivort ekki niundi unnt að koma á við-
unandi verzhmarviðskiplum á ný, milli
þessara landa.
Frá því þeir komu lil Frakklands urðu
þeir að bíða í þrjár vikur, þar til þeir
komusl til Spánar. Töf þessi stafaði ekki
af óvild Spánverja i garð íslendinga,
lieldur eingöngu af því, að slcrifstofurn-
ar höfðu ekki undan að afgreiða vega-
hréf. Enda var um þær mundir verið að
taka inn í landið 400 þús. Kataloníumenn.
Menn hvaðanæva að urðu því að híða
tímum saman í Frakklandi, áður en þeir
komust áleiðis til Spánar.
Þegar íslendingarnir komu til Spánar,
var þeim lekið ágætlega. Hófu þeir þeg-
ar viðræður við einn af erindrekum
stjórnarinnar. Öndverðlega í umræðun-
um benti erindrekinn, á hvernig verzlun
ísl. við Spán liefði verið varið, meðan á
styrjöldinni stóð, þar sem að öll fisksala
þeirra til Spánar hefði fallið í fang Barse-
lonastjórnarinnar. Þetta var staðreynd,
sem ekki var unnt að mótmæla, en aftur
á móti var henl á, að Barcelonastjórnin
hefði greitt hærra verð fyrir fiskinn en
fáanlegt var annarsstaðar og auk jiess
goldið hann í frjálsum gjaldeyri. Auk
þessa var teflt fram jieim rökum fyrir
því, að Isl. hefðu á engan hátt verið óvin-
veittir Franco-Spáni, þar sem 2 af flutn-
ingaskipum Isl. hefðu siglt á liafnir Bur-
gos-stjórnarinnar og af henni hefði og ver-
ið keyptar 18 000 smál. af salli 1938 og 39,
og jiær greiddar í frjálsum gjaldeyri.
Urðu báðir aðiljar því sammála um, að