Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1939, Page 18

Ægir - 01.05.1939, Page 18
118 Æ G I R ekki mundi hallast á hvorugan veg- inn. Verzlunarmál Spánar hafa nú verið kerfisbundin, eins og skýrt er frá í ann- ari grein hér í blaðinu, og þar með liafa allir fiskikaupmenn Spánar orðið að mynda með sér félag, og nefnist það Asociacion Espanola de Importadores de Bacalao. (Félag spánskra saltfiskinnflytj- enda.) 1 félagi þessu eru allir liinir sömu menn, er fluttu inn sallfisk til Spánar áð- ur en styrjöldin hófst, og liefir enginn bæzt við. Þessum félagsskap einum er levfl að flytja inn fisk, en æðsta ráð í þeim efnum er verzlunarmálaráðuneytið, en það ásamt fjármálaráðaneytinu, ræður einfarið frá hvaða landi fiskurinn er keyptur og með hvaða kjörum. Spánverjar voru tilleiðanlegir til þess að kaupa íslenzkan fisk, gegn því að mega greiða liann í spönskum vörum. Slíkum viðskiptum munu ísl. ekki sinna í bili, vegna þess, að þær vörur, sem Spánverjar vilja láta, eru aðeins salt, vín, ávextir og kork. Eins og nú er í pottinn búið, er það því aðeins salt, sem ísl. geta flutt inn frá Spáni. En þar sem allt það salt, sem ísl. nota árlega, er ekki nema 20— 30 þús. fiskpakka virði, getur því ekki orðið að ræða nema um mjög lítinn fisk- útflutning béðan til Spánar og það jafn- vel, þótt allt saltið væri keypt þaðan. Sjálf- sagt er þó að notfæra sér það að selja fisk til Spánar í stað salts, og liefir stjórn S. í. F. þegar lagt drög til þess að svo geti orðið. Er vonandi að það takist, því að um þessar mundir er hágkvæmara að kanpa salt frá Spáni en Italíu, og þess vegna hafa ísl. keypt þaðan, það sem af er þessu ári, 2 000 smál. af salti gegn greiðslu i frjálsum gjaldeyri. Fram til þessa liefir Franco ekkert keypt af fiski l'rá Bretlandi og aðeins 600 smál. frá Norcgi frá því i okt. fvrra ár, og samt hafa Norðmenn boðið 100% vöruskipti. Kornvörur og annan varning befir Franco mest keypt frá Suður-Ame- ríku, og er sagt að hann hafi fengið þar mjög langan gjaldfrest, eða allt að því 2—3 ár. Eins og nú horfir við, er ekki unnt að spá neinu um það, hvort Isl. teksl að koma nolckru svo um muni af fiski inn á spánskan markað. Spánverjar eru um þessar mundir að leita fvrir sér um við- skiptalán. Verði þeim vel ágengt i þeim efnum, er ekki loku fvrir skotið að þá kunni að verða einhverjar breytingar, er bafi jákvæð áhrif fyrir viðskiptin við Spán. Aftur á móti er óhætt að fullyrða, að spánskir fiskinnflvtjendur eru mjög' á- f jáðir í að fá íslenzkan fisk, og stafar það af fvrri kynnum ])eirra af lionum. Sendi- mennirnir ísl. höfðu með sér analysur af þorski, og kom það í ljós við samanburð á næringargildi hans og annara matvæla, sem algeng eru á Spáni, að hann stendur mjög framarlega. Ætti það að hafa nokk- ur hagfeld áhrif fyrir sölu á fiski til Spánar. Það sem hér hefir verið sagt, er byggt á samtali við Kristján Einarsson, fram- kvæmdarstjóra S. í. F. Erlendar fréttir. Lifandi Lófótenþorskur til Osló. í fyrra inánu'ði gerði fiskikaupniaðurinn Otto Christiansen tilraun með að flytja lifandi þorsk í „damskipi" frá Lofóten til Osló. Er þetta i fyrsta skipti, sein slíkt er reynt. Fisk- magn það, sem skipið flutti, var 20 smál., og og var allur fiskurinn veiddur af skipshöfn- inni á flutningaskipinu. Talið er, að tilraun jiessi hafi gengið að óskum. Samkvæmt frásögn norskra blaða, hefir Otto Christiansen mikinn áhuga fyrir að láta skip þetta fara fullfermt af lifandi þorski til Ameríku nú i sumar, i einskonar auglýsinga-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.